Orlando kom öllum á óvart og Heat lagði Pacers Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 18. ágúst 2020 22:55 Það var hart barist í Disney World í kvöld. Kim Klement-Pool/Getty Images Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins, og næturinnar, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar er nú lokið. Lauk þeim báðum með 12 stiga sigrum. Orlando kom öllum á óvart og lagði Milwaukee Bucks af velli, 122-110. Þá vann Miami Heat góðan sigur á Indana Pacers, 113-101. Talið var nær öruggt að Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks myndu jarða Orlando Magic enda þarna liðin í 1. og 8. sæti Austurdeildarinnar að mætast. Orlando spilaði hins vegar frábærlega og verðskulduðu sigurinn svo sannarlega. Orlando var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og var það enn staðan þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 62-52. Í þeim síðara var það sama upp á teningnum og tókst Orlando að landa einstaklega óvæntum sigir í fyrsta leik í rimmu félaganna. Lokatölur 122-110 og Orlandi þar af leiðandi komið í 1-0 en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar. @NikolaVucevic puts up an #NBAPlayoffs career-high 35 PTS (5 3PM), 14 REB, steering the @OrlandoMagic to victory in Game 1! #WholeNewGame Game 2: Thurs. (8/20) - 6pm/et, ESPN pic.twitter.com/qPgKbgaHX1— NBA (@NBA) August 18, 2020 Nikola Vucevic var stigahæstur hjá Orlando með 35 stig en hann tók einnig 14 fráköst. Alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira. Hjá Bucks var Giannis stiga og frákastahæstur. Hann skoraði 31 stig og tók 17 fráköst. Miami Heat lagði svo Indiana Pacers af velli 113-101. Sá leikur var töluvert kaflaskiptari en Indiana byrjuðu betur en voru samt sem áður undir í hálfleik. Aðeins einu stigi munaði á liðunum fyrir síðasta fjórðung leiksins en þar voru Heat mun sterkari og unnu eins og áður sagði 12 stiga sigur. Jimmy B (14 PTS) and Bam (12 PTS) pace the @MiamiHEAT's 1st half of Game 1 on TNT!#HEATTwitter #NBAPlayoffs pic.twitter.com/DJCnImeFhr— NBA (@NBA) August 18, 2020 Jimmy Butler var að venju stigahæstur í liði Heat með 28 stig. Goran Dragic kom þar á eftir og þá var Bam Adebayo með tvöfalda tvennu, 17 stig og tíu fráköst. Körfubolti NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira
Tveimur af fjórum leikjum kvöldsins, og næturinnar, í úrslitakeppni NBA-deildarinnar er nú lokið. Lauk þeim báðum með 12 stiga sigrum. Orlando kom öllum á óvart og lagði Milwaukee Bucks af velli, 122-110. Þá vann Miami Heat góðan sigur á Indana Pacers, 113-101. Talið var nær öruggt að Giannis Antetokounmpo og félagar í Milwaukee Bucks myndu jarða Orlando Magic enda þarna liðin í 1. og 8. sæti Austurdeildarinnar að mætast. Orlando spilaði hins vegar frábærlega og verðskulduðu sigurinn svo sannarlega. Orlando var tíu stigum yfir eftir fyrsta leikhluta og var það enn staðan þegar flautað var til hálfleiks, staðan þá 62-52. Í þeim síðara var það sama upp á teningnum og tókst Orlando að landa einstaklega óvæntum sigir í fyrsta leik í rimmu félaganna. Lokatölur 122-110 og Orlandi þar af leiðandi komið í 1-0 en vinna þarf fjóra leiki til að komast áfram í næstu umferð úrslitakeppninnar. @NikolaVucevic puts up an #NBAPlayoffs career-high 35 PTS (5 3PM), 14 REB, steering the @OrlandoMagic to victory in Game 1! #WholeNewGame Game 2: Thurs. (8/20) - 6pm/et, ESPN pic.twitter.com/qPgKbgaHX1— NBA (@NBA) August 18, 2020 Nikola Vucevic var stigahæstur hjá Orlando með 35 stig en hann tók einnig 14 fráköst. Alls voru sex leikmenn liðsins með tíu stig eða meira. Hjá Bucks var Giannis stiga og frákastahæstur. Hann skoraði 31 stig og tók 17 fráköst. Miami Heat lagði svo Indiana Pacers af velli 113-101. Sá leikur var töluvert kaflaskiptari en Indiana byrjuðu betur en voru samt sem áður undir í hálfleik. Aðeins einu stigi munaði á liðunum fyrir síðasta fjórðung leiksins en þar voru Heat mun sterkari og unnu eins og áður sagði 12 stiga sigur. Jimmy B (14 PTS) and Bam (12 PTS) pace the @MiamiHEAT's 1st half of Game 1 on TNT!#HEATTwitter #NBAPlayoffs pic.twitter.com/DJCnImeFhr— NBA (@NBA) August 18, 2020 Jimmy Butler var að venju stigahæstur í liði Heat með 28 stig. Goran Dragic kom þar á eftir og þá var Bam Adebayo með tvöfalda tvennu, 17 stig og tíu fráköst.
Körfubolti NBA Mest lesið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn Körfubolti Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Íslenski boltinn „Svona er úrslitakeppnin“ Handbolti „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Körfubolti ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Handbolti Dramatík í Manchester Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum Körfubolti Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Besta deild kvenna og Ronaldo Sport Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Handbolti Fleiri fréttir Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Falko áfram í Breiðholtinu Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA „Bara einn leikur og áfram með smjörið“ KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð „Stemmningin í húsinu hjálpar“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 108-100 | Stjarnan skrefinu á undan Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 100-78 | Ótrúlegur sigur Stólanna Valur og KR unnu Scania Cup Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Sjá meira