Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 10:25 Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, mælist til þess að starfsfólk og nemendur fylgi ráðleggingum sóttvarnalæknis vegna kórónuveirunnar. vísir/vilhelm Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem rektor sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni segir að borist hafi ábendingar um að starfsfólk og stúdentar við háskólann séu nú að snúa aftur til vinnu eftir að hafa verið á ferðalagi á Norður-Ítalíu. Hafi skólayfirvöldum borist fyrirspurnir um hvernig bregðast skuli við því. Rektor vísar í ráðleggingar sóttvarnalæknis til ferðamanna sem voru uppfærðar í gær og hvaða svæði teljast til áhættusvæða þar sem miklar líkur eru á samfélagssmiti. Þessi svæði eru Kína, fjögur héruð á Norður-Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kórea og Íran. Hefur sóttvarnalæknir ráðlagt almenningi frá ónauðsynlegum ferðum til þessara svæða. Þá er mælst til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum að þeir fari fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Þá er einnig mælst til þess að þeir sem hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife á Spáni frá 17. febrúar síðastliðnum haldi sig heima í sóttkví í fjórtán daga frá því þeir yfirgáfu hótelið. Eru þeir einnig beðnir um að vera í sambandi við síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Að því er segir í tilkynningu rektors mælist hann til þess að starfsfólk og nemendur fari eftir þessum ráðleggingum sóttvarnalæknis sem séu uppfærðar eftir ástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er talið að um nokkra aðila sé að ræða en ekki liggur fyrir föst tala. Þá sé málið ekki komið á þann stað að verið sé að fella niður kennslustundir. Tilkynningin hafi verið send út til upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk þar sem stór hópur komi saman í HÍ á hverjum degi. Þá munu skólayfirvöld fylgjast náið með þróuninni eins og aðrir.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum frá HÍ. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. Þetta kemur fram í tilkynningu sem rektor sendi frá sér í morgun. Í tilkynningunni segir að borist hafi ábendingar um að starfsfólk og stúdentar við háskólann séu nú að snúa aftur til vinnu eftir að hafa verið á ferðalagi á Norður-Ítalíu. Hafi skólayfirvöldum borist fyrirspurnir um hvernig bregðast skuli við því. Rektor vísar í ráðleggingar sóttvarnalæknis til ferðamanna sem voru uppfærðar í gær og hvaða svæði teljast til áhættusvæða þar sem miklar líkur eru á samfélagssmiti. Þessi svæði eru Kína, fjögur héruð á Norður-Ítalíu (Lombardía, Venetó, Emilia Rómanja og Píemonte), Suður-Kórea og Íran. Hefur sóttvarnalæknir ráðlagt almenningi frá ónauðsynlegum ferðum til þessara svæða. Þá er mælst til þess að þeir sem hafi verið nýlega á þessum áhættusvæðum að þeir fari fjórtán daga sóttkví og hafi samband við Læknavaktina í síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Þá er einnig mælst til þess að þeir sem hafa dvalið á H10 Costa Adeje Palace-hótelinu á Tenerife á Spáni frá 17. febrúar síðastliðnum haldi sig heima í sóttkví í fjórtán daga frá því þeir yfirgáfu hótelið. Eru þeir einnig beðnir um að vera í sambandi við síma 1700 eða sína heilsugæslustöð. Að því er segir í tilkynningu rektors mælist hann til þess að starfsfólk og nemendur fari eftir þessum ráðleggingum sóttvarnalæknis sem séu uppfærðar eftir ástæðum. Samkvæmt upplýsingum frá Háskóla Íslands er talið að um nokkra aðila sé að ræða en ekki liggur fyrir föst tala. Þá sé málið ekki komið á þann stað að verið sé að fella niður kennslustundir. Tilkynningin hafi verið send út til upplýsingar fyrir nemendur og starfsfólk þar sem stór hópur komi saman í HÍ á hverjum degi. Þá munu skólayfirvöld fylgjast náið með þróuninni eins og aðrir.Fréttin hefur verið uppfærð með nánari upplýsingum frá HÍ.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Tilnefning Gaetz sem dómsmálaráðherra vekur furðu og reiði Erlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent Óli Örn er fundinn Innlent Vilja svipta Le Pen frelsinu og kjörgengi í fimm ár Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Innlent Fleiri fréttir Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Óli Örn er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Sjá meira
Myndum ráða við ef allt færi á versta veg Versta sviðsmyndin vegna Covid-19 sjúkdómsins gerir ráð fyrir um það bil 300 smitum hér á landi og sóttvarnalæknir segir það viðráðanlegt. 26. febrúar 2020 19:00
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Spurt og svarað um kórónuveiruna Um fátt er meira fjallað í fjölmiðlum hér heima og erlendis en kórónuveiruna sem á uppruna sinn í borginni Wuhan í Kína og hefur greinst í rúmlega 30 löndum í heiminum. 26. febrúar 2020 15:30
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent