Hatrið eina, svar til Arnars Sverrissonar Tanja Vigdisdottir skrifar 19. ágúst 2020 21:57 Heill og sæll Arnar. Ég sé í fjölmiðlum að þú geysist fram á ritvöllinn enn og aftur og ert í miklum ham núna. Ég verð að segja að eftir að hafa lesið það sem þú hefur sett niður í letur núna þá get ég ekki fyrirgefið þér látalætin, blammeringarnar og hatrið sem þú ert að ausa yfir fólk. Nú held ég að verulega sé komið nóg hjá þér. Í samfélögum er gjarnan sagt að gæta hófs og núna ertu kominn svo langt yfir strikið að það hálfa er nóg. Ég ætla að byrja á að leiðrétta fleiri hugtakavillur hjá þér. Þú talar um kynskipti í gríð og erg en ég ætla að benda þér á að trans fólk skiptir ekki um kyn. Kona sem fæðist í vitlausum líkama er kona en það sem hún gerir er að láta leiðrétta líkama sinn svo langt sem það nær. Við transfólkið leiðréttum líkama okkar, við skiptum ekki um kyn eða líkama. Ég veit að í Danmörku enn í dag í ríkisfjölmiðlum er notað orðið kynskipti vegna þess að danir eru sérlega afturhaldssamir þegar kemur að trans fólki en almennt er talað um að leiðrétta kyn sitt, ekki skipta um kyn. Þú talar um sex reassignment surgery í fyrri grein þinni. Ég ætla að benda þér á að þetta er fornt hugtak og er ekki notað lengur. Hugtakið á uppruna sinn í vísindum sem búið er að hafna í dag. Í dag tölum við um gender confirmation surgery og þar held ég að hundurinn liggi grafinn hjá þér. Þú ert að burðast með kenningar og vísindi sem fyrir löngu er búið að hafna sem tákn þess tíma þegar heilbrigðisvísindi horfðu niður á trans fólk og reyndu eftir mesta megni með vísindalegum kenningum að hafna því að trans fólk væri til. Að leiðrétta líkama sinn eftir að hormónar hafa þegar valdið skemmdum sem eru óafturkræfar, þ.e.a.s. eftir kynþroska, er nógu erfitt fyrir og fjandskapur heilbrigðiskerfa gagnvart trans fólki hjálpar ekki til. Að geta leiðrétt líkama sinn áður er gjöf sem margt trans fólk óskar eftir. Ég vona að þú sért ekki að óska fólki böls sem setur það gjarnan í gröfina. Ég hvet þig til að lesa þér til um nýjustu rannsóknir og kenningar ásamt því að kynna þér ICD 11 sem er verðandi staðall og tekur við af ICD 10. Og nei, Abigail er ekki virtur blaðamaður. Henni er í besta falli lýst sem freelance journalist, blaðamaður í lausamennsku og hún fer mikinn í að fara á móti trans fólki. Í annarri grein þinni titlarðu þig sem sérfræðing í klínískri sálfræði og sálkönnun sem gott og vel ætti að gefa þér einhvers konar vald á orðræðunni en þú vitnar í manneskju sem er þegar þekkt innan öfgahópa máli þínu til stuðnings. Hvernig getur þú sem sérfræðingur í klínískri sálfræði og sálkönnun gert það að vitna í manneskju, sem hefur einhvers konar menntun í lögfræði, um málefni trans fólks? Hvað segir það um þig sem sérfræðing? Ég held Óttar og trans teymið á Landspítalanum sé mun betur upplýst um málefni trans fólks en þú. Þau vinna með okkar málefni í dag. Þú ræðst einnig að SÍ og satt að segja þá er erfitt að skilja hvernig þér er það hæft. Þú ert í mörgum greinum sem titlaður sálfræðingur búinn að fara mikinn og hefur upp málstað sem er þekkt kennileiti öfga hægri og íhaldsmanna í USA gegn konum og núna trans fólki. Ég ætla að minna þig á að með lögvernduðum starfstitli fylgir ábyrgð og þér virðist vera um mest að nota titilinn til að verja persónlegt hatur þitt á konum og núna trans fólki. Hvernig dettur þér það til hugar að fólk í þinni stétt samsinni þér? Félagið heitir Trans Ísland og það er raunverulegt félag með raunverulegt fólk á bak við sig. Sjáðu til Arnar, með blammeringum þínum á félagið og Uglu, sem er ötul og bráðgreind talsmanneskja trans fólks á Íslandi, ertu í raun og veru að segja allt sem segja þarf. Ég ætla að minna þig á orð þín, Rúsínan í pylsuendanum... og svo framvegis. Þessi orð þín segja sannleikann á bakvið þig sem í orðana hljóðan er sem botnlaus fyrirlitning á trans fólki. Þú þarft ekki að fela þig á bakvið uppgerðar áhyggjur, á ensku, concernism, í anda JK Rowling, höfund Harry Potter bókana og hennar líka sem eru þekkt að vera á mót trans fólki. Trans fólk er til, hefur alltaf verið til og öfugt miðað við þín fræði í forneskju erum við ekki geðveik. Við þurfum hins vegar að þola cisgender heterosexual hvítt fólk eins og þig alla daga, fólk sem úthúðar okkur í nafni vísinda og réttlætir í nafni heilbrigðis að við eigum ekki að vera til. Ég skal alveg viðurkenna Arnar að ég eins og aðrir íslendingar erum löng í annari erminni þegar kemur að þolinmæði en núna, akkúrat núna Arnar ertu að segja að ég sé bara geðveik og ég hafi aldrei verið til og eigi ekki að vera til bara afþví að ég er trans. Nú er mér nóg boðið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Tengdar fréttir Enn um kynröskun. Andsvar við yfirlýsingum Þann 11. ágúst sl. birti Vísir örstutta hungurvöku mína um kynvanda eða kynama (gender dysphoria) barna og ungmenna, stúlkna sérstaklega. 18. ágúst 2020 06:00 Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29 Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00 Mest lesið Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Skoðun Barnvæn borg byggist á traustu leikskólakerfi Stefán Pettersson skrifar Skoðun Kirkjur og kynfræðsla Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ójöfnuður í fjármögnun nýsköpunarverkefna Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Heill og sæll Arnar. Ég sé í fjölmiðlum að þú geysist fram á ritvöllinn enn og aftur og ert í miklum ham núna. Ég verð að segja að eftir að hafa lesið það sem þú hefur sett niður í letur núna þá get ég ekki fyrirgefið þér látalætin, blammeringarnar og hatrið sem þú ert að ausa yfir fólk. Nú held ég að verulega sé komið nóg hjá þér. Í samfélögum er gjarnan sagt að gæta hófs og núna ertu kominn svo langt yfir strikið að það hálfa er nóg. Ég ætla að byrja á að leiðrétta fleiri hugtakavillur hjá þér. Þú talar um kynskipti í gríð og erg en ég ætla að benda þér á að trans fólk skiptir ekki um kyn. Kona sem fæðist í vitlausum líkama er kona en það sem hún gerir er að láta leiðrétta líkama sinn svo langt sem það nær. Við transfólkið leiðréttum líkama okkar, við skiptum ekki um kyn eða líkama. Ég veit að í Danmörku enn í dag í ríkisfjölmiðlum er notað orðið kynskipti vegna þess að danir eru sérlega afturhaldssamir þegar kemur að trans fólki en almennt er talað um að leiðrétta kyn sitt, ekki skipta um kyn. Þú talar um sex reassignment surgery í fyrri grein þinni. Ég ætla að benda þér á að þetta er fornt hugtak og er ekki notað lengur. Hugtakið á uppruna sinn í vísindum sem búið er að hafna í dag. Í dag tölum við um gender confirmation surgery og þar held ég að hundurinn liggi grafinn hjá þér. Þú ert að burðast með kenningar og vísindi sem fyrir löngu er búið að hafna sem tákn þess tíma þegar heilbrigðisvísindi horfðu niður á trans fólk og reyndu eftir mesta megni með vísindalegum kenningum að hafna því að trans fólk væri til. Að leiðrétta líkama sinn eftir að hormónar hafa þegar valdið skemmdum sem eru óafturkræfar, þ.e.a.s. eftir kynþroska, er nógu erfitt fyrir og fjandskapur heilbrigðiskerfa gagnvart trans fólki hjálpar