Luka Dončić fór á kostum er Dallas lagði San Antonio | Myndband Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. febrúar 2020 07:30 Luka Dončić (fyrir miðju) var frábær í nótt. Vísir/Getty Alls fóru níu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas vann San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Þá unnu Cleveland leik en það hefur verið lítið um slíkt það sem af er vetri. Öll úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Dallas Mavericks byrjuðu leikinn gegn San Antiono Spurs frábærlega og unnu 1. leikhluta með alls 16 stiga mun. Munurinn var þó kominn niður í 10 stig í hálfleik og í þeim síðari tókst Spurs að jafna metin í stöðunni 92-92 eftir 18-4 áhlaup heimamanna í Spurs. Í kjölfarið tóku Evrópumennirnir í Dallas, Dončić og Kristaps Porziņģis einfaldlega yfir leikinn. Lokatölur 109-103 í leik þar Dončić fór mikinn en hann hefur verið nær óstöðvandi á öðru tímabili sínu í deildinni. Slóveninn, sem verður 21 árs á morgun, skoraði 26 stig í leiknum, gaf 14 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Var þetta 13. þrefalda tvennan hans á leiktíðinni en enginn leikmaður er með fleiri. Luka byrjaði hins vegar leikinn ekki vel en hann fékk högg á úlnliðinn í 1. leikhluta, kom hann svo tvíefldur til baka og sá til þess að Dallas náði í sinn 36. sigur á tímabilinu. Luka Doncic records his NBA-leading 13th triple-double of the season! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/JFxNP5IoBK— NBA.com/Stats (@nbastats) February 27, 2020 Hinn lettneski Porziņģis var reyndar stigahæstur í liði Dallas með 28 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Hjá Spurs var svo DeMar DeRozan stigahæstur með 27 stig. LUKA TRIPLE-DOUBLE @luka7doncic (26 PTS, 10 REB, 14 AST) tallies his 21st career triple-double, tying Jason Kidd for the most in @dallasmavs franchise history. pic.twitter.com/fskx2yKvfS— NBA (@NBA) February 27, 2020 Cleveland Cavaliers unnu óvæntan sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Lokatölur 108-94 í leik sem nær allir reiknuðu með að Philadelphia myndi vinna. Colin Sexton var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig á meðan Shake Milton gerði 20 hjá Philadelphia. Miami Heat töpuðu nokkuð óvænt fyrir Minnesota Timberwolves í mögnuðum leik. Fór það svo að Timberwolves unnu með þriggja stiga mun 129-126. Leikstjórnandinn D'Angelo Russell, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og Golden State Warriors var með 27 stig í liði Timberwolves á meðan Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu í liði Heat, 22 stig og 10 fráköst. James Harden og Russell Westbrook áttu báðir góðan leik er Houston Rockets jörðuðu Memphis Grizzlies í nótt. Leiknum lauk með 28 stiga sigri Houston, 140-112. Westbrook var nálægt þrefaldri tvennu með 33 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Harden bauð svo upp á 30 stig og sjö fráköst.Önnur úrslitCharlotte Hornets 107-101 New York Knicks Utah Jazz 103-114 Boston Celtics Washington Wizards 110-106 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 120-130 Orlando Magic Phoenix Suns 92-102 Los Angeles Clippers The updated NBA standings after Wednesday night's action. pic.twitter.com/waQ2B9DmZy— NBA (@NBA) February 27, 2020 NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Alls fóru níu leikir fram í NBA deildinni í körfubolta í nótt. Ungstirnið Luka Dončić náði sinni 13. þreföldu tvennu á leiktíðinni er Dallas vann San Antonio með sex stiga mun, 109-103. Þá unnu Cleveland leik en það hefur verið lítið um slíkt það sem af er vetri. Öll úrslit næturinnar má finna hér að neðan. Dallas Mavericks byrjuðu leikinn gegn San Antiono Spurs frábærlega og unnu 1. leikhluta með alls 16 stiga mun. Munurinn var þó kominn niður í 10 stig í hálfleik og í þeim síðari tókst Spurs að jafna metin í stöðunni 92-92 eftir 18-4 áhlaup heimamanna í Spurs. Í kjölfarið tóku Evrópumennirnir í Dallas, Dončić og Kristaps Porziņģis einfaldlega yfir leikinn. Lokatölur 109-103 í leik þar Dončić fór mikinn en hann hefur verið nær óstöðvandi á öðru tímabili sínu í deildinni. Slóveninn, sem verður 21 árs á morgun, skoraði 26 stig í leiknum, gaf 14 stoðsendingar og tók 10 fráköst. Var þetta 13. þrefalda tvennan hans á leiktíðinni en enginn leikmaður er með fleiri. Luka byrjaði hins vegar leikinn ekki vel en hann fékk högg á úlnliðinn í 1. leikhluta, kom hann svo tvíefldur til baka og sá til þess að Dallas náði í sinn 36. sigur á tímabilinu. Luka Doncic records his NBA-leading 13th triple-double of the season! #SAPStatLineOfTheNightpic.twitter.com/JFxNP5IoBK— NBA.com/Stats (@nbastats) February 27, 2020 Hinn lettneski Porziņģis var reyndar stigahæstur í liði Dallas með 28 stig ásamt því að taka 12 fráköst. Hjá Spurs var svo DeMar DeRozan stigahæstur með 27 stig. LUKA TRIPLE-DOUBLE @luka7doncic (26 PTS, 10 REB, 14 AST) tallies his 21st career triple-double, tying Jason Kidd for the most in @dallasmavs franchise history. pic.twitter.com/fskx2yKvfS— NBA (@NBA) February 27, 2020 Cleveland Cavaliers unnu óvæntan sigur á Philadelphia 76ers í nótt. Lokatölur 108-94 í leik sem nær allir reiknuðu með að Philadelphia myndi vinna. Colin Sexton var stigahæstur í liði Cleveland með 28 stig á meðan Shake Milton gerði 20 hjá Philadelphia. Miami Heat töpuðu nokkuð óvænt fyrir Minnesota Timberwolves í mögnuðum leik. Fór það svo að Timberwolves unnu með þriggja stiga mun 129-126. Leikstjórnandinn D'Angelo Russell, fyrrum leikmaður Los Angeles Lakers og Golden State Warriors var með 27 stig í liði Timberwolves á meðan Bam Adebayo var með tvöfalda tvennu í liði Heat, 22 stig og 10 fráköst. James Harden og Russell Westbrook áttu báðir góðan leik er Houston Rockets jörðuðu Memphis Grizzlies í nótt. Leiknum lauk með 28 stiga sigri Houston, 140-112. Westbrook var nálægt þrefaldri tvennu með 33 stig, níu fráköst og átta stoðsendingar. Harden bauð svo upp á 30 stig og sjö fráköst.Önnur úrslitCharlotte Hornets 107-101 New York Knicks Utah Jazz 103-114 Boston Celtics Washington Wizards 110-106 Brooklyn Nets Atlanta Hawks 120-130 Orlando Magic Phoenix Suns 92-102 Los Angeles Clippers The updated NBA standings after Wednesday night's action. pic.twitter.com/waQ2B9DmZy— NBA (@NBA) February 27, 2020
NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira