Skoða að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun Sylvía Hall skrifar 8. mars 2020 17:05 Staðfest smit eru 55 talsins. Vísir/Vilhelm Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. Af þeim smitum eru þrjú innanlandssmit og er því heildarfjöldi innanlandssmita orðin tíu. Staðfest smit eru því orðin 55 talsins þar sem eitt þeirra smita sem greindust í dag er á forræði erlendra stjórnvalda. Það smit er því ekki talið með í heildarfjölda smita hér á landi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu dagsins vegna COVID-19. Neyðarástand er enn í gildi og er unnið eftir Landsáætlun um heimsfaraldur. Á meðal þeirra aðgerða sem verið er að undirbúa er að færa til heilbrigðisstarfsfólk innan kerfisins til þess að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk af einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun.Niðurstöður ÍE dýrmætar fyrir endurskoðun áhættumats Landlæknir átti fund með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í dag, þar sem ákveðið var að hefja vinnu við skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Verkefnið verður á forræði sóttvarnarlæknis og mun vinnuhópur á hans vegum hefja vinnu við útfærslu og framkvæmd þess. „Ljóst er að niðurstöður slíkrar skimunar mun reynast afar dýrmæt fyrir endurskoðun áhættumats og áframhaldandi opinberar sóttvarnaaðgerðir,“ segir í stöðuskýrslunni. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sem fyrr er athygli vakin á síma 1700 sem veitir upplýsingar ef grunur vaknar um smit. Einnig er fólk hvatt til að nýta sér Heilsuvera.is sem er upplýsingagátt heilsugæslunnar fyrir einstaklinga, til að fá ráðleggingar frá heilbrigðisstarfsmanni.Að óbreyttu verður upplýsingafundur fyrir blaðamenn á morgun klukkan 14:00 í húsakynnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við Skógarhlíð 14. Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Sex einstaklingar greindust með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum hér á landi í dag og eru stjórnvöld farin að undirbúa aðgerðir til þess að bregðast við álagi. Af þeim smitum eru þrjú innanlandssmit og er því heildarfjöldi innanlandssmita orðin tíu. Staðfest smit eru því orðin 55 talsins þar sem eitt þeirra smita sem greindust í dag er á forræði erlendra stjórnvalda. Það smit er því ekki talið með í heildarfjölda smita hér á landi. Þetta kemur fram í stöðuskýrslu dagsins vegna COVID-19. Neyðarástand er enn í gildi og er unnið eftir Landsáætlun um heimsfaraldur. Á meðal þeirra aðgerða sem verið er að undirbúa er að færa til heilbrigðisstarfsfólk innan kerfisins til þess að hægt verði að manna nauðsynlegar stöður, panta fleiri öndunarvélar í gegnum útboð og fá inn fólk af einkareknum stofum. Þá sé einnig til skoðunar að kalla inn heilbrigðisstarfsfólk sem komið er á eftirlaun.Niðurstöður ÍE dýrmætar fyrir endurskoðun áhættumats Landlæknir átti fund með Kára Stefánssyni, forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar í dag, þar sem ákveðið var að hefja vinnu við skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Verkefnið verður á forræði sóttvarnarlæknis og mun vinnuhópur á hans vegum hefja vinnu við útfærslu og framkvæmd þess. „Ljóst er að niðurstöður slíkrar skimunar mun reynast afar dýrmæt fyrir endurskoðun áhættumats og áframhaldandi opinberar sóttvarnaaðgerðir,“ segir í stöðuskýrslunni. Íslensk erfðagreining bauðst til að hlaupa undir bagga með hinu opinbera og skima fyrir veirunni meðal fólks á föstudag. Kári sagði frá því í gærkvöldi að ekkert yrði af verkefninu í ljósi þess að Persónuvernd og Vísindasiðanefnd taldi það flokkast sem vísindarannsókn sem væri því leyfisskyld. Vísindasiðanefnd og Persónuvernd gáfu það svo út fyrr í dag að fyrirhuguð skimun sé ekki leyfisskyld og virðist því hafa verið um misskilning að ræða.Sem fyrr er athygli vakin á síma 1700 sem veitir upplýsingar ef grunur vaknar um smit. Einnig er fólk hvatt til að nýta sér Heilsuvera.is sem er upplýsingagátt heilsugæslunnar fyrir einstaklinga, til að fá ráðleggingar frá heilbrigðisstarfsmanni.Að óbreyttu verður upplýsingafundur fyrir blaðamenn á morgun klukkan 14:00 í húsakynnum almannavarnadeildar ríkislögreglustjóra við Skógarhlíð 14.
Eldri borgarar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38 Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00 Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Persónuvernd og Vísindasiðanefnd segja skimun ÍE ekki vera leyfisskylda Fyrirhuguð skimun Íslenskar erfðagreiningar fyrir kórónuveirunni er ekki leyfiskyld hjá Vísindasiðanefnd eða Persónuvernd. 8. mars 2020 11:38
Svona var áttundi upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra og embætti landlæknis bjóða til upplýsingafundar í Björgunarmiðstöðinni að Skógarhlíð 14 klukkan 14 í dag. 8. mars 2020 13:00
Íslensk erfðagreining mun skima fyrir kórónuveirunni í næstu viku Íslensk erfðagreining mun hefja skimun fyrir kórónuveirunni í næstu viku. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, átti fund með landlækni fyrr í dag um málið þar sem komist var að þessari niðurstöðu. 8. mars 2020 13:51