Afbókuðu ferðir eftir breyttar reglur á landamærunum Sylvía Hall skrifar 19. ágúst 2020 13:45 Norræna við hafnarbakkann á Seyðisfirði. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. Stuttur fyrirvari gerði starfsfólki Norrænu erfitt fyrir að koma skilaboðunum áleiðis til farþega sem áttu bókaða ferð til Íslands. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi segir samtal milli fyrirtækisins og stjórnvalda vera mjög gott en í þetta skipti hafi fyrirvarinn einfaldlega verið of stuttur fyrir alla. Hertar aðgerðir voru kynntar á föstudag og útfærsla á breyttum reglum hafi ekki legið almennilega fyrir fyrr en á mánudag. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line „Fólk er farið af stað sem er að fara í Norrænu. Það var alveg ótrúlega lítill fyrirvari á því að geta látið þau vita að reglurnar væru breyttar,“ segir Linda í samtali við Vísi. Hún segir starfsfólk hafa sent út SMS og tölvupósta og síðan dreift útprentuðum blöðum til farþega þegar þeir komu til Hirsthals í Danmörku með helstu upplýsingum varðandi tvöfalda skimun og sóttkví. Þar hafi farþegum verið gert ljóst að þeir gætu ekki verið í sóttkví á tjaldstæðum. „Það urðu töluvert af afbókunum í gær við skipið. Þetta er allt öðruvísi viðskiptahópur sem er að koma með skipi heldur en flugi. Þetta er fólk sem er búið að undirbúa ferðina í lengri tíma og leggja af stað með meiri fyrirvara heldur en fólk sem er að fara í flug.“ Ákjósanlegra ef farþegar gætu verið í sóttkví á tjaldstæðum Linda bendir á að sá hópur sem ferðast með Norrænu er oft í eldri kantinum og því sé ekki hægt að treysta á að upplýsingar skili sér samstundis með tölvupósti, enda ekki allir sem skoði hann reglulega. Líkt og áður sagði hafi margir lagt af stað með miklum fyrirvara og breyttar reglur setji plön margra í uppnám. Eftir að hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í dag þurfa allir farþegar að fara í tvær sýnatökur og dvelja 4-5 daga í sóttkví. Ákveðnar kröfur eru gerðar til þeirra staða sem fólk dvelur á í sóttkví og má til að mynda hvorki stoppa í vegasjoppum né nota sameiginlega salernisaðstöðu. Þannig er ekki heimilt að dvelja á tjaldstæðum. Linda segir það hafa verið ákjósanlegra fyrir marga farþega að geta verið á tjaldstæðum, enda margir farþegar Norrænu sem ferðast með húsbíla og fellihýsi. „Það hefði hentað okkar viðskiptamönnum mjög vel ef það væri hægt að taka sóttkvína á tjaldstæði.“ Í næstu viku mun Norræna byrja að sigla eftir vetraráætlun og mun skipið stoppa lengur í hvert skipti. Linda segir þann farþegahóp vera mikilvægan fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi og samtal sé hafið við sóttvarnayfirvöld hvort hægt sé að finna útfærslu á því. „Þá gistir það um borð og fer í ferðir þar sem það heimsækir ferðamannastaði á Austurlandi og er þá að borða og skoða útsýnisstaðina, en samkvæmt þessu má fólk ekkert fara úr rútunni.“ Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Ætluðu að hafa sex hótel opin í vetur en þurfa að endurmeta Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela segir fátt annað í stöðunni en að samþykkja þau ferðatakmörk sem yfirvöld hafa kynnt að sett verði á ferðir hingað til lands. 17. ágúst 2020 09:17 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Nokkur fjöldi farþega Norrænu afbókaði ferðir sínar í gær þegar breyttar reglur varðandi komur ferðamanna til landsins voru kynntar fyrir þeim. Stuttur fyrirvari gerði starfsfólki Norrænu erfitt fyrir að koma skilaboðunum áleiðis til farþega sem áttu bókaða ferð til Íslands. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi segir samtal milli fyrirtækisins og stjórnvalda vera mjög gott en í þetta skipti hafi fyrirvarinn einfaldlega verið of stuttur fyrir alla. Hertar aðgerðir voru kynntar á föstudag og útfærsla á breyttum reglum hafi ekki legið almennilega fyrir fyrr en á mánudag. Linda Björk Gunnlaugsdóttir, framkvæmdastjóri Smyril Line á Íslandi.Smyril Line „Fólk er farið af stað sem er að fara í Norrænu. Það var alveg ótrúlega lítill fyrirvari á því að geta látið þau vita að reglurnar væru breyttar,“ segir Linda í samtali við Vísi. Hún segir starfsfólk hafa sent út SMS og tölvupósta og síðan dreift útprentuðum blöðum til farþega þegar þeir komu til Hirsthals í Danmörku með helstu upplýsingum varðandi tvöfalda skimun og sóttkví. Þar hafi farþegum verið gert ljóst að þeir gætu ekki verið í sóttkví á tjaldstæðum. „Það urðu töluvert af afbókunum í gær við skipið. Þetta er allt öðruvísi viðskiptahópur sem er að koma með skipi heldur en flugi. Þetta er fólk sem er búið að undirbúa ferðina í lengri tíma og leggja af stað með meiri fyrirvara heldur en fólk sem er að fara í flug.“ Ákjósanlegra ef farþegar gætu verið í sóttkví á tjaldstæðum Linda bendir á að sá hópur sem ferðast með Norrænu er oft í eldri kantinum og því sé ekki hægt að treysta á að upplýsingar skili sér samstundis með tölvupósti, enda ekki allir sem skoði hann reglulega. Líkt og áður sagði hafi margir lagt af stað með miklum fyrirvara og breyttar reglur setji plön margra í uppnám. Eftir að hertar aðgerðir á landamærunum tóku gildi í dag þurfa allir farþegar að fara í tvær sýnatökur og dvelja 4-5 daga í sóttkví. Ákveðnar kröfur eru gerðar til þeirra staða sem fólk dvelur á í sóttkví og má til að mynda hvorki stoppa í vegasjoppum né nota sameiginlega salernisaðstöðu. Þannig er ekki heimilt að dvelja á tjaldstæðum. Linda segir það hafa verið ákjósanlegra fyrir marga farþega að geta verið á tjaldstæðum, enda margir farþegar Norrænu sem ferðast með húsbíla og fellihýsi. „Það hefði hentað okkar viðskiptamönnum mjög vel ef það væri hægt að taka sóttkvína á tjaldstæði.“ Í næstu viku mun Norræna byrja að sigla eftir vetraráætlun og mun skipið stoppa lengur í hvert skipti. Linda segir þann farþegahóp vera mikilvægan fyrir ferðaþjónustuna á Austurlandi og samtal sé hafið við sóttvarnayfirvöld hvort hægt sé að finna útfærslu á því. „Þá gistir það um borð og fer í ferðir þar sem það heimsækir ferðamannastaði á Austurlandi og er þá að borða og skoða útsýnisstaðina, en samkvæmt þessu má fólk ekkert fara úr rútunni.“
Norræna Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48 Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24 Ætluðu að hafa sex hótel opin í vetur en þurfa að endurmeta Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela segir fátt annað í stöðunni en að samþykkja þau ferðatakmörk sem yfirvöld hafa kynnt að sett verði á ferðir hingað til lands. 17. ágúst 2020 09:17 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Hundur í hjólastól í Sandgerði Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Sér fyrir sér skimanir á meðan veiran er í vexti erlendis Nýjar reglur um skimanir á landamærum tóku gildi á miðnætti. Fjórum ferðum Icelandair hefur verið aflýst í dag. Sóttvarnalæknir sér fyrir sér hertar takmarkanir á landamærum um mánaðabil eða á meðan veiran er í vexti erlendis. 19. ágúst 2020 12:48
Hertar reglur á landamærum þurfa að gilda í marga mánuði Sóttvarnalæknir segir að nýjar reglur um fyrirkomulag á landamærunum sem taka gildi á morgun þurfi að vera í gildi í marga mánuði. 18. ágúst 2020 22:24
Ætluðu að hafa sex hótel opin í vetur en þurfa að endurmeta Davíð Torfi Ólafsson framkvæmdastjóri Íslandshótela segir fátt annað í stöðunni en að samþykkja þau ferðatakmörk sem yfirvöld hafa kynnt að sett verði á ferðir hingað til lands. 17. ágúst 2020 09:17