Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Gunnar Reynir Valþórsson og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. febrúar 2020 06:55 Frá Costa Adeje á Tenerife. Vísir/getty Uppfært klukkan 8:55: Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu. Þeir eru í fríi á Tenerife á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. Um þúsund manns eru nú í sóttkví á hóteli sem íslensku ferðaskrifstofurnar hafa hjá sér á skrá, að því er fram kemur í frétt staðarblaðs á Tenerife. Ekki er þó vitað til þess að neinir Íslendingar séu í sóttkví. Sá sem smitaðist af Covid19-veirunni er ítalskur læknir frá Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu sem gaf sig fram á spítala eftir að hann fór að finna fyrir einkennum veirunnar. Hann hafði verið um viku á Tenerife. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða Covid-19 og er maðurinn í sóttkví á spítala. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Bæjarblaðið Diario de Avisos heldur því síðan fram að í morgun hafi heilbrigðisyfirvöld sett rúmlega þúsund ferðamenn á hótelinu H10 Costa Adeje Palace í sóttkví vegna málsins, en maðurinn hafði gist á því hóteli. Ekki verið með farþega á hótelínu síðan í febrúar Samkvæmt heimasíðu Heimsferða, Úrvals Útsýnar og Vita er H10 Costa Adeje Palace-hótelið eitt af þeim sem í boði eru fyrir Íslendinga sem ferðast til eyjarinnar. Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóri Heimsferða segir í svari við fyrirspurn Vísis að enginn á vegum ferðaskrifstofunnar sé nú á hótelinu. Heimsferðir hafi raunar ekki verið með farþega á hótelinu síðan í byrjun febrúar. Þá hefur hann ekki heyrt af neinum Íslendingum í sóttkví. Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals útsýnar hafði ekki fengið fregnir af því hvort einhverjir Íslendingar væru á hótelinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að verið sé að vinna í því að afla upplýsinga um stöðu mála. Átta norrænir gestir á vegum ferðaskrifstofunnar Tui eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu, að því er norska dagblaðið VG hefur eftir Mikkel Hansen, fjölmiðlafulltrúa hjá Tui. Hansen segir að norrænu gestirnir séu frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrst var greint frá því að gestirnir væru fimmtán en það reyndist ekki rétt. Tvö tilfelli Covid19-veirunnar hafa nú greinst á Kanaríeyjum. Þá hefur fjöldi tilfella greinst á Ítalíu, alls 229, og hefur sóttvarnalæknir mælst gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt héruðin ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:21. Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Uppfært klukkan 8:55: Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu. Þeir eru í fríi á Tenerife á vegum ferðaskrifstofunnar Vita. Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. Um þúsund manns eru nú í sóttkví á hóteli sem íslensku ferðaskrifstofurnar hafa hjá sér á skrá, að því er fram kemur í frétt staðarblaðs á Tenerife. Ekki er þó vitað til þess að neinir Íslendingar séu í sóttkví. Sá sem smitaðist af Covid19-veirunni er ítalskur læknir frá Lombardy-héraði á Norður-Ítalíu sem gaf sig fram á spítala eftir að hann fór að finna fyrir einkennum veirunnar. Hann hafði verið um viku á Tenerife. Nú hefur verið staðfest að um sé að ræða Covid-19 og er maðurinn í sóttkví á spítala. Þetta er fyrsta tilfellið sem upp kemur á þessum vinsæla ferðamannastað þar sem fjöldi Íslendinga dvelur á hverjum tíma. Bæjarblaðið Diario de Avisos heldur því síðan fram að í morgun hafi heilbrigðisyfirvöld sett rúmlega þúsund ferðamenn á hótelinu H10 Costa Adeje Palace í sóttkví vegna málsins, en maðurinn hafði gist á því hóteli. Ekki verið með farþega á hótelínu síðan í febrúar Samkvæmt heimasíðu Heimsferða, Úrvals Útsýnar og Vita er H10 Costa Adeje Palace-hótelið eitt af þeim sem í boði eru fyrir Íslendinga sem ferðast til eyjarinnar. Tómas J. Gestsson framkvæmdastjóri Heimsferða segir í svari við fyrirspurn Vísis að enginn á vegum ferðaskrifstofunnar sé nú á hótelinu. Heimsferðir hafi raunar ekki verið með farþega á hótelinu síðan í byrjun febrúar. Þá hefur hann ekki heyrt af neinum Íslendingum í sóttkví. Þórunn Reynisdóttir forstjóri Úrvals útsýnar hafði ekki fengið fregnir af því hvort einhverjir Íslendingar væru á hótelinu þegar Vísir náði tali af henni í morgun. Hún segir að verið sé að vinna í því að afla upplýsinga um stöðu mála. Átta norrænir gestir á vegum ferðaskrifstofunnar Tui eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu, að því er norska dagblaðið VG hefur eftir Mikkel Hansen, fjölmiðlafulltrúa hjá Tui. Hansen segir að norrænu gestirnir séu frá Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi. Fyrst var greint frá því að gestirnir væru fimmtán en það reyndist ekki rétt. Tvö tilfelli Covid19-veirunnar hafa nú greinst á Kanaríeyjum. Þá hefur fjöldi tilfella greinst á Ítalíu, alls 229, og hefur sóttvarnalæknir mælst gegn ónauðsynlegum ferðum til fjögurra héraða á Norður-Ítalíu. Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt héruðin ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 8:21. Veist þú meira um málið? Vísir tekur tekur ábendingum fagnandi á ritstjorn(hja)visir.is. Fullum trúnaði heitið.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spánn Tengdar fréttir Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45 WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46 Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17 Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Grönduðu flugvél frá furstadæmunum og felldu fjörutíu málaliða Geislasverð Svarthöfða til sölu Liðþjálfi skaut fimm aðra hermenn Sjá meira
Íslendingum sem heimsækja fjögur héruð Ítalíu gert að fara í sóttkví Íslenskir ferðalangar sem hafa heimsótt ákveðin héröð á Ítalíu ættu að viðhafa sóttkví í tvær vikur samkvæmt nýuppfærðum tilmælum sóttvarnarlæknis vegna Covid-19 veirunnar. 24. febrúar 2020 19:45
WHO segir að heimsbyggðin ætti að undirbúa sig undir heimsfaraldur Forsvarsmenn stofnunarinnar segja það enn of snemmt að skilgreina útbreiðslu veirunnar sem heimsfaraldur en að ríki heims ættu að vera á undirbúningsstigi. 24. febrúar 2020 18:46
Versti dagur hlutabréfamarkaða í tvö ár Hlutabréfamarkaðir í Evrópu og vestanhafs urðu fyrir miklu höggi í dag og hefur þessi mikla lækkun verið rakin til áhyggja vegna útbreiðslu Covid-19 kórónaveirunnar. 24. febrúar 2020 23:17