Félagsmenn Eflingar orðnir þreyttir á verkfalli Jóhann K. Jóhannsson skrifar 26. febrúar 2020 18:30 Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar mættu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um miðjan dag. En ekkert hefur þokast í viðræðum og ekkert fundað síðustu sjö daga. Á fundinum ætlaði samninganefnd Eflingar að fá hreint hvert tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar væri en í tilkynningu sem stéttarfélagið sendi frá sér eftir viðtal Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, fjölmiðlum í síðustu viku segir að þar hafi komið fram að borgin sé tilbúin að koma betur á móts við starfsfólk en kynnt hefur verið á undangengnum samningafundum. Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó fyrir fundinn í dag þar sem félagsmenn í verkfalli mættu, töluvert færri en á síðustu fundi. Félagsmenn sem fréttastofa ræddi við eru orðnir óþreyjufullir og vilja komast aftur til vinnu. Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur mættu á baráttufundinn í dag.Vísir/Stöð 2 Verkfallsþreyta í félagsmönnum Nú er tíundi dagur í verkfalli. Er komin þeyta? „Já, við viljum að þetta fari að leysast,“ sögðu Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur á leikskóla sem voru staddar á baráttufundinum. „Þetta er farið að hafa áhrif á svefninn hjá mér og bara hef ekkert að gera. Það er bara málið,“ sagði Björn Sigurðsson, starfsmaður í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. „Já. Sakna barnanna, vinnunnar og vinkvennanna sem ég er að vinna með. Svolítið leiðinlegt að vera svona lengi heima,“ sagði Ewalina Angow, leiðbeinandi og deildarstjóri á leikskóla.Er þetta farið að hafa áhrif á fjárhag heimilisins? „Já, hjá mér. Já, auðvitað gerir það það ef þetta heldur áfram mikið lengur,“ sögðu Guðrún og Ásta.Ertu tilbúinn til þess að vera lengur í verkfalli? „Nei, þetta er komið gott,“ sagði Björn. „Ef við þurfum já. En það væri betra að komast í vinnuna,“ sagði Ewalina. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félagsmönnum í kröfugöngu að loknum baráttufundi í dag.Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar tilbúin í enn lengra verkfall Formaður Eflingar var ekki bjartsýn fyrir fund samninganefndanna í dag. „Ég held að fólk sé aðallega orðið þeytt á þessu leikriti. Að vera að mæta hérna og þau, sem eru alltaf að bíða eftir jákvæðum fréttum, sem að berast svo ekki. En við skulum sjá hvað gerist núna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Eruð þið tilbúin í enn lengra verkfall? „Að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Þreyta er á meðal félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg. Ótímabundið verkfall þeirra hefur nú staðið í tíu daga. Félagsmenn vilja að gengið verði til samninga svo þeir geti mætt til vinnu aftur, verkfallið sé farið að hafa áhrif á fjárhag heimilla þeirra. Samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar mættu til fundar í húsnæði ríkissáttasemjara um miðjan dag. En ekkert hefur þokast í viðræðum og ekkert fundað síðustu sjö daga. Á fundinum ætlaði samninganefnd Eflingar að fá hreint hvert tilboð Reykjavíkurborgar til Eflingar væri en í tilkynningu sem stéttarfélagið sendi frá sér eftir viðtal Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra, fjölmiðlum í síðustu viku segir að þar hafi komið fram að borgin sé tilbúin að koma betur á móts við starfsfólk en kynnt hefur verið á undangengnum samningafundum. Efling stóð fyrir baráttufundi í Iðnó fyrir fundinn í dag þar sem félagsmenn í verkfalli mættu, töluvert færri en á síðustu fundi. Félagsmenn sem fréttastofa ræddi við eru orðnir óþreyjufullir og vilja komast aftur til vinnu. Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur mættu á baráttufundinn í dag.Vísir/Stöð 2 Verkfallsþreyta í félagsmönnum Nú er tíundi dagur í verkfalli. Er komin þeyta? „Já, við viljum að þetta fari að leysast,“ sögðu Guðrún Sigvaldadóttir og Ásta Baldvinsdóttir, leiðbeinendur á leikskóla sem voru staddar á baráttufundinum. „Þetta er farið að hafa áhrif á svefninn hjá mér og bara hef ekkert að gera. Það er bara málið,“ sagði Björn Sigurðsson, starfsmaður í þjónustumiðstöð Reykjavíkurborgar. „Já. Sakna barnanna, vinnunnar og vinkvennanna sem ég er að vinna með. Svolítið leiðinlegt að vera svona lengi heima,“ sagði Ewalina Angow, leiðbeinandi og deildarstjóri á leikskóla.Er þetta farið að hafa áhrif á fjárhag heimilisins? „Já, hjá mér. Já, auðvitað gerir það það ef þetta heldur áfram mikið lengur,“ sögðu Guðrún og Ásta.Ertu tilbúinn til þess að vera lengur í verkfalli? „Nei, þetta er komið gott,“ sagði Björn. „Ef við þurfum já. En það væri betra að komast í vinnuna,“ sagði Ewalina. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, ásamt félagsmönnum í kröfugöngu að loknum baráttufundi í dag.Vísir/Vilhelm Formaður Eflingar tilbúin í enn lengra verkfall Formaður Eflingar var ekki bjartsýn fyrir fund samninganefndanna í dag. „Ég held að fólk sé aðallega orðið þeytt á þessu leikriti. Að vera að mæta hérna og þau, sem eru alltaf að bíða eftir jákvæðum fréttum, sem að berast svo ekki. En við skulum sjá hvað gerist núna,“ sagði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.Eruð þið tilbúin í enn lengra verkfall? „Að sjálfsögðu,“ sagði Sólveig.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14 Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27 Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18 Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Meirihlutastuðningur við verkföll Eflingar Skoðanakönnun sem stéttarfélagið Efling lét gera fyrir sig bendir til þess að almennur stuðningur sé við verkfallsaðgerðir þess. 26. febrúar 2020 14:14
Boðað til fundar í deilu Eflingar og borgarinnar Ríkissáttasemjari hefur boðað til fundar í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar klukkan 13 á morgun. 25. febrúar 2020 13:27
Vilja vita hvort borginni sé alvara með „Kastljóstilboð Dags B. Eggertssonar“ Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir að trúverðugleiki borgarinnar sé í húfi. 26. febrúar 2020 13:18