Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Sylvía Hall skrifar 19. ágúst 2020 13:45 Norræna við hafnarbakkann á Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. Stuttur fyrirvari gerði starfsfólki Norrænu erfitt fyrir að koma skilaboðunum áleiðis til farþega sem áttu bókaða ferð til Íslands. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi segir samtal milli fyrirtækisins og stjórnvalda vera mjög gott en í þetta skipti hafi fyrirvarinn einfaldlega verið of stuttur fyrir alla. Hertar aðgerðir voru kynntar á föstudag og útfærsla á breyttum reglum hafi ekki legið almennilega fyrir fyrr en á mánudag. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line „Fólk er farið af stað sem er að fara í Norrænu. Það var alveg ótrúlega lítill fyrirvari á því að geta látið þau vita að reglurnar væru breyttar,“ segir Linda í samtali við Vísi. Hún segir starfsfólk hafa sent út SMS og tölvupósta og síðan dreift útprentuðum blöðum til farþega þegar þeir komu til Hirsthals í Danmörku með helstu upplýsingum varðandi tvöfalda skimun og sóttkví. Þar hafi farþegum verið gert ljóst að þeir gætu ekki verið í sóttkví á tjaldstæðum. „Það urðu töluvert af afbókunum í gær við skipið. Þetta er allt öðruvísi viðskiptahópur sem er að koma með skipi heldur en flugi. Þetta er fólk sem er búið að undirbúa ferðina í lengri tíma og leggja af stað með meiri fyrirvara heldur en fólk sem er að fara í flug.“ Ákjósanlegra ef farþegar gætu verið í sóttkví á tjaldstæðum Linda bendir á að sá hópur sem ferðast með Norrænu er oft í eldri kantinum og því sé ekki hægt að treysta á að upplýsingar skili sér samstundis með tölvupósti, enda ekki allir sem skoði hann reglulega. Líkt og áður sagði hafi margir lagt af stað með miklum fyrirvara og breyttar reglur setji plön margra í uppnám. Eftir að hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í dag þurfa allir farþegar að fara í tvær sýnatökur og dvelja 4-5 daga í sóttkví. Ákveðnar kröfur eru gerðar til þeirra staða sem fólk dvelur á í sóttkví og má til að mynda hvorki stoppa í vegasjoppum né nota sameiginlega salernisaðstöðu. Þannig er ekki heimilt að dvelja á tjaldstæðum. Linda segir það hafa verið ákjósanlegra fyrir marga farþega að geta verið á tjaldstæðum, enda margir farþegar Norrænu sem ferðast með húsbíla og fellihýsi. „Það hefði hentað okkar viðskiptamönnum mjög vel ef það væri hægt að taka sóttkvína á tjaldstæði.“ Í næstu viku mun Norræna byrja að sigla eftir vetraráætlun og mun skipið stoppa lengur í hvert skipti. Linda segir þann farþegahóp vera mikilvægan fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi og samtal sé hafið við sóttvarnayfirvöld hvort hægt sé að finna útfærslu á því. „Þá gistir það um borð og fer í ferðir þar sem það heimsækir ferðamannastaði á Austurlandi og er þá að borða og skoða útsýnisstaðina, en samkvæmt þessu má fólk ekkert fara úr rútunni.“ Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Ætluðu að hafa sex hótel opin í vetur en þurfa að endurmeta Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela segir fátt annað í stöðunni en að samþykkja þau ferðatakmörk sem yfirvöld hafa kynnt að sett verði á ferðir hingað til lands. 17. ágúst 2020 09:17 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. Stuttur fyrirvari gerði starfsfólki Norrænu erfitt fyrir að koma skilaboðunum áleiðis til farþega sem áttu bókaða ferð til Íslands. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi segir samtal milli fyrirtækisins og stjórnvalda vera mjög gott en í þetta skipti hafi fyrirvarinn einfaldlega verið of stuttur fyrir alla. Hertar aðgerðir voru kynntar á föstudag og útfærsla á breyttum reglum hafi ekki legið almennilega fyrir fyrr en á mánudag. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line „Fólk er farið af stað sem er að fara í Norrænu. Það var alveg ótrúlega lítill fyrirvari á því að geta látið þau vita að reglurnar væru breyttar,“ segir Linda í samtali við Vísi. Hún segir starfsfólk hafa sent út SMS og tölvupósta og síðan dreift útprentuðum blöðum til farþega þegar þeir komu til Hirsthals í Danmörku með helstu upplýsingum varðandi tvöfalda skimun og sóttkví. Þar hafi farþegum verið gert ljóst að þeir gætu ekki verið í sóttkví á tjaldstæðum. „Það urðu töluvert af afbókunum í gær við skipið. Þetta er allt öðruvísi viðskiptahópur sem er að koma með skipi heldur en flugi. Þetta er fólk sem er búið að undirbúa ferðina í lengri tíma og leggja af stað með meiri fyrirvara heldur en fólk sem er að fara í flug.“ Ákjósanlegra ef farþegar gætu verið í sóttkví á tjaldstæðum Linda bendir á að sá hópur sem ferðast með Norrænu er oft í eldri kantinum og því sé ekki hægt að treysta á að upplýsingar skili sér samstundis með tölvupósti, enda ekki allir sem skoði hann reglulega. Líkt og áður sagði hafi margir lagt af stað með miklum fyrirvara og breyttar reglur setji plön margra í uppnám. Eftir að hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í dag þurfa allir farþegar að fara í tvær sýnatökur og dvelja 4-5 daga í sóttkví. Ákveðnar kröfur eru gerðar til þeirra staða sem fólk dvelur á í sóttkví og má til að mynda hvorki stoppa í vegasjoppum né nota sameiginlega salernisaðstöðu. Þannig er ekki heimilt að dvelja á tjaldstæðum. Linda segir það hafa verið ákjósanlegra fyrir marga farþega að geta verið á tjaldstæðum, enda margir farþegar Norrænu sem ferðast með húsbíla og fellihýsi. „Það hefði hentað okkar viðskiptamönnum mjög vel ef það væri hægt að taka sóttkvína á tjaldstæði.“ Í næstu viku mun Norræna byrja að sigla eftir vetraráætlun og mun skipið stoppa lengur í hvert skipti. Linda segir þann farþegahóp vera mikilvægan fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi og samtal sé hafið við sóttvarnayfirvöld hvort hægt sé að finna útfærslu á því. „Þá gistir það um borð og fer í ferðir þar sem það heimsækir ferðamannastaði á Austurlandi og er þá að borða og skoða útsýnisstaðina, en samkvæmt þessu má fólk ekkert fara úr rútunni.“
Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Ætluðu að hafa sex hótel opin í vetur en þurfa að endurmeta Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela segir fátt annað í stöðunni en að samþykkja þau ferðatakmörk sem yfirvöld hafa kynnt að sett verði á ferðir hingað til lands. 17. ágúst 2020 09:17 Mest lesið Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Gefa út lag með látnum syni og félaga Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent KR-ingurinn í vörn Stjörnunnar búinn að redda flugvél fyrir 180 manns til Nice Innlent Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Innlent Píratar tilbúnir til þess að styðja minnihlutastjórn VG, Viðreisnar og Bjartrar framtíðar Innlent Grunnskólakennarar felldu kjarasamning Innlent Fleiri fréttir Gefa út lag með látnum syni og félaga Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Sjá meira
Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48
Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24
Ætluðu að hafa sex hótel opin í vetur en þurfa að endurmeta Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela segir fátt annað í stöðunni en að samþykkja þau ferðatakmörk sem yfirvöld hafa kynnt að sett verði á ferðir hingað til lands. 17. ágúst 2020 09:17