ekki til. Að geta leiðrétt líkama sinn áður er gjöf sem margt trans fólk óskar eftir. Ég vona að þú sért ekki að óska fólki böls sem setur það gjarnan í gröfina. Ég hvet þig til að lesa þér til um nýjustu rannsóknir og kenningar ásamt því að kynna þér ICD 11 sem er verðandi staðall og tekur við af ICD 10. Og nei, Abigail er ekki virtur blaðamaður. Henni er í besta falli lýst sem freelance journalist, blaðamaður í lausamennsku og hún fer mikinn í að fara á móti trans fólki. Í annarri grein þinni titlarðu þig sem sérfræðing í klínískri sálfræði og sálkönnun sem gott og vel ætti að gefa þér einhvers konar vald á orðræðunni en þú vitnar í manneskju sem er þegar þekkt innan öfgahópa máli þínu til stuðnings. Hvernig getur þú sem sérfræðingur í klínískri sálfræði og sálkönnun gert það að vitna í manneskju, sem hefur einhvers konar menntun í lögfræði, um málefni trans fólks? Hvað segir það um þig sem sérfræðing? Ég held Óttar og trans teymið á Landspítalanum sé mun betur upplýst um málefni trans fólks en þú. Þau vinna með okkar málefni í dag. Þú ræðst einnig að SÍ og satt að segja þá er erfitt að skilja hvernig þér er það hæft. Þú ert í mörgum greinum sem titlaður sálfræðingur búinn að fara mikinn og hefur upp málstað sem er þekkt kennileiti öfga hægri og íhaldsmanna í USA gegn konum og núna trans fólki. Ég ætla að minna þig á að með lögvernduðum starfstitli fylgir ábyrgð og þér virðist vera um mest að nota titilinn til að verja persónlegt hatur þitt á konum og núna trans fólki. Hvernig dettur þér það til hugar að fólk í þinni stétt samsinni þér? Félagið heitir Trans Ísland og það er raunverulegt félag með raunverulegt fólk á bak við sig. Sjáðu til Arnar, með blammeringum þínum á félagið og Uglu, sem er ötul og bráðgreind talsmanneskja trans fólks á Íslandi, ertu í raun og veru að segja allt sem segja þarf. Ég ætla að minna þig á orð þín, Rúsínan í pylsuendanum... og svo framvegis. Þessi orð þín segja sannleikann á bakvið þig sem í orðana hljóðan er sem botnlaus fyrirlitning á trans fólki. Þú þarft ekki að fela þig á bakvið uppgerðar áhyggjur, á ensku, concernism, í anda JK Rowling, höfund Harry Potter bókana og hennar líka sem eru þekkt að vera á mót trans fólki. Trans fólk er til, hefur alltaf verið til og öfugt miðað við þín fræði í forneskju erum við ekki geðveik. Við þurfum hins vegar að þola cisgender heterosexual hvítt fólk eins og þig alla daga, fólk sem úthúðar okkur í nafni vísinda og réttlætir í nafni heilbrigðis að við eigum ekki að vera til. Ég skal alveg viðurkenna Arnar að ég eins og aðrir íslendingar erum löng í annari erminni þegar kemur að þolinmæði en núna, akkúrat núna Arnar ertu að segja að ég sé bara geðveik og ég hafi aldrei verið til og eigi ekki að vera til bara afþví að ég er trans. Nú er mér nóg boðið.
Enn um kynröskun. Andsvar við yfirlýsingum Þann 11. ágúst sl. birti Vísir örstutta hungurvöku mína um kynvanda eða kynama (gender dysphoria) barna og ungmenna, stúlkna sérstaklega. 18. ágúst 2020 06:00
Hatur gamals manns á samtímanum, svar til Arnars Sverrissonar Sæll og blessaður Addi. Ég sé að aftur þeysist þú fram á ritvöllinn og skrifar að miklum móð um hugðarefni þín sem að þessu sinni er hinsegin fólk í grein þinni 11. ágúst síðastliðinn. 16. ágúst 2020 20:29
Kynröskun stúlkna. Hin nýja „móðursýki“ Kyn er fjórþætt; eðliskyn eða kynferði (biological sex, gender, sexuality), sem ákvarðast af gerð kynfæra, sem oftast eru annað tveggja karlkyns eða kvenkyns. 11. ágúst 2020 14:00
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun