Helltu sér yfir Trump og hvöttu fólk til að kjósa Samúel Karl Ólason skrifar 20. ágúst 2020 07:58 Barack Obama, Kamala Harris, Hillary Clinton og Elizabeth Warren. Vísir/AP Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum. Obama gekk hvað harðast fram gegn Trump og varaði við því að lýðræðið í Bandaríkjunum ætti undir högg að sækja og endurkjör Trump myndi koma verulega niður á því. Fólk þyrfti að kjósa því lýðræðið væri í húfi. Obama var harðorður í garð Trump og sagði hann ekki hafa áhuga á að sinna starfi forseta almennilega. Hann hafi engan áhuga á því að vinna þá vinnu sem nauðsynleg er. Þá hafi Trump sýnt að hann hafi engan áhuga á að beita völdum sínum í þágu annarra en sjálfs síns og vina sinna. „Hann hefur engan áhuga á að koma fram við forsetaembættið öðruvísi en enn einn raunveruleikaþáttinn sem hann getur notað til að fá þá athygli sem hann þráir,“ sagði Obama meðal annars. Hann sagði Trump ekki valda starfinu og að afleiðingar þessu væru alvarlegar. Hluta ræðu hans má sjá hér. Alla ræðuna má finna hér. Kamala Harris tók í nótt formlega við útnefningu sinni sem varaforsetaefni Joes Biden í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hún hélt á þingi Demókrataflokksins sagði hún Bandaríkin standa á krossgötum. Óreiðan í þjóðfélaginu, kaldlyndi og vanhæfni núverandi forseta geri það að verkum að fólk sé orðið hrætt. Hún sagði Trump einnig nýta sér harmleiki og vopnvæða þá í pólitískum tilgangi. Harris fjallaði einnig í ræðu sinni um faraldur Covid-19 og hvernig hann kæmi harðar niður á samfélögum þeldökkra í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því ræddi hún um kerfisbundinn rasisma í Bandaríkjunum og sagði nauðsynlegt að berjast gegn honum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, flutti einnig ræðu. Þar sagði hún að morguninn eftir kosningarnar hefði hún sagt að Demókratar ættu að gefa Trump séns. Allir forsetar ættu rétt á því. Trump hefði tekið við embættinu á sterkum grunni góðs efnahags og annarra þátta. Hann hefði þó klúðrað því. Clinton sakaði Trump einnig um sjálfselsku og að setja sjálfan sig framar Bandaríkjunum. „Ég óskaði þess að Donald Trump kynni að vera forseti, því Bandaríkin þurfa á forseta að halda,“ sagði Clinton. Hún sagði einnig að margir hefðu sagt við hana á undanförnum árum að þau hefðu ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegur Trump væri. „Þú hefðir átt að kjósa,“ sagði Clinton. Hún hvatti fólk til að kjósa og gera það snemma. Allir þyrftu að kjósa því ef Trump yrði endurkjörinn myndi ástandið í Bandaríkjunum versna til muna. „Munið þið árið 2016 þegar Trump spurði: Hverju hafið þið að tapa? Nú vitum við það. Heilbrigðisþjónustu okkar, störfum okkar, fjölskyldumeðlimum okkar, leiðtogastöðu okkar í heiminum og jafnvel Póstinum okkar.“ Hér að neðan má sjá fleiri ræður sem voru fluttar í nótt. Þar á meðal Gabby Giffords, þingkonu sem lifði af skotárás, Elizabeth Warren, forsetaframbjóðanda, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Demókratar helltu sér yfir Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á landsfundi flokksins í nótt. Fundurinn fer að mestu fram á netinu og í nótt fluttu Kamala Harris, Barack Obama, Hillary Clinton og aðrir ræður þar sem þau gagnrýndu forsetann harðlega og hvöttu íbúa Bandaríkjanna til að kjósa gegn honum. Obama gekk hvað harðast fram gegn Trump og varaði við því að lýðræðið í Bandaríkjunum ætti undir högg að sækja og endurkjör Trump myndi koma verulega niður á því. Fólk þyrfti að kjósa því lýðræðið væri í húfi. Obama var harðorður í garð Trump og sagði hann ekki hafa áhuga á að sinna starfi forseta almennilega. Hann hafi engan áhuga á því að vinna þá vinnu sem nauðsynleg er. Þá hafi Trump sýnt að hann hafi engan áhuga á að beita völdum sínum í þágu annarra en sjálfs síns og vina sinna. „Hann hefur engan áhuga á að koma fram við forsetaembættið öðruvísi en enn einn raunveruleikaþáttinn sem hann getur notað til að fá þá athygli sem hann þráir,“ sagði Obama meðal annars. Hann sagði Trump ekki valda starfinu og að afleiðingar þessu væru alvarlegar. Hluta ræðu hans má sjá hér. Alla ræðuna má finna hér. Kamala Harris tók í nótt formlega við útnefningu sinni sem varaforsetaefni Joes Biden í komandi forsetakosningum í Bandaríkjunum. Í ræðu sem hún hélt á þingi Demókrataflokksins sagði hún Bandaríkin standa á krossgötum. Óreiðan í þjóðfélaginu, kaldlyndi og vanhæfni núverandi forseta geri það að verkum að fólk sé orðið hrætt. Hún sagði Trump einnig nýta sér harmleiki og vopnvæða þá í pólitískum tilgangi. Harris fjallaði einnig í ræðu sinni um faraldur Covid-19 og hvernig hann kæmi harðar niður á samfélögum þeldökkra í Bandaríkjunum. Í framhaldi af því ræddi hún um kerfisbundinn rasisma í Bandaríkjunum og sagði nauðsynlegt að berjast gegn honum. Hillary Clinton, mótframbjóðandi Trump árið 2016, flutti einnig ræðu. Þar sagði hún að morguninn eftir kosningarnar hefði hún sagt að Demókratar ættu að gefa Trump séns. Allir forsetar ættu rétt á því. Trump hefði tekið við embættinu á sterkum grunni góðs efnahags og annarra þátta. Hann hefði þó klúðrað því. Clinton sakaði Trump einnig um sjálfselsku og að setja sjálfan sig framar Bandaríkjunum. „Ég óskaði þess að Donald Trump kynni að vera forseti, því Bandaríkin þurfa á forseta að halda,“ sagði Clinton. Hún sagði einnig að margir hefðu sagt við hana á undanförnum árum að þau hefðu ekki gert sér grein fyrir því hve hættulegur Trump væri. „Þú hefðir átt að kjósa,“ sagði Clinton. Hún hvatti fólk til að kjósa og gera það snemma. Allir þyrftu að kjósa því ef Trump yrði endurkjörinn myndi ástandið í Bandaríkjunum versna til muna. „Munið þið árið 2016 þegar Trump spurði: Hverju hafið þið að tapa? Nú vitum við það. Heilbrigðisþjónustu okkar, störfum okkar, fjölskyldumeðlimum okkar, leiðtogastöðu okkar í heiminum og jafnvel Póstinum okkar.“ Hér að neðan má sjá fleiri ræður sem voru fluttar í nótt. Þar á meðal Gabby Giffords, þingkonu sem lifði af skotárás, Elizabeth Warren, forsetaframbjóðanda, og Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira