Krefjast aukinna aðgerða og halda mótmælum áfram Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. febrúar 2020 12:13 Björgum jöklunum voru skilaboð þessa mótmælanda við Hallgrímskirkju í dag. Vísir/Vilhelm Í dag er ár liðið frá því loftslagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð. Að þessu tilefni komu ungmenni saman fyrir Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi og héldu þaðan á Austurvöll þar sem ávörp verða flutt og kröfur um aðgerðir í loftslagsmálum ítrekaðar. Nokkrir tugir ungmenna voru við Hallgrímskirkju um tólfleytið og þeirra á meðal var Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Hún er sannfærð um að föstudagsverkföllin undanfarið ár hafi skilað sínu. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju,“ segir Jóna Þórey og nefnir helst almenningsumræðuna og vitundarvakningu. Hópurinn á leið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.Vísir/Vilhelm „Markmiðið var að krefast aukinna aðgerða frá stjórnvöldum. Það hefur vantað. Þess vegna höldum við áfram.“ Hún kannast við að ungt fólk sé skelkað og hrætt vegna ástandsins í loftslagsmálum. Verkföllin séu ein leið til að fá útrás og standa saman. Þá sjái ungmenni að fleiri deili áhyggjum þeirra. Jóna Þórey segist hafa fulla trú á því að unga kynslóðin geti snúið við blaðinu. Vandamálið þurfi þó að skoða í stærra samhengi. Framtíðin sé unga fólksins, hún sé björt og í þeirra höndum en bregðast þurfi við núna. Unga fólkið stýri ekki gangi mála og þetta sé það tól sem þau geti beitt; láta í sér heyra. Kröfugangan endaði á Austurvelli.vísir/vilhelm Ávörp voru flutt á Austurvelli í dag.vísir/vilhelm Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira
Í dag er ár liðið frá því loftslagsverkfallið og hreyfingin Föstudagur til framtíðar var stofnuð. Að þessu tilefni komu ungmenni saman fyrir Hallgrímskirkju rétt fyrir hádegi og héldu þaðan á Austurvöll þar sem ávörp verða flutt og kröfur um aðgerðir í loftslagsmálum ítrekaðar. Nokkrir tugir ungmenna voru við Hallgrímskirkju um tólfleytið og þeirra á meðal var Jóna Þórey Pétursdóttir, forseti Stúdentaráðs. Hún er sannfærð um að föstudagsverkföllin undanfarið ár hafi skilað sínu. „Já ég held að þetta hafi klárlega skilað einhverju,“ segir Jóna Þórey og nefnir helst almenningsumræðuna og vitundarvakningu. Hópurinn á leið frá Hallgrímskirkju niður á Austurvöll.Vísir/Vilhelm „Markmiðið var að krefast aukinna aðgerða frá stjórnvöldum. Það hefur vantað. Þess vegna höldum við áfram.“ Hún kannast við að ungt fólk sé skelkað og hrætt vegna ástandsins í loftslagsmálum. Verkföllin séu ein leið til að fá útrás og standa saman. Þá sjái ungmenni að fleiri deili áhyggjum þeirra. Jóna Þórey segist hafa fulla trú á því að unga kynslóðin geti snúið við blaðinu. Vandamálið þurfi þó að skoða í stærra samhengi. Framtíðin sé unga fólksins, hún sé björt og í þeirra höndum en bregðast þurfi við núna. Unga fólkið stýri ekki gangi mála og þetta sé það tól sem þau geti beitt; láta í sér heyra. Kröfugangan endaði á Austurvelli.vísir/vilhelm Ávörp voru flutt á Austurvelli í dag.vísir/vilhelm
Loftslagsmál Reykjavík Mest lesið Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Innlent Fleiri fréttir Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Sjá meira