Handbolti

Erlingur skrifaði undir nýjan samning við Hollendinga

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Erlingur í leik með ÍBV.
Erlingur í leik með ÍBV. vísir/daníel þór

Erlingur Birgir Richardsson, annar þjálfara ÍBV, verður landsliðsþjálfari Hollendinga næstu árin.

Hann skrifaði á dögunum undir nýjan samning við hollenska handknattleikssambandið. Sá samningur er til ársins 2022. Erlingur tók við starfinu í október árið 2017.

„Við þurfum að halda áfram á þeirri braut sem við höfum verið síðustu ár ef við ætlum að komast lengra. Að komast á EM 2020 var fyrsta skrefið og nú þurfum við að halda áfram,“ segir Erlingur í fréttatilkynningu hollenska sambandsins.

Næsta verkefni Erlings með liðið er umspil fyrir HM í Egyptalandi. Þeir leikir verða spilaðir í júní.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×