Kórónuveiran greindist í hundi eftir að eigandinn smitaðist Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. mars 2020 08:55 Hundasnyrtar að störfum í Hong Kong í gær. Vísir/vilhelm Yfirvöld í Hong Kong hafa varað fólk við því að kyssa gæludýr sín eftir að kórónaveira greindist þar í hundi. Þá biðla yfirvöld einnig til fólks að yfirgefa ekki gæludýr sín og halda ró sinni. Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. Eigandi hundsins í Hong Kong hafði smitast af kórónuveirunni. Hundurinn, sem er af tegundinni pomeranian, var í kjölfarið prófaður fyrir veirunni og sýni úr honum sýndi „veika jákvæða“ niðurstöðu. Hundurinn var fyrst prófaður 26. febrúar, næst 28. sama mánaðar og að síðustu 2. mars. Niðurstaðan var sú sama í öllum tilvikum. Ekkert bendi til þess að dýr geti smitast Guardian hefur eftir upplýsingum frá landbúnaðarráðuneyti Hong Kong að veiran hafi líklegast borist í hundinn úr manni. Hundurinn sýnir engin einkenni veirunnar og virðist við hestaheilsu í einangrun í Hong Kong. Hann verður þar þangað til sýni úr honum hætta að sýna jákvæða niðurstöðu. Þá verður honum skilað til eiganda síns. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hafa rannsakað málið. Reynt hefur verið að skera úr um það hvort hundurinn hafi í reynd smitast af veirunni eða hvort hún hafi borist í hann úr umhverfinu. WHO segir ekkert benda til þess að dýr á borð við hunda og ketti geti smitast af kórónuveirunni. Yfirvöld í Hong Kong beina því til gæludýraeigenda að viðhafa hreinlæti, einkum eftir að hafa meðhöndlað dýrin sjálf og mat þeirra, auk þess sem þeir eru hvattir til að kyssa þau ekki. Hið síðarnefnda eigi einkum við um þá sem eru veikir fyrir. Nýjar upplýsingar berast stöðugt Matvælastofnun hefur gefið út upplýsingar og leiðbeiningar vegna gæludýra og kórónuveirunnar. Á vef stofnunarinnar segir að fylgst sé vel með þekkingarþróun á þessu sviði en í gær, þegar leiðbeiningarnar voru birtar, hafði engum „útskilnaði á þessari veiru“ verið lýst hjá húsdýrum eða gæludýrum. Þá hafi ekki verið staðfest að menn geti smitað dýr. „Þetta er nýr sjúkdómur og því er hann og smitleiðir hans ekki fullrannsakaðar en nýjar upplýsingar berast stöðugt. Matvælastofnun mælir með að einstaklingar sem eru í sóttkví í heimahúsi og einangrun í heimahúsi takmarki snertingu sína við matvælaframleiðandi dýr.“ Þá sé engin ástæða fyrir fólk að vera ekki með gæludýrum sínum. Þau geti jafnframt veitt mikilvægan andlegan stuðning við erfiðar aðstæður. Þá sé talið fræðilega mögulegt að dýr geti borið smit frá einum einstaklingi til annars án þess að smitast sjálft. Sú smitleið sé þó ekki þýðingarmikil. „Veiran smitast aðallega milli fólks. Ekki er útilokað að dýr geti borið veirur í feldi, húð og slímhúð í nokkurn tíma eftir snertingu við smitandi mann en ekki hefur verið sýnt fram á að dýr skilji út veirur. Það er alltaf mælt með því að þvo hendur eftir snertingu við dýr.“ Auður L. Arnþórsdóttir, sérgreinadýralæknir faraldsfræði hjá Matvælastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið um málið í morgun að tilkynning um hundinn í Hong Kong sé eina tilfellið sem tilkynnt hafi verið til Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. Að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að fólk í sóttkví komi gæludýrunum sínum í gæslu annars staðar. Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hong Kong Tengdar fréttir Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Yfirvöld í Hong Kong hafa varað fólk við því að kyssa gæludýr sín eftir að kórónaveira greindist þar í hundi. Þá biðla yfirvöld einnig til fólks að yfirgefa ekki gæludýr sín og halda ró sinni. Matvælastofnun fylgist vel með þekkingarþróun á þessu sviði. Eigandi hundsins í Hong Kong hafði smitast af kórónuveirunni. Hundurinn, sem er af tegundinni pomeranian, var í kjölfarið prófaður fyrir veirunni og sýni úr honum sýndi „veika jákvæða“ niðurstöðu. Hundurinn var fyrst prófaður 26. febrúar, næst 28. sama mánaðar og að síðustu 2. mars. Niðurstaðan var sú sama í öllum tilvikum. Ekkert bendi til þess að dýr geti smitast Guardian hefur eftir upplýsingum frá landbúnaðarráðuneyti Hong Kong að veiran hafi líklegast borist í hundinn úr manni. Hundurinn sýnir engin einkenni veirunnar og virðist við hestaheilsu í einangrun í Hong Kong. Hann verður þar þangað til sýni úr honum hætta að sýna jákvæða niðurstöðu. Þá verður honum skilað til eiganda síns. Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hafa rannsakað málið. Reynt hefur verið að skera úr um það hvort hundurinn hafi í reynd smitast af veirunni eða hvort hún hafi borist í hann úr umhverfinu. WHO segir ekkert benda til þess að dýr á borð við hunda og ketti geti smitast af kórónuveirunni. Yfirvöld í Hong Kong beina því til gæludýraeigenda að viðhafa hreinlæti, einkum eftir að hafa meðhöndlað dýrin sjálf og mat þeirra, auk þess sem þeir eru hvattir til að kyssa þau ekki. Hið síðarnefnda eigi einkum við um þá sem eru veikir fyrir. Nýjar upplýsingar berast stöðugt Matvælastofnun hefur gefið út upplýsingar og leiðbeiningar vegna gæludýra og kórónuveirunnar. Á vef stofnunarinnar segir að fylgst sé vel með þekkingarþróun á þessu sviði en í gær, þegar leiðbeiningarnar voru birtar, hafði engum „útskilnaði á þessari veiru“ verið lýst hjá húsdýrum eða gæludýrum. Þá hafi ekki verið staðfest að menn geti smitað dýr. „Þetta er nýr sjúkdómur og því er hann og smitleiðir hans ekki fullrannsakaðar en nýjar upplýsingar berast stöðugt. Matvælastofnun mælir með að einstaklingar sem eru í sóttkví í heimahúsi og einangrun í heimahúsi takmarki snertingu sína við matvælaframleiðandi dýr.“ Þá sé engin ástæða fyrir fólk að vera ekki með gæludýrum sínum. Þau geti jafnframt veitt mikilvægan andlegan stuðning við erfiðar aðstæður. Þá sé talið fræðilega mögulegt að dýr geti borið smit frá einum einstaklingi til annars án þess að smitast sjálft. Sú smitleið sé þó ekki þýðingarmikil. „Veiran smitast aðallega milli fólks. Ekki er útilokað að dýr geti borið veirur í feldi, húð og slímhúð í nokkurn tíma eftir snertingu við smitandi mann en ekki hefur verið sýnt fram á að dýr skilji út veirur. Það er alltaf mælt með því að þvo hendur eftir snertingu við dýr.“ Auður L. Arnþórsdóttir, sérgreinadýralæknir faraldsfræði hjá Matvælastofnun, segir í samtali við Morgunblaðið um málið í morgun að tilkynning um hundinn í Hong Kong sé eina tilfellið sem tilkynnt hafi verið til Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunarinnar. Að svo stöddu sé ekki talin ástæða til að fólk í sóttkví komi gæludýrunum sínum í gæslu annars staðar.
Dýr Dýraheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hong Kong Tengdar fréttir Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57 Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24 Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04 Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Innlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Hútar hættir árásum á skip og Ísrael Hafa uppgötvað djöflabýflugu Krefjast tvö þúsund ára fangelsisdóms yfir borgarstjóranum Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Grænlenskir góðmálmar og seinagangur bankanna Sprengdi sig í loft upp við dómshús Nýtt spillingarmál skekur Úkraínu Kínverjar menga mest en standa sig samt best Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Sjá meira
Biðla til deiluaðila að afstýra öllum verkföllum vegna veirunnar Sóttvarnalæknir, landlæknir og ríkislögreglustjóri hafa lýst yfir áhyggjum vegna verkfalla, sem standa nú yfir og eru einnig yfirvofandi. 5. mars 2020 07:57
Áströlsk kona smituð eftir ferðalag til Íslands og Bretlands Áströlsk kona á fertugsaldri hefur greinst með kórónuveirusmit eftir ferðalag til Íslands og Bretlands. Hún sneri aftur til Perth í Vestur-Ástralíu á mánudaginn, eftir að hafa flogið um Dúbaí. 5. mars 2020 07:24
Lýstu yfir neyðarástandi í Kaliforníu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í Kalíforníuríki í Bandaríkjunum vegna kórónuveirunnar en í gær dó fyrsti Kaliforníubúinn úr sjúkdómnum, sjötíu og eins árs gamall maður í Sacramento. 5. mars 2020 08:04