Rektorinn í Oxford sendi Ingvar í boði háskólans í eldgosið í Vestmannaeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 9. mars 2020 22:00 Hinn 26 ára gamli Ingvar Birgir Friðleifsson lentur á Heimaey á þriðja degi eldgossins. Mynd/Guðmundur Ómar Friðleifsson. 47 árum eftir eldgosið á Heimaey eru enn að koma í dagsljósið myndir af gosinu sem ekki hafa áður birst opinberlega. Það á við um filmubút og ljósmyndir sem ungur jarðfræðingur tók á upphafsdögum jarðeldanna. Myndirnar mátti sjá í þættinum Um land allt og hluta þeirra í fréttum Stöðvar 2. Sjá frétt Stöðvar 2: Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey Ingvar Friðleifsson var 26 ára gamall þegar hann tók myndirnar en hann dvaldi í tvo sólarhringa á Heimaey, á þriðja og fjórða degi eldgossins. Ingvar var þá við doktorsnám í Oxford, og bjó ytra með eiginkonu sinni, Þórdísi Árnadóttur og ungri dóttur þeirra, þegar rektor jarðvísindadeildar bauð honum á fyrsta degi gossins að fara til Íslands á kostnað skólans. Tveimur dögum síðar, 25 janúar, var Ingvar kominn til Eyja, með átta millímetra kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Ingvar deildi myndunum með áhorfendum Stöðvar 2 í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason. „Mér fannst þetta náttúrlega feikilega spennandi að geta skoðað þetta svona vel. Það var flogið þarna yfir gott útsýnisflug áður en það var lent,“ rifjar Ingvar upp. Ingvar tók alls sextán mínútur af litfilmu, meðal annars af fyrstu húsunum fara undir hraun, en einnig fjölda ljósmynda sem sömuleiðis eru merkar heimildir um þessa fyrstu daga eldgossins. Náttúruhamfarirnar umturnuðu lífi fimm þúsund Eyjamanna. Margir sneru aldrei aftur, meðal annars fjölskyldur sem settust að í Grindavík. Þar hafa Eyjamennirnir sem flúðu Heimaeyjargosið búið við sömu ógn undanfarnar vikur vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Herborg Jónsdóttir og dóttir hennar, Margrét Kristjánsdóttir, sem var þriggja ára þegar eldgosið braust út.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. „Ég hef svona ónotatilfinningu. Er að vakna upp á nóttinni og einhvern veginn lít út um gluggann eins og ég búist við að sjá bara bjarma,“ segir Herborg Jónsdóttir, sem þurfti sem ung, einstæð móðir að yfirgefa Heimaey ásamt þriggja ára dóttur sinni gosnóttina 23. janúar 1973. Myndir Ingvars lágu uppi í hillu í 40 ár ár þar til í kvöld að þær voru sýndar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér má sjá upphafskafla þáttarins: Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
47 árum eftir eldgosið á Heimaey eru enn að koma í dagsljósið myndir af gosinu sem ekki hafa áður birst opinberlega. Það á við um filmubút og ljósmyndir sem ungur jarðfræðingur tók á upphafsdögum jarðeldanna. Myndirnar mátti sjá í þættinum Um land allt og hluta þeirra í fréttum Stöðvar 2. Sjá frétt Stöðvar 2: Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey Ingvar Friðleifsson var 26 ára gamall þegar hann tók myndirnar en hann dvaldi í tvo sólarhringa á Heimaey, á þriðja og fjórða degi eldgossins. Ingvar var þá við doktorsnám í Oxford, og bjó ytra með eiginkonu sinni, Þórdísi Árnadóttur og ungri dóttur þeirra, þegar rektor jarðvísindadeildar bauð honum á fyrsta degi gossins að fara til Íslands á kostnað skólans. Tveimur dögum síðar, 25 janúar, var Ingvar kominn til Eyja, með átta millímetra kvikmyndatökuvél og ljósmyndavél. Ingvar deildi myndunum með áhorfendum Stöðvar 2 í kvöld.Stöð 2/Einar Árnason. „Mér fannst þetta náttúrlega feikilega spennandi að geta skoðað þetta svona vel. Það var flogið þarna yfir gott útsýnisflug áður en það var lent,“ rifjar Ingvar upp. Ingvar tók alls sextán mínútur af litfilmu, meðal annars af fyrstu húsunum fara undir hraun, en einnig fjölda ljósmynda sem sömuleiðis eru merkar heimildir um þessa fyrstu daga eldgossins. Náttúruhamfarirnar umturnuðu lífi fimm þúsund Eyjamanna. Margir sneru aldrei aftur, meðal annars fjölskyldur sem settust að í Grindavík. Þar hafa Eyjamennirnir sem flúðu Heimaeyjargosið búið við sömu ógn undanfarnar vikur vegna mögulegrar kvikusöfnunar við fjallið Þorbjörn. Herborg Jónsdóttir og dóttir hennar, Margrét Kristjánsdóttir, sem var þriggja ára þegar eldgosið braust út.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. „Ég hef svona ónotatilfinningu. Er að vakna upp á nóttinni og einhvern veginn lít út um gluggann eins og ég búist við að sjá bara bjarma,“ segir Herborg Jónsdóttir, sem þurfti sem ung, einstæð móðir að yfirgefa Heimaey ásamt þriggja ára dóttur sinni gosnóttina 23. janúar 1973. Myndir Ingvars lágu uppi í hillu í 40 ár ár þar til í kvöld að þær voru sýndar í þættinum Um land allt á Stöð 2. Hér má sjá upphafskafla þáttarins:
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Vestmannaeyjar Heimaeyjargosið 1973 Tengdar fréttir Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Sjá meira
Áður óbirtar myndir frá eldgosinu á Heimaey sýndar á Stöð 2 í kvöld Sextán mínútna löng kvikmynd ásamt fjölda ljósmynda, sem Ingvar Friðleifsson jarðfræðingur tók á fyrstu dögum eldgossins á Heimaey árið 1973, verða sýndar í fyrsta sinn opinberlega á Stöð 2 í kvöld. 9. mars 2020 16:00