Segir marga foreldra í þröngri stöðu gagnvart vinnuveitendum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 24. febrúar 2020 13:30 Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. Dagurinn í dag markar upphaf annarrar viku ótímabundinna verkfallsaðgerða Eflingarstarfsfólks í borginni og er óhætt að segja að aðgerðirnar séu farnar að bíta ansi fast. Skrifstofustjóri Ríkissáttasemjara hefur staðfest að ekki hafi verið boðað til nýs fundar. Samninganefnd Eflingar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að nefndin telji yfirlýsingar borgarinnar og borgarstjóra í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin hafi stigið fram með nýtt og endurbætt útspil í viðræðunum. Á þessum forsendum óski samninganefnd Eflingar eftir frekari viðræðum.Sjá nánar: Efling býður til viðræðna Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að verkfallið bitni verst á viðkvæmum hópum í borginni. Skóla-og frístundasvið hafi fengið mörg símtöl frá ráðþrota foreldrum. „Þetta er náttúrulega mjög sárt en við höfum gert hvað við getum miðað við þá mönnun í hverjum og einum leikskóla að stuðla að því að þetta komi jafnt niður á öllum að allir séu að bera sambærilegar byrðar en vissulega er það þannig að margir eru komnir í mjög þrönga stöðu gagnvart sínum vinnuveitendum, það er alveg óumdeilt. Þannig er það.“ Helgi segir að verkfallið komi einna verst niður á foreldrum með lítið bakland, einstæðum foreldrum, foreldrum fatlaðra barna og innflytjendum. „Það má segja að það séu bæði einstæðir foreldrar sem hafa lítið bakland, það eru foreldrar sem eiga börn sem kljást við fötlun og hafa ekki sterkt bakland.“ Hlutfall Eflingarstarfsfólks er hæst í Breiðholti og því kemur verkfallið því illa niður á foreldrum leikskólabarna í Breiðholti. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku.Vísir/vilhelm Helgi kveðst hafa minni áhyggjur af grunnskólum borgarinnar enda séu færri starfsmenn Eflingar sem þar starfi en verkfallið hefur þó og mun áfram hafa nokkur áhrif á grunnskólana. „Í ellefu grunnskólum er ræstingu að hluta eða öllu leyti sinnt af starfsfólki Eflingar og það er mishátt stöðuhlutfall. Í Réttarholtsskóla er öll ræsting skólans unnin af starfsfólki Eflingar á meðan að í fjórum skólum er [hlutfall starfsfólks Eflingar sem sér um ræstingar] innan við hálft stöðugildi og ræstir því aðeins lítinn hluta af skólahúsnæðinu.“ Útlit er fyrir að skólastjórnendur þurfi í auknum mæli að grípa til veltukerfis til að mæta verkföllunum. „Fólkið í Réttarholtsskóla hefur sett upp veltukerfi, í dag er til dæmis tíundi bekkur við nám í skólanum á meðan níundi og áttundi bekkur er í fjarnámi þannig að þau eru í rauninni að skiptast á með staðlotur og fjarnám í Réttarholtsskóla. Veltukerfið byrjaði líka í Grandaskóla í síðustu viku þar sem hluti nemendahópsins var við nám í skólanum en aðrir voru heima. Síðar í vikunni þarf að setja upp veltukerfi í Vogaskóla og í Hamraskóla en við gerum ekki ráð fyrir að verkfallið muni hafa frekari áhrif í grunnskólum hvað varðar ræstinguna en sums staðar höfum við þurft að draga úr mötuneytisþjónustu þar sem starfsfólk Eflingar er í eldhúsinu og þar koma bæði nemendur og starfsfólk með nesti í skólann.“ Helgi bendir á að áhrif verkfalla á grunnskóla borgarinnar verði mun meiri þegar félagsmenn BSRB og Sameykis leggja niður störf 9. mars. Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Deiluaðilar hafa enn tíma til þess að komast að samkomulagi Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. 23. febrúar 2020 18:48 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar hefur mestar áhyggjur af einstæðum foreldrum og foreldrum með lítið bakland vegna yfirstandandi verkfalls Eflingarstarfsfólks. Staðan sé einna verst í Breiðholti. Dagurinn í dag markar upphaf annarrar viku ótímabundinna verkfallsaðgerða Eflingarstarfsfólks í borginni og er óhætt að segja að aðgerðirnar séu farnar að bíta ansi fast. Skrifstofustjóri Ríkissáttasemjara hefur staðfest að ekki hafi verið boðað til nýs fundar. Samninganefnd Eflingar hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að nefndin telji yfirlýsingar borgarinnar og borgarstjóra í fjölmiðlum fyrir helgi gefa til kynna að borgin hafi stigið fram með nýtt og endurbætt útspil í viðræðunum. Á þessum forsendum óski samninganefnd Eflingar eftir frekari viðræðum.Sjá nánar: Efling býður til viðræðna Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla-og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að verkfallið bitni verst á viðkvæmum hópum í borginni. Skóla-og frístundasvið hafi fengið mörg símtöl frá ráðþrota foreldrum. „Þetta er náttúrulega mjög sárt en við höfum gert hvað við getum miðað við þá mönnun í hverjum og einum leikskóla að stuðla að því að þetta komi jafnt niður á öllum að allir séu að bera sambærilegar byrðar en vissulega er það þannig að margir eru komnir í mjög þrönga stöðu gagnvart sínum vinnuveitendum, það er alveg óumdeilt. Þannig er það.“ Helgi segir að verkfallið komi einna verst niður á foreldrum með lítið bakland, einstæðum foreldrum, foreldrum fatlaðra barna og innflytjendum. „Það má segja að það séu bæði einstæðir foreldrar sem hafa lítið bakland, það eru foreldrar sem eiga börn sem kljást við fötlun og hafa ekki sterkt bakland.“ Hlutfall Eflingarstarfsfólks er hæst í Breiðholti og því kemur verkfallið því illa niður á foreldrum leikskólabarna í Breiðholti. Áfram má búast við umtalsverðu raski á skólahaldi í næstu viku.Vísir/vilhelm Helgi kveðst hafa minni áhyggjur af grunnskólum borgarinnar enda séu færri starfsmenn Eflingar sem þar starfi en verkfallið hefur þó og mun áfram hafa nokkur áhrif á grunnskólana. „Í ellefu grunnskólum er ræstingu að hluta eða öllu leyti sinnt af starfsfólki Eflingar og það er mishátt stöðuhlutfall. Í Réttarholtsskóla er öll ræsting skólans unnin af starfsfólki Eflingar á meðan að í fjórum skólum er [hlutfall starfsfólks Eflingar sem sér um ræstingar] innan við hálft stöðugildi og ræstir því aðeins lítinn hluta af skólahúsnæðinu.“ Útlit er fyrir að skólastjórnendur þurfi í auknum mæli að grípa til veltukerfis til að mæta verkföllunum. „Fólkið í Réttarholtsskóla hefur sett upp veltukerfi, í dag er til dæmis tíundi bekkur við nám í skólanum á meðan níundi og áttundi bekkur er í fjarnámi þannig að þau eru í rauninni að skiptast á með staðlotur og fjarnám í Réttarholtsskóla. Veltukerfið byrjaði líka í Grandaskóla í síðustu viku þar sem hluti nemendahópsins var við nám í skólanum en aðrir voru heima. Síðar í vikunni þarf að setja upp veltukerfi í Vogaskóla og í Hamraskóla en við gerum ekki ráð fyrir að verkfallið muni hafa frekari áhrif í grunnskólum hvað varðar ræstinguna en sums staðar höfum við þurft að draga úr mötuneytisþjónustu þar sem starfsfólk Eflingar er í eldhúsinu og þar koma bæði nemendur og starfsfólk með nesti í skólann.“ Helgi bendir á að áhrif verkfalla á grunnskóla borgarinnar verði mun meiri þegar félagsmenn BSRB og Sameykis leggja niður störf 9. mars.
Kjaramál Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52 Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30 Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45 Deiluaðilar hafa enn tíma til þess að komast að samkomulagi Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. 23. febrúar 2020 18:48 Mest lesið Vaktin: Aftakaverður gengur yfir landið Veður Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Innlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Innlent Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Innlent Guðrún boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Bein útsending: Kjaradeila grunnskóla- og leikskólakennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð Sjá meira
Efling býður til viðræðna: „Nýtt og endurbætt útspil borgarinnar“ Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg nýjan kjarasamning hefur sent frá sér yfirlýsingu. 24. febrúar 2020 11:52
Ruslið fýkur meðan samninganefndir talast ekki við Áhrif á skólahald og sorphirðu í Reykjavík verða enn áþreifanlegri á næstu dögum, nú þegar ótímabundnar verkfallsaðgerðir Eflingar eru að sigla inn í aðra viku. 23. febrúar 2020 18:30
Fleiri skólabörn munu þurfa að vera heima í næstu viku Fleiri grunnskólar í Reykjavík munu láta hluta skólabarna sitja heima í næstu viku vegna vinnustöðvunar Eflingarfólks. Víða stefnir jafnframt í að hátíðahöld vegna öskudagsins séu í uppnámi. Enginn fundur hefur enn verið boðaður í deilunni. 23. febrúar 2020 15:45
Deiluaðilar hafa enn tíma til þess að komast að samkomulagi Árni Stefán Jónsson, formaður Sameykis, segir kjarasamningslotuna hafa gengið einstaklega illa. BSRB hafi beðið í ellefu mánuði eftir niðurstöðu og því hafi verið ákveðið að fara í atkvæðagreiðslu um verkfallsboðun. 23. febrúar 2020 18:48