Uppfært 8:50
Alexei Navalny, rússneskur stjórnarandstöðuleiðtogi, er meðvitundarlaus á gjörgæslu eftir að eitrað var fyrir honum, samkvæmt talskonu hans. Talsmaður sjúkrahússins segir Navalny í dái og í alvarlegu ástandi. Hann var um borð í flugvél á leið frá Síberíu til Moskvu og þurfti að lenda flugvélinni áður en komið var til Moskvu vegna ástands Navalny.
Kira Yarmysh, talskona Navalny, segir að líklega hafi eitur verið sett í te hans á flugvellinum í Síberíu. Hann hafi ekki drukkið neitt annað.
Navalny hefur lengi barist gegn spillingu í Rússlandi og gagnrýnt Vladimir Pútín, forseta Rússlands. Max Seddon, blaðamaður Financial Times í Moskvu, segir að vegna þessa hafi Navalny verið settur í fangelsi þrisvar sinnum og ítrekað hafi verið ráðist á hann persónulega.
Þar að auki hafi bróðir hans verið dæmdur í þriggja ára fangelsi.
The pressure Navalny has faced for challenging Putin is remarkable. He's been jailed 13 times, his brother was imprisoned for 3 years, and he's been physically attacked several times. A Prigozhin troll harassed us throughout our interview last year.https://t.co/mGKYnrwptJ
— max seddon (@maxseddon) August 20, 2020
Árið 2017 skaddaðist hann á auga þegar árásarmenn helltu grænu litarefni, sem notað er sem sótthreinsir, framan í hann.
Í fyrra fékk hann útbrot og bólgur í andlit er hann var í haldi lögreglu fyrir að hafa skipulagt ólögleg mótmæli. Þá var talið að eitrað hefði verið fyrir honum, samkvæmt frétt Moscow Times.
Navalny hefur reynt að bjóða sig fram til forseta gegn Pútín en hingað til hefur honum verið meinað að gera það. Hann hefur verið fangelsaður og framboð hans dæmt ólöglegt.
Í frétt MT segir einnig að heimildarmenn TASS fréttaveitunnar, sem er í eigu rússneska ríkisins, segi lögregluna ekki telja að eitrað hafi verið fyrir Navalny viljandi.
Yarmish gagnrýnir það harðlega að lögreglan telji Navalny hafa borðað eða drukkið eitthvað slæmt.
Судя по кремлевским помойкам, им потребовалось 5 часов, чтобы выработать общую прорывную версию: Навальный что-то выпил или съел сам. Это, разумеется, полная чушь.
— Кира Ярмыш (@Kira_Yarmysh) August 20, 2020
Состояние Алексея пока без изменений. В сознание не приходил, диагноз не сообщают