Trump gagnrýndur fyrir að ætla að náða Susan B Anthony Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 18. ágúst 2020 21:27 Donald Trump hyggst náða Susan B Anthony kvenréttindafrumkvöðul en hún var dæmd til að greiða hundrað dollara sekt fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu árið 1872. Hún greiddi sektina aldrei í mótmælaskyni. Getty/Alex Wong/Congress Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að náða Susan B Anthony, brautryðjanda í kvenréttindabaráttu vestanhafs. Trump tilkynnti ákvörðuninna í dag, á aldarafmæli nítjándu viðbótar stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggði konum kosningarétt. Anthony, sem lést þann 13. mars 1906 þá 86 ára gömul, var handtekin árið 1872 eftir að hún greiddi atkvæði sem hún mátti ekki samkvæmt lögum. Hún var síðar sakfelld fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu í New York ríki af kviðdómi sem einungis karlmenn sátu í. Hún var jafnframt sektuð um 100 Bandaríkjadali. Í ræðu sem hún hélt fyrir dómnum fordæmdi hún ríkið fyrir að koma í veg fyrir að konur fengju að kjósa og hét því að hún myndi aldrei greiða krónu af sektinni. Meðlimir Alþjóðlegs ráðs kvenna í kring um aldamótin 1900. Susan B Anthony situr fyrir miðju.Getty/Library of Congress Handtakan vakti mikla athygli á sínum tíma og varð til þess að Anthony varð þjóðþekkt. Í kjölfarið stofnaði hún tvær stærstu kvenréttindahreyfingarnar vestanhafs og ferðaðist um Bandaríkin þar sem hún hélt fjöldafundi og flutti ræður. Anthony lést fjórtán árum áður en nítjánda viðbót stjórnarskrárinnar var tekin í gildi þann 18. ágúst 1920. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum“ Í síðustu viku lýsti Trump jafnframt yfir stuðningi sínum við það að reistur yrði minnisvarðir í Washingtonborg til að minnast kvenréttindabaráttukvennanna sem börðust fyrir kosningaréttinum. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum – ég held að við getum sagt það með vissu,“ sagði Trump og nefndi þar dæmi um að metfjöldi kvenna sæti nú á þingi. Einhverjar efasemdaraddir hafa heyrst um einlægni Trumps og segja að hann sé aðeins að reyna að ná aftur atkvæðum kvenna sem búa í úthverfum, en niðurstöður skoðanakannana benda til þess að sá hópur hafi minnkað meðal stuðningsmanna Trump. As highest ranking woman elected official in New York and on behalf of Susan B. Anthony s legacy we demand Trump rescind his pardon. She was proud of her arrest to draw attention to the cause for women s rights, and never paid her fine. Let her Rest In Peace, @realDonaldTrump.— Kathy Hochul (@LtGovHochulNY) August 18, 2020 Kathy Hochul, vararíkisstjóri New York, virtist ekki par sátt við ákvörðun Trumps. „Sem háttsettasti kvenembættismaður í New York og fyrir hönd arfleifðar Susan B Anthony, krefjumst við þess að Trump afturkalli náðun sína.“ „Hún var stolt af handtökunni vegna þess að hún vakti athygli á réttindabaráttu kvenna og þar að auki greiddi hún aldrei sektina sem fylgdi. Leifið henni að hvíla í friði.“ Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist ætla að náða Susan B Anthony, brautryðjanda í kvenréttindabaráttu vestanhafs. Trump tilkynnti ákvörðuninna í dag, á aldarafmæli nítjándu viðbótar stjórnarskrár Bandaríkjanna sem tryggði konum kosningarétt. Anthony, sem lést þann 13. mars 1906 þá 86 ára gömul, var handtekin árið 1872 eftir að hún greiddi atkvæði sem hún mátti ekki samkvæmt lögum. Hún var síðar sakfelld fyrir ólöglega atkvæðagreiðslu í New York ríki af kviðdómi sem einungis karlmenn sátu í. Hún var jafnframt sektuð um 100 Bandaríkjadali. Í ræðu sem hún hélt fyrir dómnum fordæmdi hún ríkið fyrir að koma í veg fyrir að konur fengju að kjósa og hét því að hún myndi aldrei greiða krónu af sektinni. Meðlimir Alþjóðlegs ráðs kvenna í kring um aldamótin 1900. Susan B Anthony situr fyrir miðju.Getty/Library of Congress Handtakan vakti mikla athygli á sínum tíma og varð til þess að Anthony varð þjóðþekkt. Í kjölfarið stofnaði hún tvær stærstu kvenréttindahreyfingarnar vestanhafs og ferðaðist um Bandaríkin þar sem hún hélt fjöldafundi og flutti ræður. Anthony lést fjórtán árum áður en nítjánda viðbót stjórnarskrárinnar var tekin í gildi þann 18. ágúst 1920. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum“ Í síðustu viku lýsti Trump jafnframt yfir stuðningi sínum við það að reistur yrði minnisvarðir í Washingtonborg til að minnast kvenréttindabaráttukvennanna sem börðust fyrir kosningaréttinum. „Konur ráða ríkjum í Bandaríkjunum – ég held að við getum sagt það með vissu,“ sagði Trump og nefndi þar dæmi um að metfjöldi kvenna sæti nú á þingi. Einhverjar efasemdaraddir hafa heyrst um einlægni Trumps og segja að hann sé aðeins að reyna að ná aftur atkvæðum kvenna sem búa í úthverfum, en niðurstöður skoðanakannana benda til þess að sá hópur hafi minnkað meðal stuðningsmanna Trump. As highest ranking woman elected official in New York and on behalf of Susan B. Anthony s legacy we demand Trump rescind his pardon. She was proud of her arrest to draw attention to the cause for women s rights, and never paid her fine. Let her Rest In Peace, @realDonaldTrump.— Kathy Hochul (@LtGovHochulNY) August 18, 2020 Kathy Hochul, vararíkisstjóri New York, virtist ekki par sátt við ákvörðun Trumps. „Sem háttsettasti kvenembættismaður í New York og fyrir hönd arfleifðar Susan B Anthony, krefjumst við þess að Trump afturkalli náðun sína.“ „Hún var stolt af handtökunni vegna þess að hún vakti athygli á réttindabaráttu kvenna og þar að auki greiddi hún aldrei sektina sem fylgdi. Leifið henni að hvíla í friði.“
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Jafnréttismál Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira