Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Sindri Sverrisson skrifar 20. ágúst 2020 13:00 Breiðablik er á leið í erfiðan leik við Rosenborg næsta fimmtudag. Fyrst mætir liðið Gróttu í Pepsi Max-deildinni á morgun. VÍSIR/BÁRA Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. Einhver óvissa ríkti um leikinn, sem er í undankeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta, eftir að Ísland var sett á „rauðan lista“ í Noregi. Blikar fá hins vegar undanþágu frá sóttkví í landinu, enda verða þeir lokaðir af allan sinn tíma þar utan einnar æfingar og leiksins, sem fram fer fyrir luktum dyrum. Það hentaði Blikum ekki að verða við ósk forráðamanna Rosenborg og reglur UEFA kveða ekki á um að lið þurfi að mæta á leikstað fyrr en degi fyrir leik. „Þeir könnuðu þennan möguleika vegna þess að það tekur einhvern ákveðinn tíma að klára sýnatöku við komuna til Noregs. En það er búið að leysa það þannig að við komum bara út daginn fyrir leik,“ sagði Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bíða þess að vita hvað gerist við heimkomu Upphaflega gerðu Blikar reyndar ráð fyrir að fara út 25. ágúst, til að geta æft ytra þar sem það mátti ekki hér á landi, en hætt var við það og ákveðið að ferðast snemma degi fyrir leik. Enn er óljóst hvað tekur við þegar Blikar koma heim til Íslands en vinna er í gangi við að fá úr því skorið hvort fótboltalið geti farið í svokallaða vinnusóttkví við komu til Íslands, og þannig haldið áfram æfingum, eða verið undanþegin sóttkví. „Við fylgjumst bara með og vonum að KSÍ sé að vinna að því fyrir félögin að af þessu verði. Annars gæti það haft ansi mikil áhrif á Íslandsmótið. Auðvitað myndi maður helst vilja sleppa við sóttkví, vegna þess að við erum í raun í sóttkví úti í Noregi, og hittum bara menn sem hafa verið testaðir í bak og fyrir. En við tökum bara því sem að höndum ber,“ segir Sigurður. Pepsi Max-deild karla Breiðablik Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. 18. ágúst 2020 14:31 Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví. 12. ágúst 2020 12:38 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. Einhver óvissa ríkti um leikinn, sem er í undankeppni Evrópudeildar UEFA í fótbolta, eftir að Ísland var sett á „rauðan lista“ í Noregi. Blikar fá hins vegar undanþágu frá sóttkví í landinu, enda verða þeir lokaðir af allan sinn tíma þar utan einnar æfingar og leiksins, sem fram fer fyrir luktum dyrum. Það hentaði Blikum ekki að verða við ósk forráðamanna Rosenborg og reglur UEFA kveða ekki á um að lið þurfi að mæta á leikstað fyrr en degi fyrir leik. „Þeir könnuðu þennan möguleika vegna þess að það tekur einhvern ákveðinn tíma að klára sýnatöku við komuna til Noregs. En það er búið að leysa það þannig að við komum bara út daginn fyrir leik,“ sagði Sigurður Hlíðar Rúnarsson, deildarstjóri knattspyrnudeildar Breiðabliks. Bíða þess að vita hvað gerist við heimkomu Upphaflega gerðu Blikar reyndar ráð fyrir að fara út 25. ágúst, til að geta æft ytra þar sem það mátti ekki hér á landi, en hætt var við það og ákveðið að ferðast snemma degi fyrir leik. Enn er óljóst hvað tekur við þegar Blikar koma heim til Íslands en vinna er í gangi við að fá úr því skorið hvort fótboltalið geti farið í svokallaða vinnusóttkví við komu til Íslands, og þannig haldið áfram æfingum, eða verið undanþegin sóttkví. „Við fylgjumst bara með og vonum að KSÍ sé að vinna að því fyrir félögin að af þessu verði. Annars gæti það haft ansi mikil áhrif á Íslandsmótið. Auðvitað myndi maður helst vilja sleppa við sóttkví, vegna þess að við erum í raun í sóttkví úti í Noregi, og hittum bara menn sem hafa verið testaðir í bak og fyrir. En við tökum bara því sem að höndum ber,“ segir Sigurður.
Pepsi Max-deild karla Breiðablik Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Noregur Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. 18. ágúst 2020 14:31 Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví. 12. ágúst 2020 12:38 Mest lesið Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Íslenski boltinn Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs Íslenski boltinn „Nei, þetta var örugglega ég að spýta á þig“ Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Enski boltinn Litla systir keppir nú líka fyrir landsliðið Sport Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Enski boltinn Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Fótbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport Fótbolti Fleiri fréttir Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ KSÍ opið fyrir sjálfkrafa bönnum en reglubreyting ekki í vinnslu Valsmenn bara mannlegir? „Ég ætla ekki í eina einustu tæklingu hérna“ Tvö mörk með fyrstu tveimur snertingunum Stúkan birti samskipti dómara: „Ég þarf að taka stórar ákvarðanir“ Sjáðu Galdurinn á bak við það að KR komst úr fallsæti Uppgjörið: Fram - KR 0-1 | Galdur galdraði fram sigur Fyrirliði Fylkis sleit krossband í sigrinum langþráða Fram spilar og selur treyjur til styrktar minningarsjóðs Bryndísar Klöru Sjáðu veisluna í Kópavogi, magnaðan klobba og perluna í Eyjum „Búið að vanrækja ákveðið innra starf í Garðabænum“ Sjóðheitur Sigurður Bjartur með sjö mörk í síðustu fimm leikjum Fyrsti sigurinn á gervigrasi í 357 daga „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Sjá meira
Blikar ekki í sóttkví í Noregi - Nýr þjálfari tekur við Rosenborg eftir leik Norska knattspyrnufélagið Rosenborg kynnti í dag hinn reynslumikla Åge Hareide sem nýjan þjálfara liðsins. Hann mun þó ekki stýra liðinu gegn Breiðabliki. 18. ágúst 2020 14:31
Ísland komið á „rauðan lista“ Norðmanna Ísland er nú komið á „rauðan lista“ norskra yfirvalda en þar er að finna ríki þar sem kórónuveirusmit eru útbreiddari og ferðamenn sem þaðan koma þurfa að sæta strangari reglum en aðrir, eða tíu daga sóttkví. 12. ágúst 2020 12:38