Segir ekki verið að skera niður stuðning við nýsköpun Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. febrúar 2020 17:23 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, tilkynnti í dag um ákvörðun sína um að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður. vísir/vilhelm Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. Hún segir ákvörðunina ekki fela í sér niðurskurð ríkisins þegar kemur að stuðningi við nýsköpun heldur sé verið að forgangsraða fjármunum upp á nýtt. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína að leggja stofnunina niður um næstu áramót á ríkisstjórnarfundi í morgun. Starfsfólki var svo kynnt ákvörðunin á fundi með ráðuneytisstjóra eftir hádegi. Hjá miðstöðinni starfa 81 í 73 stöðugildum, þar af fimm á landsbyggðinni. Engum var sagt upp í dag en það liggur í hlutarins að enginn mun starfa hjá Nýsköpunarmiðstöðinni eftir áramót. „Auðvitað er stór ákvörðun erfið og hana þarf að undirbyggja mjög vel þegar áhrifin eru augljós á þetta margt starfsfólk. Þess vegna höfum við líka gefið okkar góðan tíma í að undirbyggja hana og greina. Við gáfum út nýsköpunarstefnu sem var unnin í þverpólitískri nálgun þar sem eitt leiðarljósanna er auðvitað að nýta eigi fjármagn til rannsókna og frumkvöðla umfram umsýslu og yfirbyggingu. Við fórum síðan í greiningu og úr því kemur ákveðin niðurstaða. Við erum að segja upphátt og skýrt hvert við viljum fara en við erum líka að gefa okkur góðan tíma til að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Vísi. Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Keldnaholti.Vísir/Vilhelm Vilja byggja upp sterkara stuðningsumhverfi úti á landi Ákveðin verkefni sem verið hafa hjá Nýsköpunarmiðstöð munu lifa áfram á nýjum stað á meðan öðrum verður hætt. „Svo er áformað að byggja upp sterkara stuðningsumhverfi úti á landi þannig að það er hrein byggðaaðgerð. Hluti af því að ná meiri árangri sem nýsköpunarland er að umhverfið sé sterkara úti á landi fyrir alla þá sem þar búa og tækifærin sem eru þar,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir að hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hafi verið mikilvægt og það sé meðal annars út af stofnuninni og því sem starfsfólkið þar hefur áorkað sem íslenskt samfélag sé komið lengra í þróun og þroskaðra nýsköpunarumhverfi. Þess þá heldur eigi að endurskoða hvar stuðningi ríkisins sé best varið. Þórdís Kolbrún segir að sér hafi fundið skipta máli af virðingu við starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar að gera hlutina í réttri röð. „Auðvitað er það þannig að það eru mörg samtöl sem eru eftir, við hagsmunaaðila og stofnunina. Við gátum ekki hafið það samtal því mér fannst skipta máli af virðingu við starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar að þetta yrði gert í réttri röð, að þau fengju fyrst að vita um áformin þannig að nú er svo vinna eftir,“ segir ráðherra. Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ákvörðun ráðherra hefði komið starfsfólki á óvart.Vísir/vilhelm Leggur áherslu á mikilvægi nýsköpunar hjá hinu opinbera Þórdís Kolbrún segir hugmyndina ekki vera þá að ríkið skeri niður þegar kemur að stuðningi við nýsköpun heldur að forgangsraða fjármunum upp á nýtt. Ríkið bakki þannig þar sem ekki sé lengur þörf fyrir stuðning með jafnsterkum hætti og áður en auki stuðning annars staðar, til dæmis úti á landi. Þá leggur ráðherra áherslu á mikilvægi nýsköpunar hjá hinu opinbera. „Ég get ekki sagt það nógu oft að það er okkur sem samfélagi lífsnauðsynlegt að stórauka nýsköpun hjá hinu opinbera, hvort sem það er í heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi eða þjónustu hins opinbera gagnvart borgurum. Mér finnst það eiga að vera forgangsatriði hjá stjórnvöldum að styðja við það og flýta þeirri þróun og þegar þú forgangsraðar fjármunum þá myndast svigrúm til að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún. Að því er fram kom í tilkynningu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna málsins í dag hafa bein framlög úr ríkissjóði til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verið rúmlega 700 milljónir króna árlega. Ráðgert er að tæplega helmingur þess fjármagns verði notaður til að fylgja eftir þeim verkefnum stofnunarinnar sem framhald verður á. Aðspurð í þessu ljósi hvort ríkið sé ekki bara að draga saman seglin þegar kemur að nýsköpun svarar Þórdís Kolbrún neitandi. „Hugmyndin er, eins og lagt er upp með og eins og áætlanir líta út núna sem geta tekið breytingum, að um það bil helmingur fari í verkefni áfram sem í dag eru hjá Nýsköpunarmiðstöð á nýjum stað, í nýju umhverfi og svo framvegis. Þá snýst það um forgangsröðun fjármuna. Við erum ekki að tala um neinn niðurskurð í stuðningi ríkisins þegar kemur að nýsköpun. Við erum í rauninni að endurskoða hvað er forgangsmál hjá hinu opinbera að beina stuðningi hins opinbera í þessu nýsköpunarumhverfi. Það snýst þá um það að horfa til þess hvert eru peningarnir fara og eru þeir á réttum stað.“ Nýsköpun Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun. 25. febrúar 2020 14:19 „Fólk er auðvitað dálítið hissa“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, hefur tekið ákvörðun um að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður frá næstu áramótum. 25. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, segir að stór ákvörðun á borð við þá að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands sé erfið. Slíka ákvörðun þurfi að undirbyggja vel þegar áhrifin eru augljós á jafnmargt starfsfólk og raun ber vitni. Hún segir ákvörðunina ekki fela í sér niðurskurð ríkisins þegar kemur að stuðningi við nýsköpun heldur sé verið að forgangsraða fjármunum upp á nýtt. Ráðherra tilkynnti um ákvörðun sína að leggja stofnunina niður um næstu áramót á ríkisstjórnarfundi í morgun. Starfsfólki var svo kynnt ákvörðunin á fundi með ráðuneytisstjóra eftir hádegi. Hjá miðstöðinni starfa 81 í 73 stöðugildum, þar af fimm á landsbyggðinni. Engum var sagt upp í dag en það liggur í hlutarins að enginn mun starfa hjá Nýsköpunarmiðstöðinni eftir áramót. „Auðvitað er stór ákvörðun erfið og hana þarf að undirbyggja mjög vel þegar áhrifin eru augljós á þetta margt starfsfólk. Þess vegna höfum við líka gefið okkar góðan tíma í að undirbyggja hana og greina. Við gáfum út nýsköpunarstefnu sem var unnin í þverpólitískri nálgun þar sem eitt leiðarljósanna er auðvitað að nýta eigi fjármagn til rannsókna og frumkvöðla umfram umsýslu og yfirbyggingu. Við fórum síðan í greiningu og úr því kemur ákveðin niðurstaða. Við erum að segja upphátt og skýrt hvert við viljum fara en við erum líka að gefa okkur góðan tíma til að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún í samtali við Vísi. Nýsköpunarmiðstöð Íslands í Keldnaholti.Vísir/Vilhelm Vilja byggja upp sterkara stuðningsumhverfi úti á landi Ákveðin verkefni sem verið hafa hjá Nýsköpunarmiðstöð munu lifa áfram á nýjum stað á meðan öðrum verður hætt. „Svo er áformað að byggja upp sterkara stuðningsumhverfi úti á landi þannig að það er hrein byggðaaðgerð. Hluti af því að ná meiri árangri sem nýsköpunarland er að umhverfið sé sterkara úti á landi fyrir alla þá sem þar búa og tækifærin sem eru þar,“ segir Þórdís Kolbrún. Hún segir að hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvarinnar hafi verið mikilvægt og það sé meðal annars út af stofnuninni og því sem starfsfólkið þar hefur áorkað sem íslenskt samfélag sé komið lengra í þróun og þroskaðra nýsköpunarumhverfi. Þess þá heldur eigi að endurskoða hvar stuðningi ríkisins sé best varið. Þórdís Kolbrún segir að sér hafi fundið skipta máli af virðingu við starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar að gera hlutina í réttri röð. „Auðvitað er það þannig að það eru mörg samtöl sem eru eftir, við hagsmunaaðila og stofnunina. Við gátum ekki hafið það samtal því mér fannst skipta máli af virðingu við starfsfólk Nýsköpunarmiðstöðvar að þetta yrði gert í réttri röð, að þau fengju fyrst að vita um áformin þannig að nú er svo vinna eftir,“ segir ráðherra. Sigríður Ingvarsdóttir, forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar. Hún sagði í samtali við Vísi fyrr í dag að ákvörðun ráðherra hefði komið starfsfólki á óvart.Vísir/vilhelm Leggur áherslu á mikilvægi nýsköpunar hjá hinu opinbera Þórdís Kolbrún segir hugmyndina ekki vera þá að ríkið skeri niður þegar kemur að stuðningi við nýsköpun heldur að forgangsraða fjármunum upp á nýtt. Ríkið bakki þannig þar sem ekki sé lengur þörf fyrir stuðning með jafnsterkum hætti og áður en auki stuðning annars staðar, til dæmis úti á landi. Þá leggur ráðherra áherslu á mikilvægi nýsköpunar hjá hinu opinbera. „Ég get ekki sagt það nógu oft að það er okkur sem samfélagi lífsnauðsynlegt að stórauka nýsköpun hjá hinu opinbera, hvort sem það er í heilbrigðiskerfi, velferðarkerfi eða þjónustu hins opinbera gagnvart borgurum. Mér finnst það eiga að vera forgangsatriði hjá stjórnvöldum að styðja við það og flýta þeirri þróun og þegar þú forgangsraðar fjármunum þá myndast svigrúm til að gera það,“ segir Þórdís Kolbrún. Að því er fram kom í tilkynningu atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins vegna málsins í dag hafa bein framlög úr ríkissjóði til Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands verið rúmlega 700 milljónir króna árlega. Ráðgert er að tæplega helmingur þess fjármagns verði notaður til að fylgja eftir þeim verkefnum stofnunarinnar sem framhald verður á. Aðspurð í þessu ljósi hvort ríkið sé ekki bara að draga saman seglin þegar kemur að nýsköpun svarar Þórdís Kolbrún neitandi. „Hugmyndin er, eins og lagt er upp með og eins og áætlanir líta út núna sem geta tekið breytingum, að um það bil helmingur fari í verkefni áfram sem í dag eru hjá Nýsköpunarmiðstöð á nýjum stað, í nýju umhverfi og svo framvegis. Þá snýst það um forgangsröðun fjármuna. Við erum ekki að tala um neinn niðurskurð í stuðningi ríkisins þegar kemur að nýsköpun. Við erum í rauninni að endurskoða hvað er forgangsmál hjá hinu opinbera að beina stuðningi hins opinbera í þessu nýsköpunarumhverfi. Það snýst þá um það að horfa til þess hvert eru peningarnir fara og eru þeir á réttum stað.“
Nýsköpun Stjórnsýsla Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun. 25. febrúar 2020 14:19 „Fólk er auðvitað dálítið hissa“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, hefur tekið ákvörðun um að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður frá næstu áramótum. 25. febrúar 2020 16:03 Mest lesið Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Erlent Herjólfur siglir ekki meira í dag Innlent Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Innlent Fleiri fréttir Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Sjá meira
Ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands Nýsköpunarráðherra ætlar að leggja niður Nýsköpunarmiðstöð Íslands um næstu áramót og finna nýjan farveg þeim verkefnum sem haldið verður áfram. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunarráðherra tilkynnti þetta á fundi ríkisstjórnar í morgun. 25. febrúar 2020 14:19
„Fólk er auðvitað dálítið hissa“ Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra, hefur tekið ákvörðun um að leggja Nýsköpunarmiðstöð Íslands niður frá næstu áramótum. 25. febrúar 2020 16:03