Svali segir að uggur sé í Íslendingum á Tenerife Jakob Bjarnar skrifar 25. febrúar 2020 10:52 Svali segir að þetta hafi verið viðbúið. Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma þangað á ári hverju. „Auðvitað,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, spurður hvort ekki sé uggur í þeim Íslendingum sem þar dvelja? „Allir hugsa, þegar svona fréttir berast; eins gott að það komi ekki hingað. Allur heimurinn hvort sem er hér eða á Íslandi. Það þurfa allir að undirbúa sig fyrir þetta.“ Bara túrismi á Tenerife Sigvaldi, sem betur er þekktur sem útvarpsmaðurinn Svali, hefur verið búsettur í tvö ár á Tenerife þar sem Covid19-smit hefur verið greint og sjö Íslendingar eru nú í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu þar. Svali segir þetta nýja stöðu á eyjunum hvar aldrei gerist neitt. Nýverið gekk þar yfir mikill sandstormur og nú þetta. En, þetta kemur ekki alveg á óvart. „Maður vissi þetta svo sem alveg. Þetta var vitað, Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma hér á hverju ári. Þegar fréttir bárust frá Ítalíu, þá var búið að setja allt í gang á öllum spítölum hérna, og undirbúa. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Það er klárt mál. Þá heyrði ég af því að þetta hefur verið lengi í undirbúningi á flugvellinum þá hvernig bregðast eigi við þess. Menn hafa haft varan á. Hér er bara túrismi, í rauninni.“ Gott heilbrigðiskerfi Svali segir að enn meiri fréttaflutningur sé af þessu á Íslandi enn sem komið er en á Spáni. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart. Hlutfallslega eru býsna margir Íslendingar á Tenerife, að jafnaði 1.500 manns. Sjálfur virðist hann tiltölulega spakur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir að heilbrigðiskerfið á Spáni sé gott. „Þeir eru að reyna að taka utan um hótelið og fólkið þar. Ganga úr skugga um að þetta sé einangrað. En, ef það er einn þá eru líklega fleiri. Auðvitað taka menn þessu mjög alvarlega. Heilbrigðiskerfið hér er frábært og þeir vita pottþétt hvaða þeir syngja í undirbúningnum. Við munum fylgjast vel með næstu daga. Einhverjar frekari aðgerðir væntanlega í býgerð. En ég geri ekki ráð fyrir hópflutningum frá eyjunni, ástandið sé ekki þannig.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
„Auðvitað,“ segir Sigvaldi Kaldalóns, fararstjóri á Tenerife, spurður hvort ekki sé uggur í þeim Íslendingum sem þar dvelja? „Allir hugsa, þegar svona fréttir berast; eins gott að það komi ekki hingað. Allur heimurinn hvort sem er hér eða á Íslandi. Það þurfa allir að undirbúa sig fyrir þetta.“ Bara túrismi á Tenerife Sigvaldi, sem betur er þekktur sem útvarpsmaðurinn Svali, hefur verið búsettur í tvö ár á Tenerife þar sem Covid19-smit hefur verið greint og sjö Íslendingar eru nú í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu þar. Svali segir þetta nýja stöðu á eyjunum hvar aldrei gerist neitt. Nýverið gekk þar yfir mikill sandstormur og nú þetta. En, þetta kemur ekki alveg á óvart. „Maður vissi þetta svo sem alveg. Þetta var vitað, Tenerife er svo fjölsóttur ferðamannastaður. Sex milljónir manna koma hér á hverju ári. Þegar fréttir bárust frá Ítalíu, þá var búið að setja allt í gang á öllum spítölum hérna, og undirbúa. Aldrei spurning um hvort heldur hvenær. Það er klárt mál. Þá heyrði ég af því að þetta hefur verið lengi í undirbúningi á flugvellinum þá hvernig bregðast eigi við þess. Menn hafa haft varan á. Hér er bara túrismi, í rauninni.“ Gott heilbrigðiskerfi Svali segir að enn meiri fréttaflutningur sé af þessu á Íslandi enn sem komið er en á Spáni. Sem þarf kannski ekki að koma á óvart. Hlutfallslega eru býsna margir Íslendingar á Tenerife, að jafnaði 1.500 manns. Sjálfur virðist hann tiltölulega spakur í samtali við blaðamann Vísis. Hann segir að heilbrigðiskerfið á Spáni sé gott. „Þeir eru að reyna að taka utan um hótelið og fólkið þar. Ganga úr skugga um að þetta sé einangrað. En, ef það er einn þá eru líklega fleiri. Auðvitað taka menn þessu mjög alvarlega. Heilbrigðiskerfið hér er frábært og þeir vita pottþétt hvaða þeir syngja í undirbúningnum. Við munum fylgjast vel með næstu daga. Einhverjar frekari aðgerðir væntanlega í býgerð. En ég geri ekki ráð fyrir hópflutningum frá eyjunni, ástandið sé ekki þannig.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Spánn Tengdar fréttir Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35 Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55 Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23 Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14 Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Erlent Svandís stígur til hliðar Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Erlent Fleiri fréttir Eldur í íbúð í Mosfellsbæ Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Sjá meira
Sjö Íslendingar í sóttkví á Tenerife Sjö Íslendingar eru í sóttkví á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife, samkvæmt upplýsingum frá Þráni Vigfússyni, framkvæmdastjóra ferðaskrifstofunnar Vita. 25. febrúar 2020 08:35
Þúsund manns í sóttkví á Íslendingahóteli á Tenerife Heilbrigðisyfirvöld á Tenerife á Kanaríeyjum hafa nú staðfest eitt tilfelli Covid19-smits á eyjunni. 25. febrúar 2020 06:55
Ekkert búið að ákveða um ráðstafanir vegna Tenerife Landlæknisembættið fylgist vel með stöðu mála á Tenerife, þar sem sjö Íslendingar eru í sóttkví á hóteli á Costa Adeje-ströndinni. 25. febrúar 2020 10:23
Íslendingar forðist handabönd og kossaflens vegna kórónuveirunnar Þetta segir Rögnvaldur Ólafsson í samtali við Vísi að loknum stöðufundi almannavarna með sóttvarnalækni vegna frétta sem berast Tenerife. 25. febrúar 2020 10:14