Vörðust vopnaða manninum með ryksuguröri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. febrúar 2020 22:46 Eðlilega var versluninni lokað eftir tilraunina til ránsins. Miklar skemmdir voru unnar á glerborðum. Vísir/Egill Mildi má telja að enginn hafi slasast þegar ungur karlmaður í annarlegu ástandi óð inn til úrsmiðs við Hafnargötu í Reykjanesbæ eftir hádegið í dag. Feðgar, úrsmíðameistari og gullsmíðameistari, reka búðina sem fagnaði fimmtíu ára afmæli fyrir tveimur árum. Annar þeirra greip til ryksugurörs sem virðist hafa stöðvað ræningjann sem á þeim tíma gekk berserksgang í búðinni. Það var um klukkan hálfeitt í dag sem ungi karlmaðurinn réðst inn í búðina. Samkvæmt heimildum Vísis yfirgaf viðskiptavinur búðina rétt á undan og tók eftir því að vopnaður maður var á leið inn til úrsmiðsins. Hringdi viðskiptavinurinn um leið á lögreglu sem varð til þess að aðstoð barst innan skamms. Maðurinn, vopnaði öxi, braut glerborð sem hafa muni í búðinni til sýnis. Kennir þar ýmissa grasa. Skartgripir, úr og fleira í þeim dúrnum. Dýrar vörur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir manninn hafa verið ógnandi. Þrír starfsmenn voru í versluninni og segir Ólafur þá hafa brugðist hárrétt við með því að koma sér í skjól. Eigendur verslunarinnar vildu ekki ræða málin við fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Var á þeim að heyra og sjá að þeir væru eftir sig eftir upplifunina. „Það er auðvelt að ímynda sér að líðanin hafi ekki verið sérlega góð,“ segir Ólafur Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að um ryksugurör var að ræða en ekki haglabyssu eins og heimildir fréttastofu hermdu. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni. Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Mildi má telja að enginn hafi slasast þegar ungur karlmaður í annarlegu ástandi óð inn til úrsmiðs við Hafnargötu í Reykjanesbæ eftir hádegið í dag. Feðgar, úrsmíðameistari og gullsmíðameistari, reka búðina sem fagnaði fimmtíu ára afmæli fyrir tveimur árum. Annar þeirra greip til ryksugurörs sem virðist hafa stöðvað ræningjann sem á þeim tíma gekk berserksgang í búðinni. Það var um klukkan hálfeitt í dag sem ungi karlmaðurinn réðst inn í búðina. Samkvæmt heimildum Vísis yfirgaf viðskiptavinur búðina rétt á undan og tók eftir því að vopnaður maður var á leið inn til úrsmiðsins. Hringdi viðskiptavinurinn um leið á lögreglu sem varð til þess að aðstoð barst innan skamms. Maðurinn, vopnaði öxi, braut glerborð sem hafa muni í búðinni til sýnis. Kennir þar ýmissa grasa. Skartgripir, úr og fleira í þeim dúrnum. Dýrar vörur. Ólafur Helgi Kjartansson, lögreglustjóri á Suðurnesjum, segir manninn hafa verið ógnandi. Þrír starfsmenn voru í versluninni og segir Ólafur þá hafa brugðist hárrétt við með því að koma sér í skjól. Eigendur verslunarinnar vildu ekki ræða málin við fréttastofu í dag þegar eftir því var leitað. Var á þeim að heyra og sjá að þeir væru eftir sig eftir upplifunina. „Það er auðvelt að ímynda sér að líðanin hafi ekki verið sérlega góð,“ segir Ólafur Helgi. Fréttin hefur verið uppfærð með þeim upplýsingum að um ryksugurör var að ræða en ekki haglabyssu eins og heimildir fréttastofu hermdu. Beðist er velvirðingar á rangfærslunni.
Lögreglumál Reykjanesbær Tengdar fréttir Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10 Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Algjört hrun í fálkastofninum Innlent Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Fleiri fréttir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Sjá meira
Vopnað rán hjá úrsmið í Reykjanesbæ Vopnað rán var framið í verslun í Reykjanesbæ í dag. 20. febrúar 2020 13:10
Mikið tjón á innanstokksmunum eftir vopnað rán Mikið tjón varð á innanstokksmunum eftir tilraun til vopnaðs ráns hjá úrsmið í Keflavík í dag. Glerborð sem hafa skartgripi til sýnis eru mölbrotin eftir að ungur karlmaður hjó í þau með öxi. Engan sakaði en starfsfólk kom sér strax í skjól. 20. febrúar 2020 19:00