Öllum skólum lokað á Ítalíu þar sem yfir 100 manns hafa látist vegna kórónuveirunnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 4. mars 2020 23:30 Ferðamönnum hefur verið ráðlagt að fara ekki til Ítalíu að óþörfu vegna kórónufaraldursins. vísir/getty Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. Veiran veldur sjúkdómi sem heitir COVID-19 en yfir 3000 manns hafa greinst með veiruna á Ítalíu og að minnsta kosti 107 hafa látist vegna hennar. Hvergi í Evrópu hafa fleiri greinst með veiruna eða látist af völdum sjúkdómsins sem hún veldur og segir Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hættu á því að heilbrigðiskerfi landsins muni ekki ráða við faraldurinn. Meirihluti þeirra smita sem greinst hafa á Ítalíu eru í norðurhluta landsins að því er fram kemur á vef BBC. Í 19 af 20 héruðum Ítalíu hefur smit verið staðfest. Á heimsvísu hafa um 3200 látist vegna COVID-19 og meira en 90 þúsund hafa smitast af veirunni, langflestir í Kína þar sem veiran gerði fyrst vart við sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ekki lýst yfir heimsfaraldri en í dag sagði heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, að skilgreining heimsfaraldurs ætti við faraldur kórónuveirunnar. „Staðan breytist mjög hratt og það er ljóst að toppi faraldursins hefur ekki verið náð,“ sagði Spahn. Smit hefur verið staðfest í 81 landi. Auk Kína og Ítalíu eru Íran og Suður-Kóreu talin lönd með mikla smitáhættu og er fólki ráðlagt frá því að fara í ónauðsynlegar ferðir til þessara fjögurra ríkja. Hér á Íslandi hafa alls 26 manns greinst með veiruna, bæði konur og karlar á fimmtugs- og sextugsaldri. Átján hinna smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið á skíðum á Norður-Ítalíu en hin átta voru öll í skíðaferð í bænum Ischgl í Austurríki. Þá eru tæplega 400 manns í sóttkví vegna veirunnar. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna: Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 10:27 Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Stjórnvöld á Ítalíu hafa staðfest að þau muni loka öllum skólum, bæði grunnskólum og háskólum, í landinu frá og með morgundeginum í tíu daga til þess að takast á við útbreiðslu kórónaveirunnar í landinu. Veiran veldur sjúkdómi sem heitir COVID-19 en yfir 3000 manns hafa greinst með veiruna á Ítalíu og að minnsta kosti 107 hafa látist vegna hennar. Hvergi í Evrópu hafa fleiri greinst með veiruna eða látist af völdum sjúkdómsins sem hún veldur og segir Guiseppe Conte, forsætisráðherra Ítalíu, hættu á því að heilbrigðiskerfi landsins muni ekki ráða við faraldurinn. Meirihluti þeirra smita sem greinst hafa á Ítalíu eru í norðurhluta landsins að því er fram kemur á vef BBC. Í 19 af 20 héruðum Ítalíu hefur smit verið staðfest. Á heimsvísu hafa um 3200 látist vegna COVID-19 og meira en 90 þúsund hafa smitast af veirunni, langflestir í Kína þar sem veiran gerði fyrst vart við sig. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) hefur ekki lýst yfir heimsfaraldri en í dag sagði heilbrigðisráðherra Þýskalands, Jens Spahn, að skilgreining heimsfaraldurs ætti við faraldur kórónuveirunnar. „Staðan breytist mjög hratt og það er ljóst að toppi faraldursins hefur ekki verið náð,“ sagði Spahn. Smit hefur verið staðfest í 81 landi. Auk Kína og Ítalíu eru Íran og Suður-Kóreu talin lönd með mikla smitáhættu og er fólki ráðlagt frá því að fara í ónauðsynlegar ferðir til þessara fjögurra ríkja. Hér á Íslandi hafa alls 26 manns greinst með veiruna, bæði konur og karlar á fimmtugs- og sextugsaldri. Átján hinna smituðu eiga það sameiginlegt að hafa verið á skíðum á Norður-Ítalíu en hin átta voru öll í skíðaferð í bænum Ischgl í Austurríki. Þá eru tæplega 400 manns í sóttkví vegna veirunnar. Það sem þú gætir viljað lesa um kórónuveiruna: Nýjast: Öll nýjustu tíðindi má finna á undirsíðu Vísis um kórónuveiruna Hvernig smitast kórónuveiran? Kórónuveiran sem veldur sjúkdómnum COVID-19 smitast aðallega með snertismiti og svokölluðu dropasmiti. Spurt og svarað um kórónuveiruna: Hvað er hún? Hvar greindist hún? Hvað er vitað? Hvernig á að forðast smit? Hver er munurinn á kórónuveirunni og hefðbundinni flensu? Már Kristjánsson, yfirlæknir smitsjúkdómalækninga á Landspítalanum, lýsti því á blaðamannafundi á dögunum. Réttindi ferðalanga vegna kórónuveirunnar: Réttur ferðamanna til að fá það tjón bætt sem þeir kunna að verða fyrir í tengslum við ferðalög vegna veirunnar er ólíkur eftir aðstæðum, til dæmis eftir því hvort fólk er að ferðast á eigin vegum eða er á bókað í pakkaferð. Heilbrigðir sem lenda í sóttkví erlendis eru ótryggðir. Landsmenn eru minntir á mikilvægi handþvottar og sótthreinsunar. Ef einstaklingar finna fyrir veikindum er þeim bent á að hringja í síma 1700 (fyrir erlend símanúmer +354 544-4113) varðandi nánari upplýsingar og hvernig þeir eigi að nálgast heilbrigðiskerfið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ítalía Tengdar fréttir Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05 Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 10:27 Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15 Mest lesið Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Innlent Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Innlent Fleiri fréttir Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Borgarstjóri Istanbúl í tuttugu mánaða fangelsi Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Sjá meira
Hver hátíðin á eftir annarri blásin af vegna veirunnar Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta ársfundi Samorku, sem fram átti að fara í næstu viku. 4. mars 2020 16:05
Staðfesta smit í færeyskum Frakklandsfara Kórónuveiran er komin til Færeyja en yfirvöld þar í landi greindu frá því fyrir stundu að einn Færeyingur hafi greinst með veiruna eftir ferð til Parísar í Frakklandi. 4. mars 2020 10:27
Átta hinna smituðu voru á skíðum í Ischgl í Austurríki Átta af þeim 26 sem nú hafa greinst með kórónuveiruna hér á landi voru á skíðum í Ischgl í Austurríki og komu heim á sunnudaginn með vél Icelandair frá Munchen. 4. mars 2020 18:15