Veikindi flugfreyja: Rannsókn beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 26. febrúar 2020 10:12 Upplýsingafulltrúi Isavia segir ljóst að óveðrið hafi áhrif á allar flugferðir á landinu í dag. vísir/vilhelm Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á veikindum flugfreyja um borð í vél Icelandair sem snúið var við skömmu eftir flugtak þann 4. janúar á síðasta ári beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi. Rannsókn á þessu máli og tveimur öðrum sambærilegum málum hafa verið sameinaðar í eina rannsókn. Í stöðuskýrslu Rannsóknarnefndarinnar vegna veikindanna sem komu upp í janúar á síðasta ári segir að við rannsókn hafi komið í ljós að þrjár flugfreyjur hafi veikst í fluginu, auk þess sem að ein til viðbótar fann fyrir vægari einkennum. Ein flugfreyja varð óvinnufær í fluginu en svo heppilega vildi til að læknir var um borð í vélinni. Gat hann sinn umönnun þeirrar sem varð óvinnufær. Tilkynning um málið bast rannsóknarnefndinni á meðan flugvélin var enn í loftinu. Segir í stöðuskýrslunni að starfsmönnum nefndarinnar hafi því gefist kostur á að taka á móti flugvélinni og taka efnasýni um borð í henni strax að lokinni lendingu, eitthvað sem hafi ekki gefist kostur á við rannsókn á tveimur öðrum sambærilegum málum sem tengjast Boeing 767 vélum. Til skoðunar er hvort starfsumhverfi flugfreyjanna tengist veikindunum og beinist rannsóknin að hreyflum og hreyflaviðhaldi, að því er segir í stöðuskýrslunni. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi. Fréttir af flugi Icelandair Samgönguslys Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24. september 2019 17:58 Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47 Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum. 29. ágúst 2019 12:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Rannsókn Rannsóknarnefndar samgönguslysa á veikindum flugfreyja um borð í vél Icelandair sem snúið var við skömmu eftir flugtak þann 4. janúar á síðasta ári beinist að hreyflum og hreyflaviðhaldi. Rannsókn á þessu máli og tveimur öðrum sambærilegum málum hafa verið sameinaðar í eina rannsókn. Í stöðuskýrslu Rannsóknarnefndarinnar vegna veikindanna sem komu upp í janúar á síðasta ári segir að við rannsókn hafi komið í ljós að þrjár flugfreyjur hafi veikst í fluginu, auk þess sem að ein til viðbótar fann fyrir vægari einkennum. Ein flugfreyja varð óvinnufær í fluginu en svo heppilega vildi til að læknir var um borð í vélinni. Gat hann sinn umönnun þeirrar sem varð óvinnufær. Tilkynning um málið bast rannsóknarnefndinni á meðan flugvélin var enn í loftinu. Segir í stöðuskýrslunni að starfsmönnum nefndarinnar hafi því gefist kostur á að taka á móti flugvélinni og taka efnasýni um borð í henni strax að lokinni lendingu, eitthvað sem hafi ekki gefist kostur á við rannsókn á tveimur öðrum sambærilegum málum sem tengjast Boeing 767 vélum. Til skoðunar er hvort starfsumhverfi flugfreyjanna tengist veikindunum og beinist rannsóknin að hreyflum og hreyflaviðhaldi, að því er segir í stöðuskýrslunni. Veikindi flugfreyja og þjóna hafa reglulega ratað í fréttirnar á undanförnum árum, og hafa þau oftar en ekki verið rakin til skertra loftgæða um borð í flugvélunum. Þannig var greint frá því árið 2016 að veikindi flugliða hjá Icelandair hefðu aukist og að flugfélagið hafi meðal annars óskað eftir aðstoð Rannsóknarnefndar flugslysa til að fá úr því skorið hvers vegna flugfreyjur finndu til svima og súrefnisskorts í flugi.
Fréttir af flugi Icelandair Samgönguslys Vinnumarkaður Tengdar fréttir Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25 Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24. september 2019 17:58 Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47 Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum. 29. ágúst 2019 12:45 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Flugliðar undirbúa hópmálsókn gegn Icelandair Hópur flugliða sem starfar hjá Icelandair undirbýr nú hópmálsókn á hendur fyrirtækinu vegna skaða sem þeir telja sig hafa orðið fyrir vegna skertra loftgæða um borð. 27. ágúst 2019 19:25
Telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun Tvær flugfreyjur Icelandair telja sig hafa orðið fyrir alvarlegri eitrun við störf um borð í flugvélum flugfélagsins. Annað atvikið átti sér stað árið 2018, hitt árið 2017. Önnur flugfreyjan hefur glímt við langvarandi veikindi frá því að atvikið átti sér stað. 24. september 2019 17:58
Veikindi flugfreyja rannsökuð Þrjár flugfreyjur veiktust í flugi Icelandair í síðustu viku og þurftu að fá súrefni í fluginu. Ein flugfreyjanna þurfti að leita sér aðstoðar á bráðamóttöku þegar heim var komið. 22. september 2019 14:47
Icelandair skoðar loftgæði í háloftunum Upplýsingafulltrúi Icelandair segir að félagið hafi gengið lengra en mörg önnur til að bæta loftgæði í háloftunum. 29. ágúst 2019 12:45