Segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist Birgir Olgeirsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 4. mars 2020 19:46 Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. stöð 2 Álagið á veirufræðideild Háskóla Íslands er með því mesta sem hefur verið vegna kórónuveirunnar. Starfsmaður segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. Á þriðja hundrað sýna hafa farið í gegnum Veirufræðideildina undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. „Ef við eigum að taka svona veirusýkingar þá hugsa ég að þetta sé líkast svínaflensunni 2009 en þá var líka mjög mikið álag hérna þó það hafi verið tímabundið, sem betur fer,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.stöð 2 Á deildinni eru strangar hreinlætiskröfur og handabönd stranglega bönnuð. Þegar sýni er greind eru þau sótt í venjulegan heimilisísskáp. Sýnin eru sett í tæki sem einangrar erfðaefni. „Það er bara allt búið að vera á haus hjá okkur þannig að þetta tæki er ekki vanalega hérna en þetta tæki, ásamt þessum tveimur sem þið sjáið þarna, það sér um einangrun erfðaefnisins. Síðan förum við með öll sýnin inn í svokallað öryggishúdd,“ segir Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Undir öryggishúddinu er það efnahvarf framkvæmt sem þarf til að gefa svör um hvort sýnin séu jákvæð. Svo er sest við tölvu og fylgst með niðurstöðum. „Þegar kúrfurnar liggja svona alveg flatar niðri það þýðir að einstaklingurinn er neikvæður og er ekki sýktur af þessari veiru. Þegar aftur á móti við sjáum kúrfu eins og þessa þá þýðir það að hann er með veiruna,“ segir Máney og sýnir snögga hækkun kúrfu á línuriti. Og hún varð vitni að því þegar fyrsta smitið greindist.Hvernig var tilfinningin þegar það gerðist?„Hún var spennuþrungin. Enda vorum við að búa okkur undir komu þessarar veiru. Við vissum alveg að líkur væru á því að hún myndi komast hingað til Íslands þannig að það var bara orðið dagaspursmál.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Álagið á veirufræðideild Háskóla Íslands er með því mesta sem hefur verið vegna kórónuveirunnar. Starfsmaður segir andrúmsloftið hafa verið spennuþrungið þegar fyrsta smitið greindist hér á landi. Á þriðja hundrað sýna hafa farið í gegnum Veirufræðideildina undanfarna daga og vikur vegna kórónuveirunnar. „Ef við eigum að taka svona veirusýkingar þá hugsa ég að þetta sé líkast svínaflensunni 2009 en þá var líka mjög mikið álag hérna þó það hafi verið tímabundið, sem betur fer,“ segir Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans. Karl G. Kristinsson, yfirlæknir sýkla- og veirufræðideildar Landspítalans.stöð 2 Á deildinni eru strangar hreinlætiskröfur og handabönd stranglega bönnuð. Þegar sýni er greind eru þau sótt í venjulegan heimilisísskáp. Sýnin eru sett í tæki sem einangrar erfðaefni. „Það er bara allt búið að vera á haus hjá okkur þannig að þetta tæki er ekki vanalega hérna en þetta tæki, ásamt þessum tveimur sem þið sjáið þarna, það sér um einangrun erfðaefnisins. Síðan förum við með öll sýnin inn í svokallað öryggishúdd,“ segir Máney Sveinsdóttir, náttúrufræðingur á sýkla- og veirufræðideild Landspítalans. Undir öryggishúddinu er það efnahvarf framkvæmt sem þarf til að gefa svör um hvort sýnin séu jákvæð. Svo er sest við tölvu og fylgst með niðurstöðum. „Þegar kúrfurnar liggja svona alveg flatar niðri það þýðir að einstaklingurinn er neikvæður og er ekki sýktur af þessari veiru. Þegar aftur á móti við sjáum kúrfu eins og þessa þá þýðir það að hann er með veiruna,“ segir Máney og sýnir snögga hækkun kúrfu á línuriti. Og hún varð vitni að því þegar fyrsta smitið greindist.Hvernig var tilfinningin þegar það gerðist?„Hún var spennuþrungin. Enda vorum við að búa okkur undir komu þessarar veiru. Við vissum alveg að líkur væru á því að hún myndi komast hingað til Íslands þannig að það var bara orðið dagaspursmál.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Tengdar fréttir Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14 Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08 Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45 Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Innlent Flughált í höfuðborginni og víðar um land Innlent Fleiri fréttir Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Sjá meira
Smitin orðin tuttugu Tala smitaðra hér á landi vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar er komin í tuttugu manns. Fjögur sýni hafa greinst jákvæð í dag. Þetta staðfestir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra, í samtali við fréttastofu. 4. mars 2020 12:14
Búið að greina sex tilfelli kórónuveiru til viðbótar Búið er að greina sex ný kórónuveirusmitstifelli á Íslandi. Heildarfjöldi þeirra er því 26 sem stendur, þar af hafa 10 verið greind í dag. 4. mars 2020 17:08
Öllum verða tryggð laun í sóttkví Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að aðilar vinnumarkaðarins og stjórnvöld muni tryggja að allir sem þurfi að fara í sóttkví haldi launum sínum. Gengið verði frá útfærslu á framkvæmdinni í dag eða á morgun. 4. mars 2020 19:45