Leicester rifjar upp mark Jóhannesar Karls frá miðju: „Betra en hjá Beckham“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. mars 2020 23:30 Jóhannes Karl lék með Leicester í tvö ár, tæplega 80 leiki. vísir/getty Leicester City birti í dag myndband á Twitter af mögnuðu marki sem Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði í leik liðsins gegn Hull City á þessum degi fyrir fyrir nákvæmlega 14 árum síðan. Jóhannes Karl skoraði alls níu mörk fyrir Leicester tímabilið 2005-06 og var markahæsti leikmaður liðsins í öllum keppnum ásamt Mark de Vries og Iain Hume með níu mörk. Fallegasta mark Jóhannesar Karls á tímabilinu kom í 3-2 sigri á Hull á heimavelli í ensku B-deildinni 4. mars 2006. Þegar sex mínútur voru eftir, í stöðunni 2-2, fékk Jóhannes Karl boltann frá Patrick Kisnorbo rétt fyrir utan miðjuhringinn. Skagamaðurinn sá að Boaz Myhill, markvörður Hull, var alltof framarlega, lét vaða frá miðju og boltinn endaði í netinu. „Betra en hjá Beckham,“ sagði lýsandinn og vísaði til frægs marks Davids Beckham fyrir Manchester United gegn Wimbledon 1996. Mark Jóhannesar Karls gegn Hull má sjá hér fyrir neðan. Joey Guðjónsson from the halfway line #OnThisDay in 2006 pic.twitter.com/yCejRhSsm9— Leicester City (@LCFC) March 4, 2020 Tímabilið 2005-06 var eitt það besta á ferli Jóhannesar Karls en Skagamaðurinn var valinn leikmaður ársins hjá Leicester þetta tímabil. Sumarið 2006 fór Jóhannes Karl svo til AZ Alkmaar í Hollandi sem var þá undir stjórn Louis van Gaal. Jóhannes Karl lék alls 77 leiki fyrir Leicester og skoraði tíu mörk. Ári seinna skoraði eldri bróðir Jóhannesar Karls, Bjarni, einnig frægt mark frá miðju í leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni. En það er önnur og lengri saga. Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira
Leicester City birti í dag myndband á Twitter af mögnuðu marki sem Jóhannes Karl Guðjónsson skoraði í leik liðsins gegn Hull City á þessum degi fyrir fyrir nákvæmlega 14 árum síðan. Jóhannes Karl skoraði alls níu mörk fyrir Leicester tímabilið 2005-06 og var markahæsti leikmaður liðsins í öllum keppnum ásamt Mark de Vries og Iain Hume með níu mörk. Fallegasta mark Jóhannesar Karls á tímabilinu kom í 3-2 sigri á Hull á heimavelli í ensku B-deildinni 4. mars 2006. Þegar sex mínútur voru eftir, í stöðunni 2-2, fékk Jóhannes Karl boltann frá Patrick Kisnorbo rétt fyrir utan miðjuhringinn. Skagamaðurinn sá að Boaz Myhill, markvörður Hull, var alltof framarlega, lét vaða frá miðju og boltinn endaði í netinu. „Betra en hjá Beckham,“ sagði lýsandinn og vísaði til frægs marks Davids Beckham fyrir Manchester United gegn Wimbledon 1996. Mark Jóhannesar Karls gegn Hull má sjá hér fyrir neðan. Joey Guðjónsson from the halfway line #OnThisDay in 2006 pic.twitter.com/yCejRhSsm9— Leicester City (@LCFC) March 4, 2020 Tímabilið 2005-06 var eitt það besta á ferli Jóhannesar Karls en Skagamaðurinn var valinn leikmaður ársins hjá Leicester þetta tímabil. Sumarið 2006 fór Jóhannes Karl svo til AZ Alkmaar í Hollandi sem var þá undir stjórn Louis van Gaal. Jóhannes Karl lék alls 77 leiki fyrir Leicester og skoraði tíu mörk. Ári seinna skoraði eldri bróðir Jóhannesar Karls, Bjarni, einnig frægt mark frá miðju í leik ÍA og Keflavíkur í Landsbankadeildinni. En það er önnur og lengri saga.
Enski boltinn Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Fleiri fréttir Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Antony sakar United um virðingarleysi og dónaskap Sláandi xG tölfræði hjá Manchester United Enginn Foden, Bellingham eða Grealish í enska landsliðshópnum Sjá meira