„Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það“ Stefán Árni Pálsson skrifar 5. mars 2020 10:30 Linda Haukdal er 45 ára en gefst ekki upp á þeim draumi að eignast barn. Linda Rós Haukdal Rúnarsdóttir er 45 ára, einhleyp og hefur reynt að eignast barn í nokkur ár. Hún hefur bæði varið miklum tíma og fjármunum í meðferðir en samtals hefur hún farið í 12 glasameðferðir hér á landi með engum árangri. Linda hefur orðið ólétt en misst fóstrið vegna mikilla samgróninga sem hún telur að hægt hefði verið að laga mikið fyrr og er hún svekkt eftir allar mislukkuðu meðferðirnar sem hafa tekið mikið á hana. „Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það, þegar maður fær neikvætt próf, þegar það byrjar að blæða áður en maður á að taka próf og það er svona það andlega erfiðast,“ segir Linda í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Biðin frá uppsetningu og þar til að ég má taka próf, sem er örugglega svona tvær vikur, er erfiðasta tímabilið í öllu ferlinu. Þú átt bara að slaka á, ert ólétt en samt ekki ólétt og maður á víst ekkert að hugsa um þetta. Það er bara ekki hægt.“ Linda varð einu sinni ólétt og náði eitt skipti níu vikna fóstri. „Ég missti fóstrið þar sem ég er með samgróning í leginu og ég svosem vissi af því en læknirinn minn í Livio sagði að samgróningurinn væri farin og ég trúi því. Ég missi níu vikna fóstur í október og þá er ég inni á Landspítala og það eru þrír læknar þarna sem þurftu að leita að fóstrinu mínu því það kramdist bara.“ Svekkt og reið Eins og fyrr segir fór Linda í fjölmargar meðferðir hér á landi og ákvað síðan, eftir að hafa heyrt af góðum árangri af meðferðum í Grikklandi, að skoða það betur. Hún fór í meðferð til Grikklands í desember 2019, fór í skoðun og í ljós kom að hún var enn með mjög mikla samgróninga. „Þeir gerðu mjög einfalt próf þarna úti þar sem þeir setja vatn upp í legið og sjá hvort að legið gefur eftir vatninu. Ef legið gefur eftir vatninu þá mun það gera það líka með fóstrinu. Það sem var að mér var að legið var bara grófið saman og þess vegna náði fóstrið mitt ekkert að stækka.“ Þetta próf var ekki framkvæmt hér á Íslandi sem Lindu þykur mjög einkennilegt. „Ég er svekkt og reið,“ segir Linda en læknarnir í Grikklandi byrjuðu á því að laga samgróningana og var næsta skref sjálf eggheimtan sem gekk mjög vel og var fósturvísirinn geymdur þar sem ekki var hægt að leggja á Lindu aðra aðgerð. Þegar Ísland í dag hitti Lindu á dögunum var hún á leiðinni til Grikklands í uppsetningu og var hún nokkuð bjartsýn. „Eftir að maður byrjaði í þessu tekur maður eftir því hvað ofboðslega margir þurfa á hjálp að halda. Hvort sem það eru einhleypingar eða hjón sem geta ekki búið til barn heima. Ég hef alltaf ákveðið að taka bara eitt skref í einu.“ Hún segir að ferlið hafi tekið mikið á hana andlega. „Ég er rosalega mikil pollýanna en það eina sem er erfitt er þegar þetta mistekst.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira
Linda Rós Haukdal Rúnarsdóttir er 45 ára, einhleyp og hefur reynt að eignast barn í nokkur ár. Hún hefur bæði varið miklum tíma og fjármunum í meðferðir en samtals hefur hún farið í 12 glasameðferðir hér á landi með engum árangri. Linda hefur orðið ólétt en misst fóstrið vegna mikilla samgróninga sem hún telur að hægt hefði verið að laga mikið fyrr og er hún svekkt eftir allar mislukkuðu meðferðirnar sem hafa tekið mikið á hana. „Erfiðast í þessu ferli er þegar maður missir það, þegar maður fær neikvætt próf, þegar það byrjar að blæða áður en maður á að taka próf og það er svona það andlega erfiðast,“ segir Linda í Íslandi í dag á Stöð 2 í gær. „Biðin frá uppsetningu og þar til að ég má taka próf, sem er örugglega svona tvær vikur, er erfiðasta tímabilið í öllu ferlinu. Þú átt bara að slaka á, ert ólétt en samt ekki ólétt og maður á víst ekkert að hugsa um þetta. Það er bara ekki hægt.