Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. febrúar 2020 19:30 Fimmtán manns hafa greinst með veiruna í héraðinu Lombardy og tveir í Veneto. AP Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu og segir forsætisráðherra landsins ástandið grafalvarlegt. Alls hafa ríflega tvö þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Kórónaveiran Covid-19 heldur áfram að breiða úr sér. Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll 2.372 samkvæmt nýjustu tölum. Flest eru þau í Kína. Staðfestum smitum í Suður-Kóreu fjölgaði um hundrað í gær. Í dag hefur tvöföldun átt sér stað og samkvæmt fréttaveitunni CNN eru staðfest smit nú orðin 433 í landinu. Forsætisráðherra Suður-Kóreu segir stöðuna grafalvarlega og bætir við að yfirvöld séu að gera sitt besta til að stöðva útbreiðslu veirunnar. Brýnir hann fyrir íbúum að forðast fjöldasamkomur og leita annara leiða til að eiga samskipti, t.d. í gegnum veraldarvefinn. Kona lést af völdum kórónaveirunnar Cocid-19 á Ítalíu í morgun og hafa nú tveir látið lífið þar í landi, en innan við sólarhringur leið á milli dauðsfallanna tveggja. Ítölsk yfirvöld óttast útbreiðslu veirunnar en Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með veiruna í norðurhluta landsins. Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Wuhan undanfarið og óskaði eftir því fyrir skemmstu að komast aftur til Íslands kom til landsins síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur fjölskyldan gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Samkvæmt þeim ber fjölskyldunni að vera í fjórtán daga sóttkví á heimili sínu. Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Fjöldi kórónaveirutilfella hefur tvöfaldast á einum sólarhring í Suður-Kóreu og segir forsætisráðherra landsins ástandið grafalvarlegt. Alls hafa ríflega tvö þúsund manns látið lífið af völdum veirunnar. Kórónaveiran Covid-19 heldur áfram að breiða úr sér. Staðfest smit eru orðin rúmlega 77 þúsund á heimsvísu og eru staðfest dauðsföll 2.372 samkvæmt nýjustu tölum. Flest eru þau í Kína. Staðfestum smitum í Suður-Kóreu fjölgaði um hundrað í gær. Í dag hefur tvöföldun átt sér stað og samkvæmt fréttaveitunni CNN eru staðfest smit nú orðin 433 í landinu. Forsætisráðherra Suður-Kóreu segir stöðuna grafalvarlega og bætir við að yfirvöld séu að gera sitt besta til að stöðva útbreiðslu veirunnar. Brýnir hann fyrir íbúum að forðast fjöldasamkomur og leita annara leiða til að eiga samskipti, t.d. í gegnum veraldarvefinn. Kona lést af völdum kórónaveirunnar Cocid-19 á Ítalíu í morgun og hafa nú tveir látið lífið þar í landi, en innan við sólarhringur leið á milli dauðsfallanna tveggja. Ítölsk yfirvöld óttast útbreiðslu veirunnar en Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með veiruna í norðurhluta landsins. Íslensk fjölskylda sem dvalist hefur í Wuhan undanfarið og óskaði eftir því fyrir skemmstu að komast aftur til Íslands kom til landsins síðdegis í gær. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu hefur fjölskyldan gengist undir læknisskoðun og heldur sig heima við næstu daga í samræmi við tilmæli sóttvarnalæknis. Samkvæmt þeim ber fjölskyldunni að vera í fjórtán daga sóttkví á heimili sínu.
Suður-Kórea Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57 Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Veirusmitum fjölgar mikið á Ítalíu Heilbrigðisyfirvöld á Ítalíu tilkynntu í gær að sautján manns hafi greinst með COVID19-kórónaveiruna í norðurhluta landsins. Þá var greint frá því að einn hafi látist af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 07:57
Annað dauðsfall á Ítalíu vegna Covid-19 á innan við sólarhring Tveir hafa nú látist á Ítalíu af völdum Covid-19 kórónaveirunnar. Fregnirnar koma innan við sólarhring eftir að 78 ára gamall ellilífeyrisþegi lést á spítala í Veneto-héraði í gær. Sá var fyrsti Evrópubúinn til þess að láta lífið af völdum veirunnar. 22. febrúar 2020 13:15