Arsenal vann þriðja leikinn í röð Sindri Sverrisson skrifar 7. mars 2020 16:45 Arsenal-menn fagna marki Alexandre Lacazette í dag. vísir/getty Arsenal vann í dag 1-0 sigur gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og hefur þar með unnið þrjá leiki í röð í deildinni. Það var Alexandre Lacazette sem skoraði sigurmarkið í þessum Lundúnaslag, tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Hann skoraði markið af stuttu færi eftir skallasendingu frá Mesut Özil, í kjölfarið á skoti Pierre-Erick Aubameyang sem fór af varnarmanni og upp í loftið. Arsenal er nú með 40 stig í 9. sæti, aðeins þremur stigum á eftir Wolves sem er í 5. sæti og fimm stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sæti en á leik til góða. Enski boltinn
Arsenal vann í dag 1-0 sigur gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta og hefur þar með unnið þrjá leiki í röð í deildinni. Það var Alexandre Lacazette sem skoraði sigurmarkið í þessum Lundúnaslag, tíu mínútum fyrir lok venjulegs leiktíma. Hann skoraði markið af stuttu færi eftir skallasendingu frá Mesut Özil, í kjölfarið á skoti Pierre-Erick Aubameyang sem fór af varnarmanni og upp í loftið. Arsenal er nú með 40 stig í 9. sæti, aðeins þremur stigum á eftir Wolves sem er í 5. sæti og fimm stigum á eftir Chelsea sem er í 4. sæti en á leik til góða.
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn