Skyndiflóð úr Langjökli leiddi til laxadauða Sylvía Hall skrifar 20. ágúst 2020 12:48 Dauðir laxar finnast á engjum eftir flóðið. Arnar Bergþórsson/Kristrún Snorradóttir Mikil hlýindi eru talin hafa valdið því að rof varð á jökulgarði við lón við norðvestanverðan Langjökul á mánudagskvöld. Jökulhlaupið rann í Svartá, sem er alla jafna vatnslítil á þessum árstíma, og yfir í Hvítá með þeim afleiðingum að áin barst upp á bakkana. Þetta segir Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir slíkt flóð vera óvenjulegt en hættan á slíku sé alltaf til staðar. Skessuhorn greindi frá því að töluverður laxadauði hafi orðið eftir vatnsflóðið og segir Tómas það eiga sér eðlilegar skýringar. „Flóðbylgjan hefur verið það stór að áin hefur borist upp á bakkana, svo hafa fiskarnir dagað uppi á sléttlendi í kringum ána þegar vatnið sjatnaði.“ Á vef Veðurstofunnar segir að ummerki á svæðinu bendi til þess að vatnsborðið hafi náð upp undir brúarbitana við brúna yfir Hvítá og að farvegur árinnar niður við Húsafellskóg hafi verið barmafullur að sögn sjónvarvotta. Ummerki flóðsins sjáist allt niður að Borgarfjarðarbrú. Óyfirfarnar mælingar sem sýna vatnshæð við Kljáfoss í Hvítá.Veðurstofa Íslands Skoða aðstæður með þyrlu Í dag mun sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands fljúga með þyrlu Landhelgisgæslunnar og skoða aðstæður við lónið. Þá verður sannreynt hvort hlaupið hafi komið úr þessu lóni, en eins og er þykir það vera líklegasta skýringin. „Jarðvísindagögn sem félagar okkar hjá Jarðvísindastofnun Háskólans hafa skoðað benda eindregið til þess að hlaupið hafi komið úr þessu lóni,“ segir Tómas. Hann segir hlýindi síðustu daga valda því að það bráðnar meira af jöklinum en ella með þeim afleiðingum að vatnsrennsli eykst. Þá aukast líkurnar á því að rof verði á jökulgörðum, en að sögn Tómasar eru fleiri lón að myndast vegna breytinga í veðurfari. „Þetta lón hefur myndast vegna hörfunar jökulsins sem er afleiðing af þessum almennu hlýindum yfir margra ára tímabil. Það eru að myndast lón við jökla landsins víða.“ Borgarbyggð Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira
Mikil hlýindi eru talin hafa valdið því að rof varð á jökulgarði við lón við norðvestanverðan Langjökul á mánudagskvöld. Jökulhlaupið rann í Svartá, sem er alla jafna vatnslítil á þessum árstíma, og yfir í Hvítá með þeim afleiðingum að áin barst upp á bakkana. Þetta segir Tómas Jóhannesson jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofu Íslands í samtali við fréttastofu. Hann segir slíkt flóð vera óvenjulegt en hættan á slíku sé alltaf til staðar. Skessuhorn greindi frá því að töluverður laxadauði hafi orðið eftir vatnsflóðið og segir Tómas það eiga sér eðlilegar skýringar. „Flóðbylgjan hefur verið það stór að áin hefur borist upp á bakkana, svo hafa fiskarnir dagað uppi á sléttlendi í kringum ána þegar vatnið sjatnaði.“ Á vef Veðurstofunnar segir að ummerki á svæðinu bendi til þess að vatnsborðið hafi náð upp undir brúarbitana við brúna yfir Hvítá og að farvegur árinnar niður við Húsafellskóg hafi verið barmafullur að sögn sjónvarvotta. Ummerki flóðsins sjáist allt niður að Borgarfjarðarbrú. Óyfirfarnar mælingar sem sýna vatnshæð við Kljáfoss í Hvítá.Veðurstofa Íslands Skoða aðstæður með þyrlu Í dag mun sérfræðingur frá Veðurstofu Íslands fljúga með þyrlu Landhelgisgæslunnar og skoða aðstæður við lónið. Þá verður sannreynt hvort hlaupið hafi komið úr þessu lóni, en eins og er þykir það vera líklegasta skýringin. „Jarðvísindagögn sem félagar okkar hjá Jarðvísindastofnun Háskólans hafa skoðað benda eindregið til þess að hlaupið hafi komið úr þessu lóni,“ segir Tómas. Hann segir hlýindi síðustu daga valda því að það bráðnar meira af jöklinum en ella með þeim afleiðingum að vatnsrennsli eykst. Þá aukast líkurnar á því að rof verði á jökulgörðum, en að sögn Tómasar eru fleiri lón að myndast vegna breytinga í veðurfari. „Þetta lón hefur myndast vegna hörfunar jökulsins sem er afleiðing af þessum almennu hlýindum yfir margra ára tímabil. Það eru að myndast lón við jökla landsins víða.“
Borgarbyggð Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Innlent Fleiri fréttir Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Óvissustig vegna skjálfta í Bárðarbungu Öflug hrina í Bárðarbungu og Íslandsbankasala í augsýn Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Ekki sést síðan í aðdraganda gossins í Holuhrauni 2014 Ár liðið frá því hraun rann inn í Grindavík Segir nýjan orkuráðherra ætla að hægja á ferðinni Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Ragnheiður Torfadóttir er látin Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Fjölgun ferðamanna hefur áhrif á útköll Landhelgisgæslunnar Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Viðvarandi verkefni að finna jafnvægi milli íhalds og frjálslyndis Hafa hirt tugi hræja í höfuðborginni og fleiri kettir sendir í sýnatöku Alþingi kemur að öllum líkindum saman eftir hálfan mánuð Sakborningur í Sólheimajökulsmáli ákærður fyrir tilraun til manndráps Týnd atkvæði séu ekki einsdæmi Hræin sem hrannast upp, eldar magnast og bassaleit Heimilisköttum haldið inni og hundaeigendur á varðbergi Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Sjá meira