Íslendingar ekki mælst svartsýnni í sex ár Eiður Þór Árnason skrifar 25. febrúar 2020 20:00 Vísitalan er byggð á svörum Íslendinga 18 ára og eldri af öllu landinu. Vísir/vilhelm Íslendingar hafa ekki mælst svartsýnni til stöðu og framtíðarhorfa í efnahags- og atvinnulífinu í sex ár, ef marka má Væntingavísitölu Gallup. Vísitalan, sem uppfærð var í morgun, hefur lækkað um tæplega 20 stig í febrúarmánuði og mælist nú 75,3 stig. Fari talan niður fyrir 100 stig eru fleiri svarendur neikvæðir en jákvæðir. Vísitalan hefur nú ekki mælst lægri frá því í nóvember 2013 og hefur hún verið undir 100 stigum frá því í ágúst 2018. Allar undirvísitölur Væntingavísitölunnar lækka umtalsvert á milli mánaða og sú undirvísitala sem mælist lægst er mat neytenda á efnahagslífinu. Næst á eftir eru væntingar neytenda til næstu sex mánaða. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að ætla megi að helstu ástæður þessarar dýfu séu vaxandi órói á íslenskum vinnumarkaði sem ekki sjái fyrir endann á og útbreiðsla kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Þá er Væntingavísitalan sögð hafa talsvert forspárgildi fyrir skammtímaþróun einkaneyslu. Til að mynda hefur hægt á vexti einkaneyslu undanfarin misseri samhliða því að væntingar almennings hafa dökknað. „Þótt ekki sé hægt að draga sterkar ályktanir af mánaðarsveiflum í [Væntingavísitölu] bendir þróunin það sem af er ári fremur til þess að vöxtur einkaneyslu verði hægur, ef nokkur, á fyrsta fjórðungi ársins. Það fer svo væntanlega eftir því hvort horfur um þróun COVID-19 batna og staðan á vinnumarkaði róast með hækkandi sól hvort einkaneysluvöxturinn glæðist að nýju þegar líður á þetta ár,“ segir í greiningu Íslandsbanka. Efnahagsmál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Íslendingar hafa ekki mælst svartsýnni til stöðu og framtíðarhorfa í efnahags- og atvinnulífinu í sex ár, ef marka má Væntingavísitölu Gallup. Vísitalan, sem uppfærð var í morgun, hefur lækkað um tæplega 20 stig í febrúarmánuði og mælist nú 75,3 stig. Fari talan niður fyrir 100 stig eru fleiri svarendur neikvæðir en jákvæðir. Vísitalan hefur nú ekki mælst lægri frá því í nóvember 2013 og hefur hún verið undir 100 stigum frá því í ágúst 2018. Allar undirvísitölur Væntingavísitölunnar lækka umtalsvert á milli mánaða og sú undirvísitala sem mælist lægst er mat neytenda á efnahagslífinu. Næst á eftir eru væntingar neytenda til næstu sex mánaða. Sjá einnig: Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Fram kemur í greiningu Íslandsbanka að ætla megi að helstu ástæður þessarar dýfu séu vaxandi órói á íslenskum vinnumarkaði sem ekki sjái fyrir endann á og útbreiðsla kórónuveirunnar sem nú herjar á heimsbyggðina. Þá er Væntingavísitalan sögð hafa talsvert forspárgildi fyrir skammtímaþróun einkaneyslu. Til að mynda hefur hægt á vexti einkaneyslu undanfarin misseri samhliða því að væntingar almennings hafa dökknað. „Þótt ekki sé hægt að draga sterkar ályktanir af mánaðarsveiflum í [Væntingavísitölu] bendir þróunin það sem af er ári fremur til þess að vöxtur einkaneyslu verði hægur, ef nokkur, á fyrsta fjórðungi ársins. Það fer svo væntanlega eftir því hvort horfur um þróun COVID-19 batna og staðan á vinnumarkaði róast með hækkandi sól hvort einkaneysluvöxturinn glæðist að nýju þegar líður á þetta ár,“ segir í greiningu Íslandsbanka.
Efnahagsmál Skoðanakannanir Tengdar fréttir Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43 Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25. febrúar 2020 19:00 Mest lesið Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Efnahagsóveðurskýin hrannast upp yfir Íslandi Ingólfur Bender telur menn hafa brugðist of seint við versnandi efnahagshorfum. 5. febrúar 2020 11:43
Lækkanir í Kauphöll, afbókanir og áform á ís vegna kórónuveirunnar Verulegar afbókanir hafa verið á hótelum hér á landi vegna kórónuveirunnar og fólk er uggandi vegna þróunarinnar að sögn talsmanns hóteleiganda. Öll félög í Kauphöllinni hafa lækkað tvo daga í röð. Forstjórinn segir það mjög óvenjulegt. 25. febrúar 2020 19:00