Ástin skorar hærra hjá þjóðinni en enski boltinn Eiður Þór Árnason skrifar 20. febrúar 2020 21:30 Vinsældir þáttanna á Íslandi eru langt því frá að vera einsdæmi. Getty/Rick Rowell Raunveruleikaþættirnir Love Island og Bachelor hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi og bera áhorfstölur þess sterk merki. Síminn, sem sýnir þættina og er einnig rétthafi ensku úrvalsdeildarinnar, upplýsti um það í dag að mun meira áhorf sé á umrædda þætti en á enska boltann. Eins og alþjóð ætti að vita eiga raunveruleikaþættirnir tveir það sameiginlegt að fjalla um fólk sem kýs að leita ástarneistans fyrir framan alsjáandi auga sjónvarpsmyndavélarinnar. Fram kemur í ársuppgjöri Símans sem var birt í dag að metáhorf hafi verið á efni í Sjónvarpi Símans Premium á síðasta ári. „Vinsælast er íslenskt efni, barnaefni og erlent raunveruleikasjónvarp um ungt fólk í leit að ástinni.“ Það vakti athygli Elvars Inga Möllers, starfsmanns Arion banka, að enski boltinn væri ekki þar á meðal en um er að vinsælustu íþróttadeild heims. Síminn staðfesti í kjölfarið að hér væri aldeilis ekki um neina villu að ræða. „Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í [ensku úrvalsdeildinni] munu seint ná.“ Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í EPL munu seint ná. Ástin jarðar Van Dijk í skallaeinvígi :)— Síminn (@siminn) February 20, 2020 Vinsældir þáttanna hér á landi eru langt því frá að vera einsdæmi en Love Island hefur slegið áhorfsmet í heimalandi sínu Bretlandi og mælst vinsælasta sjónvarpsefnið þar hjá ungu fólki. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla Símans, hefur áður vakið athygli á vinsældum þáttanna og sagt að það væri „full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar“ í ljósi þessa. Love Island eru að fá þannig áhorf í Sjónvarpi Símans að það er full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar.— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 27, 2019 Það má hver deila um það en þessar fregnir munu eflaust gleðja þá sem vilja trúa því að ástin sigri jú allt. Bíó og sjónvarp Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira
Raunveruleikaþættirnir Love Island og Bachelor hafa notið gífurlegra vinsælda hér á landi og bera áhorfstölur þess sterk merki. Síminn, sem sýnir þættina og er einnig rétthafi ensku úrvalsdeildarinnar, upplýsti um það í dag að mun meira áhorf sé á umrædda þætti en á enska boltann. Eins og alþjóð ætti að vita eiga raunveruleikaþættirnir tveir það sameiginlegt að fjalla um fólk sem kýs að leita ástarneistans fyrir framan alsjáandi auga sjónvarpsmyndavélarinnar. Fram kemur í ársuppgjöri Símans sem var birt í dag að metáhorf hafi verið á efni í Sjónvarpi Símans Premium á síðasta ári. „Vinsælast er íslenskt efni, barnaefni og erlent raunveruleikasjónvarp um ungt fólk í leit að ástinni.“ Það vakti athygli Elvars Inga Möllers, starfsmanns Arion banka, að enski boltinn væri ekki þar á meðal en um er að vinsælustu íþróttadeild heims. Síminn staðfesti í kjölfarið að hér væri aldeilis ekki um neina villu að ræða. „Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í [ensku úrvalsdeildinni] munu seint ná.“ Áhorfstölur af Love Island og Bachelor eru af stærðargráðu sem að stórleikir í EPL munu seint ná. Ástin jarðar Van Dijk í skallaeinvígi :)— Síminn (@siminn) February 20, 2020 Vinsældir þáttanna hér á landi eru langt því frá að vera einsdæmi en Love Island hefur slegið áhorfsmet í heimalandi sínu Bretlandi og mælst vinsælasta sjónvarpsefnið þar hjá ungu fólki. Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri afþreyingarmiðla Símans, hefur áður vakið athygli á vinsældum þáttanna og sagt að það væri „full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar“ í ljósi þessa. Love Island eru að fá þannig áhorf í Sjónvarpi Símans að það er full ástæða til að óttast framtíð okkar sem þjóðar.— Magnus Ragnarsson (@MagnusRagnars) December 27, 2019 Það má hver deila um það en þessar fregnir munu eflaust gleðja þá sem vilja trúa því að ástin sigri jú allt.
Bíó og sjónvarp Enski boltinn Fjölmiðlar Mest lesið Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Lífið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Bíó og sjónvarp Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Bíó og sjónvarp Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Lífið „Við munum aldrei leyfa minningu hennar að deyja“ Lífið Fleiri fréttir Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Sjá meira