Góð viðbrögð við íslenska sæðisbankanum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 9. mars 2020 10:00 Helga Sól Ólafsdóttir er stolt af gjafmildi Íslendinga þegar kemur að kynfrumum. Aðsend mynd „Þú ert að hjálpa öðrum að verða foreldri,“ segir Helga Sól Ólafsdóttir umsjónarkona eggjabankans hjá Livio Reykjavík. Hún er líka sérfræðingur í lýðheilsu para og félagsráðgjafi hjá Landspítalanum. „Að vera foreldri er ekki að gefa kynfrumur. Að vera foreldri er að vera með barninu 24 tíma, sinna því og ala það upp. Það er að vera foreldri. Að vera mamma er hlutverk, að vera pabbi er hlutverk, ekki það að vera kynfrumugjafi eða beri. Það er mikill munur á því.“ Helga Sól var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. Kynfrumugjöf er þegar par eða einstaklingur þiggur gjafaegg eða gjafasæði, í sumum tilfellum bæði gjafaegg og gjafasæði.Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Stöndum saman þegar reynir á „Það hefur verið egggjöf hér síðan 98 þar sem konur í gjafmildi sinni gefa öðrum konum og pörum egg frá sér, sem er einstök gjöf. Það er ótrúlegt hvað íslenskar konur eru yndislegar og gjafmildar,“ segir Helga Sól. Konur á aldrinum 20-35 ára og ekki haldnar neinum þekktum arfgengnum sjúkdómum, kynsjúkdómum né öðrum sjúkdómum sem gætu aukið áhættu fyrir þær við eggjagjöf koma til greina sem eggjagjafar. „Þetta getur tekið langan tíma og verið erfitt ferli og þetta getur virkilega tekið á,“ útskýrir Helga Sól. Frá því að lyfjameðferð hefst og fram að eggheimtu líða um það bil fjórar vikur. Hingað til hefur næstum allt gjafasæði sem notað er í Livio Reykjavík verið keypt frá dönskum sæðisbanka. Nú er kominn möguleiki á að karlar hér á landi geti farið í sæðisfrumugjöf hér á landi. „Viðbrögðin sem við höfum verið að fá, við byrjuðum með þetta í síðustu viku og það eru ótrúleg viðbrögð, íslenskir karlmenn eru líka yndislegir, gjafmildir og alveg tilbúnir til þess að gefa af sér.“ Helga Sól segir að hún sé virkilega stolt af gjafmildi fólks. „Þetta er líka þjóðarkúltúrinn hjá okkur, þegar virkilega á reynir þá stöndum við saman.“Eftirspurn eftir rekjanlegu sæði Eggjagjöf og sæðisgjöf getur annað hvort verið nafnlaus eða undir nafni og ráða þá óskir bæði kynfrumugjafa og kynfrumuþega. Helga Sól segir að þó að sæðið sem komi frá danska sæðisbankanum sé í lagi, þá sé mjög lítið um rekjanlega sæðisgjöf. „Það þýðir að barnið getur fengið upplýsingar um hver gjafinn er eftir 18 ára aldur, það er hlutur sem hefur staðið svolítið í fólki því þau eru að hugsa um að barnið hafi þennan möguleika. Það sem börnin eru að sækjast eftir er yfirleitt bara upplýsingar.“ Helga Sól segir að þó að þetta ferli sé erfitt þá séu frjósemismeðferðirnar ekki eitthvað sem slíti fólk í sundur nema að það sé eitthvað að áður. „Þetta yfirleitt þéttir fólk.“ Það getur þó reynt á sambandið þegar barneignaferlið gengur hægt eða illa, kynlífið snýst ekki lengur um nánd heldur tímasetningar og egglos. Helga Sól segir að því sé oft léttir að byrja í frjósemismeðferðum. „Einn karlmaður sagði við mig, veistu mér líður eins og sæðissjálfssala.“ Andrea Eyland er umsjónarkona hlaðvarpsins Kviknar.Vísir/VilhelmHægt er að hlusta á þátt tvö af Kviknar í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar er einnig rætt við kynfræðinginn Siggu Dögg um getnað og missi.Kviknar mun birtast á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins og hver þáttur hefur sitt þema.Hlaðvarpið fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hlaðvarpið Kviknar fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland. Frjósemi Kviknar Tengdar fréttir Hlaðvarpið Kviknar: „Mikilvægt að ná til foreldra með öllum mögulegum leiðum“ Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar kemur á Vísi í þessari viku. 17. febrúar 2020 11:30 „Það er svo margt sem við ræðum ekki sem við þurfum að ræða“ Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar fór í loftið á Vísi í dag. 19. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
„Þú ert að hjálpa öðrum að verða foreldri,“ segir Helga Sól Ólafsdóttir umsjónarkona eggjabankans hjá Livio Reykjavík. Hún er líka sérfræðingur í lýðheilsu para og félagsráðgjafi hjá Landspítalanum. „Að vera foreldri er ekki að gefa kynfrumur. Að vera foreldri er að vera með barninu 24 tíma, sinna því og ala það upp. Það er að vera foreldri. Að vera mamma er hlutverk, að vera pabbi er hlutverk, ekki það að vera kynfrumugjafi eða beri. Það er mikill munur á því.“ Helga Sól var gestur í öðrum þætti af hlaðvarpinu Kviknar og ræddi þar meðal annars um kynfrumugjöf einstaklinga og nýlega opnaðan sæðisbanka hér á landi. Kynfrumugjöf er þegar par eða einstaklingur þiggur gjafaegg eða gjafasæði, í sumum tilfellum bæði gjafaegg og gjafasæði.Viðtalið í heild sinni má finna í spilaranum hér fyrir neðan. Stöndum saman þegar reynir á „Það hefur verið egggjöf hér síðan 98 þar sem konur í gjafmildi sinni gefa öðrum konum og pörum egg frá sér, sem er einstök gjöf. Það er ótrúlegt hvað íslenskar konur eru yndislegar og gjafmildar,“ segir Helga Sól. Konur á aldrinum 20-35 ára og ekki haldnar neinum þekktum arfgengnum sjúkdómum, kynsjúkdómum né öðrum sjúkdómum sem gætu aukið áhættu fyrir þær við eggjagjöf koma til greina sem eggjagjafar. „Þetta getur tekið langan tíma og verið erfitt ferli og þetta getur virkilega tekið á,“ útskýrir Helga Sól. Frá því að lyfjameðferð hefst og fram að eggheimtu líða um það bil fjórar vikur. Hingað til hefur næstum allt gjafasæði sem notað er í Livio Reykjavík verið keypt frá dönskum sæðisbanka. Nú er kominn möguleiki á að karlar hér á landi geti farið í sæðisfrumugjöf hér á landi. „Viðbrögðin sem við höfum verið að fá, við byrjuðum með þetta í síðustu viku og það eru ótrúleg viðbrögð, íslenskir karlmenn eru líka yndislegir, gjafmildir og alveg tilbúnir til þess að gefa af sér.“ Helga Sól segir að hún sé virkilega stolt af gjafmildi fólks. „Þetta er líka þjóðarkúltúrinn hjá okkur, þegar virkilega á reynir þá stöndum við saman.“Eftirspurn eftir rekjanlegu sæði Eggjagjöf og sæðisgjöf getur annað hvort verið nafnlaus eða undir nafni og ráða þá óskir bæði kynfrumugjafa og kynfrumuþega. Helga Sól segir að þó að sæðið sem komi frá danska sæðisbankanum sé í lagi, þá sé mjög lítið um rekjanlega sæðisgjöf. „Það þýðir að barnið getur fengið upplýsingar um hver gjafinn er eftir 18 ára aldur, það er hlutur sem hefur staðið svolítið í fólki því þau eru að hugsa um að barnið hafi þennan möguleika. Það sem börnin eru að sækjast eftir er yfirleitt bara upplýsingar.“ Helga Sól segir að þó að þetta ferli sé erfitt þá séu frjósemismeðferðirnar ekki eitthvað sem slíti fólk í sundur nema að það sé eitthvað að áður. „Þetta yfirleitt þéttir fólk.“ Það getur þó reynt á sambandið þegar barneignaferlið gengur hægt eða illa, kynlífið snýst ekki lengur um nánd heldur tímasetningar og egglos. Helga Sól segir að því sé oft léttir að byrja í frjósemismeðferðum. „Einn karlmaður sagði við mig, veistu mér líður eins og sæðissjálfssala.“ Andrea Eyland er umsjónarkona hlaðvarpsins Kviknar.Vísir/VilhelmHægt er að hlusta á þátt tvö af Kviknar í heild sinni í spilaranum hér að ofan. Þar er einnig rætt við kynfræðinginn Siggu Dögg um getnað og missi.Kviknar mun birtast á Vísi og á öðrum efnisveitum eins og Spotify, aðra hverja viku, á miðvikudögum. Þættirnir verða alls átta talsins og hver þáttur hefur sitt þema.Hlaðvarpið fjallar um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hlaðvarpið Kviknar fjallar líka um raunina eftir að barnið er komið í heiminn. Eðvarð Egilsson sér um tónlistina í þáttunum en umsjónarkona Kviknar er Andrea Eyland.
Frjósemi Kviknar Tengdar fréttir Hlaðvarpið Kviknar: „Mikilvægt að ná til foreldra með öllum mögulegum leiðum“ Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar kemur á Vísi í þessari viku. 17. febrúar 2020 11:30 „Það er svo margt sem við ræðum ekki sem við þurfum að ræða“ Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar fór í loftið á Vísi í dag. 19. febrúar 2020 15:30 Mest lesið Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Tónlist Skálað fyrir skíthræddri Unni Menning Stormur fellur á prófinu Gagnrýni Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Lífið Stórafmælið hefur afleiðingar Lífið Ástin blómstrar hjá Steinunni Lífið Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Lífið Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Lífið Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Lífið Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Lífið Fleiri fréttir Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Fögnuðu konum í ljósmyndun á alþjóðlegum baráttudegi Nagli og lætur ekki vaða yfir sig Með engan áhuga á kynlífi og vill ekki ræða það Sesarsalat takkó sem þú verður að prófa Skaust fyrr af æfingu og sótti milljónir í verðlaunafé Glæsilegir gestir á fjáröflunar-galakvöldi Ljóssins Ástin blómstrar hjá Steinunni Endurnýjuðu heitin að rússneskum sið Langaði í fleiri ævintýri og fluttu því frá Íslandi Miðpunktur kvöldsins í gegnsæjum samfestingi á árshátíð RÚV Frægasta dúkka í heimi mótaði Erlu mest Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Sjá meira
Hlaðvarpið Kviknar: „Mikilvægt að ná til foreldra með öllum mögulegum leiðum“ Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar kemur á Vísi í þessari viku. 17. febrúar 2020 11:30
„Það er svo margt sem við ræðum ekki sem við þurfum að ræða“ Fyrsti þáttur af hlaðvarpinu Kviknar fór í loftið á Vísi í dag. 19. febrúar 2020 15:30