“ Linda varð einu sinni ólétt og náði eitt skipti níu vikna fóstri. „Ég missti fóstrið þar sem ég er með samgróning í leginu og ég svosem vissi af því en læknirinn minn í Livio sagði að samgróningurinn væri farin og ég trúi því. Ég missi níu vikna fóstur í október og þá er ég inni á Landspítala og það eru þrír læknar þarna sem þurftu að leita að fóstrinu mínu því það kramdist bara.“ Svekkt og reið Eins og fyrr segir fór Linda í fjölmargar meðferðir hér á landi og ákvað síðan, eftir að hafa heyrt af góðum árangri af meðferðum í Grikklandi, að skoða það betur. Hún fór í meðferð til Grikklands í desember 2019, fór í skoðun og í ljós kom að hún var enn með mjög mikla samgróninga. „Þeir gerðu mjög einfalt próf þarna úti þar sem þeir setja vatn upp í legið og sjá hvort að legið gefur eftir vatninu. Ef legið gefur eftir vatninu þá mun það gera það líka með fóstrinu. Það sem var að mér var að legið var bara grófið saman og þess vegna náði fóstrið mitt ekkert að stækka.“ Þetta próf var ekki framkvæmt hér á Íslandi sem Lindu þykur mjög einkennilegt. „Ég er svekkt og reið,“ segir Linda en læknarnir í Grikklandi byrjuðu á því að laga samgróningana og var næsta skref sjálf eggheimtan sem gekk mjög vel og var fósturvísirinn geymdur þar sem ekki var hægt að leggja á Lindu aðra aðgerð. Þegar Ísland í dag hitti Lindu á dögunum var hún á leiðinni til Grikklands í uppsetningu og var hún nokkuð bjartsýn. „Eftir að maður byrjaði í þessu tekur maður eftir því hvað ofboðslega margir þurfa á hjálp að halda. Hvort sem það eru einhleypingar eða hjón sem geta ekki búið til barn heima. Ég hef alltaf ákveðið að taka bara eitt skref í einu.“ Hún segir að ferlið hafi tekið mikið á hana andlega. „Ég er rosalega mikil pollýanna en það eina sem er erfitt er þegar þetta mistekst.“ Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Mest lesið Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Lífið Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Lífið Munur er á manviti og mannviti Menning Fékk veipeitrun Lífið Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Lífið Ljósavinir fögnuðu í Sjálandi Lífið Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Tíska og hönnun Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Menning „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Lífið Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Menning Fleiri fréttir Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Plötuðu Sigríði Andersen til að stíga í alvöru hundaskít Jólalegasti garðurinn í hverfinu og töff jólaskreytingar inni og úti „RÚV plís ekki vera gungur og aumingjar“ Kveður fasteignir fyrir kroppa Róandi skýjadansari er litur ársins 2026 Mortal Kombat-stjarna látin Hafði leitað árangurslaust að blóðföður sínum í áratugi Chanel og Snorri eiga von á syni Forritararnir borðuðu sveppina til að ná að vera aðeins lengur en hinir Stjórnmálamenn stigu trylltan dans í kjaftfullum Austurbæ „Ég er pínu meyr í dag“ Örlög Ísrael í Eurovision ráðast á aðalfundi sem hefst í dag Erum við of heimsk til að nota gervigreind? Þessi eru tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna Fannar leitaði lengi að transbrauði „Mamma, ég gat þetta“ Opnar sig um kaupfíkn sem kviknaði þegar hún var sjö ára Gummi skíthræddur við Sigurjón Kjartans Þessi stóðu upp úr hjá Spotify í ár „Mig langar að elska þig alla daga, ævilangt“ „Lendir auðvitað í því að vera alltaf málaður upp sem voðalega vondur“ Siggi Ingvars og Alma Finnboga fjölga sér Talsmaður Hvíta hússins segir að Carpenter hljóti að vera heimsk Hræðilegra að syngja með Bítinu en að fara í fallhlífastökk Íslensk raunveruleikastjarna í Svíþjóð: „Þetta var fokking erfitt, sérstaklega fyrir líkamann“ Sjá meira