KR er 32 mörk í mínus í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir stjórn Rúnars Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. ágúst 2020 11:00 Breiðablik - KR. Pepsi deild karla, sumar 2019. Fótbolti, knattspyrna. Foto: Bára Dröfn Kristinsdóttir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Enginn bjóst við því að Íslandsmeistarar KR myndu slá skosku meistarana í Celtic út í Glasgow í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en frammistaðan var engu að síður mikil vonbrigði. Sex núll tap og lítil mótstaða frá Vesturbæjarliðinu. Rúnar Kristinsson hefur náð frábærum árangri með KR-liðið heima á Íslandi en árangur liðsins í Evrópukeppninni undir hans stjórn er langt frá því að vera glæsilegur. Undanfarin tvö ár hafa KR-ingar vissulega ekki verið mjög heppnir með mótherja en bæði árin hefur liðið tapað útileik sínum mjög stórt. KR tapaði 1-7 á móti Molde út í Noregi í fyrra og svo 0-6 á móti Celtic í Skotlandi í gær. KR datt einnig út 5-0 samanlagt á móti Celtic í Evrópukeppninni á síðasta tímabili Rúnars áður en hann reyndi fyrir sér í þjálfun erlendis. Nú er svo komið að markatala liða Rúnars í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir hans stjórn er orðin afar skrautleg. Í þessum þrettán Evrópuleikjum, eða öllum Evrópuleikjum KR undir stjórn Rúnars frá og með leikjunum við Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 2011, hefur KR-liðið skorað 32 mörkum færra en andstæðingarnir. Markatalan er sem sagt 7-39 í þessum þrettán leikjum. Eini sigurinn er 3-0 sigur á norður-írska félaginu Glentoran á útivelli 11. júlí 2013. KR-liðið spilaði tólf Evrópuleiki á þeim þremur tímabilum sem Rúnars naut ekki við á árunum 2015 til 2017 en markatalan í þeim er aftur á móti eitt mark í plús eða 18-17. Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans frá engu að síður annað tækifæri til að gera eitthvað í Evrópu í sumar því þeir fara nú inn í forkeppni Evrópudeildarinnar. KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020 Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira
Enginn bjóst við því að Íslandsmeistarar KR myndu slá skosku meistarana í Celtic út í Glasgow í forkeppni Meistaradeildarinnar í gærkvöldi en frammistaðan var engu að síður mikil vonbrigði. Sex núll tap og lítil mótstaða frá Vesturbæjarliðinu. Rúnar Kristinsson hefur náð frábærum árangri með KR-liðið heima á Íslandi en árangur liðsins í Evrópukeppninni undir hans stjórn er langt frá því að vera glæsilegur. Undanfarin tvö ár hafa KR-ingar vissulega ekki verið mjög heppnir með mótherja en bæði árin hefur liðið tapað útileik sínum mjög stórt. KR tapaði 1-7 á móti Molde út í Noregi í fyrra og svo 0-6 á móti Celtic í Skotlandi í gær. KR datt einnig út 5-0 samanlagt á móti Celtic í Evrópukeppninni á síðasta tímabili Rúnars áður en hann reyndi fyrir sér í þjálfun erlendis. Nú er svo komið að markatala liða Rúnars í síðustu þrettán Evrópuleikjum undir hans stjórn er orðin afar skrautleg. Í þessum þrettán Evrópuleikjum, eða öllum Evrópuleikjum KR undir stjórn Rúnars frá og með leikjunum við Dinamo Tbilisi í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildarinnar 2011, hefur KR-liðið skorað 32 mörkum færra en andstæðingarnir. Markatalan er sem sagt 7-39 í þessum þrettán leikjum. Eini sigurinn er 3-0 sigur á norður-írska félaginu Glentoran á útivelli 11. júlí 2013. KR-liðið spilaði tólf Evrópuleiki á þeim þremur tímabilum sem Rúnars naut ekki við á árunum 2015 til 2017 en markatalan í þeim er aftur á móti eitt mark í plús eða 18-17. Rúnar Kristinsson og lærisveinar hans frá engu að síður annað tækifæri til að gera eitthvað í Evrópu í sumar því þeir fara nú inn í forkeppni Evrópudeildarinnar. KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020
KR í Evrópukeppni undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 2020 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi (í einum leik) 2019 - forkeppni Evrópudeildarinnar 1-7 á móti Molde frá Noregi (í tveimur leikjum) 2014 - forkeppni Meistaradeildarinnar 0-5 á móti Celtic frá Skotlandi(í tveimur leikjum) 2013 - forkeppni Evrópudeildarinnar 3-0 á móti Glentoran frá Norður-Írlandi (í tveimur leikjum) 2-6 á móti Standard Liege frá Belgíu(í tveimur leikjum) 2012 - forkeppni Meistaradeildarinnar 1-9 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi (í tveimur leikjum) 2011 - forkeppni Evrópudeildarinnar 8-2 á móti ÍF frá Færeyjum (í tveimur leikjum) 3-2 á móti MŠK Žilina frá Slóvakíu (í tveimur leikjum) 1-6 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu(í tveimur leikjum) 2010 - forkeppni Evrópudeildarinnar 2-3 í seinni leiknum á móti Karpaty Lviv frá Úkraínu (í einum leik) Stóru töpin í Evrópu undir stjórn Rúnars Kristinssonar: 1-4 á móti Dinamo Tbilisi frá Georgíu 2011 0-7 á móti HJK Helsinki frá Finnalandi 2012 0-4 á móti Celtic frá Skotlandi 2014 1-7 á móti Molde frá Noregi 2019 0-6 á móti Celtic frá Skotlandi 2020
Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Pepsi Max-deild karla Mest lesið Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Íslenski boltinn Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Enski boltinn Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Handbolti Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Fótbolti Zlatan mun hlaupa um með Ólympíueldinn Sport Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Fótbolti Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Enski boltinn Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Enski boltinn Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Enski boltinn Brasilíumenn byrja vel undir stjórn Menezes - myndband Fótbolti Fleiri fréttir Lögreglumenn hefðu verið ákærðir vegna Hillsborough-slyssins Sú besta í heimi missir af Íslandsleik og jafnvel báðum leikjum Tryggði Tottenham stigið með hjólhestaspyrnu Börsungar lentu undir og klúðruðu víti en unnu samt Leið yfir sjónvarpskonu í beinni en Ian Wright greip hana Sjóðheitur Andri Lucas áfram á skotskónum Sögulegt kvöld hjá Haaland endaði næstum því með algjöru klúðri Segir dökk ský yfir íslensku knattspyrnuhreyfingunni Algjör Pina fyrir þær þýsku í seinni og Spánn Þjóðadeildarmeistari Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin 38 ára gamall Vardy í markastuði í Seríu A Arsenal að fá Arnar og Bjarka þeirra í Ekvador Siggi Raggi fetar í fótspor Gauja Þórðar Réðust á sína eigin leikmenn Hjálpaði liði sínu að vinna fyrsta titilinn síðan löngu áður en hann fæddist Andre Onana skilinn eftir heima Sjá meira