Bílabúð Benna gert að greiða 14 milljónir vegna gallaðs Porsche Vésteinn Örn Pétursson skrifar 18. ágúst 2020 18:36 Bifreiðin var keypt á 13.550.000 krónur árið 2016. Silas Stein/Getty Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. júlí síðastliðinn. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Þá var bíllinn seldur með tveggja ára ábyrgð. Málið á hendur Bílabúð Benna var höfðað 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að finna lausn á vandanum fór kaupandi fram á riftun kaupsamnings vegna bifreiðarinnar. Þetta felldi Bílabúðin sig ekki við og taldi að um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Kaupandi óskaði þá eftir ráðgefandi áliti kærunefndar lausafjár-og þjónustukaupa í málinu. Nefndin féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði kaupandi bifreiðarinnar málið. Í dómi sínum vísar héraðsdómur meðal annars til þess að af tölvupóstsamskiptum aðila megi ráða að vatnssöfnun bifreiðarinnar hafi verið viðvarandi vandamál í lengri tíma. Þá taldi dómurinn að meta þyrfti þann langa tíma sem leið frá því kaupandinn tilkynnti fyrst um gallann og þar til hann lýsti riftun kaupanna. Þannig megi skilja að úrbótatilraunir Bílabúðarinnar hafi haft í för með sér verulegt óhagræði fyrir kaupandann. Eins segir dómurinn, með vísan til samskipta kaupandans og Bílabúðarinnar, að síðarnefndi aðilinn hafi fjórum sinnum fengið tækifæri til að bæta úr gallanum. Bílabúðinni var því gert að greiða kaupandanum 13.761.097 krónur auk dráttarvaxta vegna riftunarinnar. Þá var henni einnig gert að greiða kaupanda bifreiðarinnar 1.800.000 krónur í málskostnað. Dómsmál Bílar Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Bílabúð Benna ehf. hefur verið gert að greiða kaupanda Porsche Cayenne bifreiðar tæpar 14 milljónir króna, auk dráttarvaxta, vegna riftunar á samningi um kaup á bílnum. Dómur þess efnis féll í Héraðsdómi Reykjavíkur þann 20. júlí síðastliðinn. Bíllinn var keyptur þann 10. október 2016 og var kaupverðið 13.550.000 krónur. Þá var bíllinn seldur með tveggja ára ábyrgð. Málið á hendur Bílabúð Benna var höfðað 26. júní 2019, en fram að því hafði kaupandi bifreiðarinnar ítrekað kvartað undan vökvasöfnun í bílnum, sem meðal annars olli „megnri ólykt.“ Eftir þó nokkrar árangurslausar tilraunir til þess að finna lausn á vandanum fór kaupandi fram á riftun kaupsamnings vegna bifreiðarinnar. Þetta felldi Bílabúðin sig ekki við og taldi að um óverulegan galla á bifreiðinni væri að ræða. Kaupandi óskaði þá eftir ráðgefandi áliti kærunefndar lausafjár-og þjónustukaupa í málinu. Nefndin féllst á riftun kaupsamnings og að Bílabúðinni bæri að endurgreiða kaupverð bifreiðarinnar með dráttarvöxtum, en einnig að kaupandanum bæri að greiða rúmlega 1,1 milljón króna fyrir afnot af bifreiðinni í rúmlega eitt og hálft ár. Bílabúðin felldi sig ekki við þá niðurstöðu og í kjölfarið höfðaði kaupandi bifreiðarinnar málið. Í dómi sínum vísar héraðsdómur meðal annars til þess að af tölvupóstsamskiptum aðila megi ráða að vatnssöfnun bifreiðarinnar hafi verið viðvarandi vandamál í lengri tíma. Þá taldi dómurinn að meta þyrfti þann langa tíma sem leið frá því kaupandinn tilkynnti fyrst um gallann og þar til hann lýsti riftun kaupanna. Þannig megi skilja að úrbótatilraunir Bílabúðarinnar hafi haft í för með sér verulegt óhagræði fyrir kaupandann. Eins segir dómurinn, með vísan til samskipta kaupandans og Bílabúðarinnar, að síðarnefndi aðilinn hafi fjórum sinnum fengið tækifæri til að bæta úr gallanum. Bílabúðinni var því gert að greiða kaupandanum 13.761.097 krónur auk dráttarvaxta vegna riftunarinnar. Þá var henni einnig gert að greiða kaupanda bifreiðarinnar 1.800.000 krónur í málskostnað.
Dómsmál Bílar Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira