Arnar Pétursson skipti aftur í Breiðablik og stefnir á Tókýó Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. febrúar 2020 14:15 Arnar Pétursson ætlar sér að vinna tíu Íslandsmeistaratitla á árinu 2020. Mynd/Breiðablik Frjálsíþróttamaðurinn Arnar Pétursson er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik aftur eftir að hafa keppt með ÍR-ingum síðastliðin ár. Blikar eru ánægðir með að fá sinn mann aftur til baka og sögðu frá félagsskiptunum í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að það togaði alltaf í Arnar að keppa aftur fyrir sitt gamla félag í Kópavogi á meðan hann væri ennþá að bæta sig sem hlaupari. Arnar hefur alla tíð búið í Kópavogi og æfði og keppti í körfubolta fyrir Breiðablik, áður en hann fór að einbeita sér að hlaupunum og gekk til liðs við ÍR, þar sem hann naut góðrar leiðsagnar Gunnars Páls Jóakimssonar þjálfara á sínum fyrstu árum sem hlaupari. Arnar hefur verið besti maraþonhlaupari landsins undanfarin ár og hefur hann sett stefnuna á komast á Ólympíuleikana í Tokýó í sumar. Arnar hefur einbeitt sér alfarið að þessu markmiði á undanförnum mánuðum og stefnir meðal annars að þátttöku í 10 kílómetra og hálfu maraþoni í Haag í byrjun næsta mánaðar, sem undirbúning fyrir heilt maraþon í Rotterdam þann 5. apríl næstkomandi. Núna um helgina mun Arnar aftur klæðast búningi Breiðabliks, þegar hann tekur þátt í Meistaramóti Íslands innanhúss í Kaplakrika, þar sem hann keppir í 1500 metra og 3000 metra hlaupi. Arnar hefur sett stefnuna á tíu Íslandsmeistaratitla á árinu 2020 í hinum ýmsu vegalengdum frá 1500 metrum og upp í maraþon. Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Sjá meira
Frjálsíþróttamaðurinn Arnar Pétursson er genginn aftur til liðs við uppeldisfélag sitt Breiðablik aftur eftir að hafa keppt með ÍR-ingum síðastliðin ár. Blikar eru ánægðir með að fá sinn mann aftur til baka og sögðu frá félagsskiptunum í fréttatilkynningu. Þar kemur fram að það togaði alltaf í Arnar að keppa aftur fyrir sitt gamla félag í Kópavogi á meðan hann væri ennþá að bæta sig sem hlaupari. Arnar hefur alla tíð búið í Kópavogi og æfði og keppti í körfubolta fyrir Breiðablik, áður en hann fór að einbeita sér að hlaupunum og gekk til liðs við ÍR, þar sem hann naut góðrar leiðsagnar Gunnars Páls Jóakimssonar þjálfara á sínum fyrstu árum sem hlaupari. Arnar hefur verið besti maraþonhlaupari landsins undanfarin ár og hefur hann sett stefnuna á komast á Ólympíuleikana í Tokýó í sumar. Arnar hefur einbeitt sér alfarið að þessu markmiði á undanförnum mánuðum og stefnir meðal annars að þátttöku í 10 kílómetra og hálfu maraþoni í Haag í byrjun næsta mánaðar, sem undirbúning fyrir heilt maraþon í Rotterdam þann 5. apríl næstkomandi. Núna um helgina mun Arnar aftur klæðast búningi Breiðabliks, þegar hann tekur þátt í Meistaramóti Íslands innanhúss í Kaplakrika, þar sem hann keppir í 1500 metra og 3000 metra hlaupi. Arnar hefur sett stefnuna á tíu Íslandsmeistaratitla á árinu 2020 í hinum ýmsu vegalengdum frá 1500 metrum og upp í maraþon.
Frjálsar íþróttir Ólympíuleikar 2020 í Tókýó Mest lesið Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Handbolti Miðvarðaæði Liverpool Enski boltinn Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Enski boltinn Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Körfubolti Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fótbolti Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Enski boltinn „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Handbolti Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Enski boltinn Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Sport Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Körfubolti Fleiri fréttir Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Stjarnan - Grindavík | Hilmar Smári snýr aftur í átta liða úrslitum Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Stólarnir fyrstir í undanúrslit Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Martin öflugur í öruggum sigri Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Grátlegt tap Jóns Axels Fékk að heyra það frá Lil Wayne og skaut til baka Miðvarðaæði Liverpool Baldvin stórbætti eigið Íslandsmet Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Fá nýjan Kana í harða baráttu Spenna og stórskemmtun „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Dagskráin: Arsenal og Man. Utd á ferð og NFL-veislan heldur áfram Þriðji Kaninn mættur til bjargar nýliðunum Ljósmyndari pompaði á rassinn eftir öskur Kane Nýr stjóri Chelsea fékk óskabyrjun Salah sendi Egypta áfram í undanúrslit Hildur lenti í ótrúlegri hakkavél Frábær sigur Tryggva og félaga Sjá meira