Fól Pence varaforseta að sjá um viðbrögð við veirunni Kjartan Kjartansson skrifar 27. febrúar 2020 10:36 Pence og Trump á blaðamannafundinum um kórónuveiruna í gærkvöldi. Trump fól Pence að stýra viðbrögðum við veirunni. AP/Evan Vucci Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr mögulegri hættu af kórónuveirunni sem hefur breiðst víða um heim um leið og hann setti Mike Pence, varaforseta sinn, yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna hennar. Yfirlýsingar Trump um veiruna stönguðust á við það sem sérfræðingar stjórnvalda höfðu áður sagt opinberlega. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi talaði Trump af bjartsýni um ástandið og lofaði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við veirunni. Hélt hann því fram að Bandaríkjamönnum stafaði „mjög lítil“ hætta af henni og að faraldurinn ætti fljótt eftir að réna, að sögn Washington Post. „Við erum mjög, mjög undirbúin fyrir þetta,“ fullyrti forsetinn sem notaði fundinn einnig til að ráðast á pólitíska keppinauta sína og spá uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum. Sakaði hann demókrata um að bera hluta ábyrgðar á falli á mörkuðum sem hefur verið rakið til veirunnar undanfarna daga. Sérfræðingar stjórnvalda í sóttvörnum hafa engu síður varað við því undanfarna daga að kórónuveiran sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eigi óumflýjanlega eftir að berast til Bandaríkjanna og setja daglegt líf fólks úr skorðum. Þegar hefur verið staðfest að sextíu manns í Bandaríkjunum eru smitaðir af veirunni. Jafnvel þeir embættismenn sem deildu sviðinu með Trump forseta á blaðamannafundinum drógu upp dekkri mynd en hann af horfum í Bandaríkjunum. „Við getum búist við fleiri tilfellum í Bandaríkjunum,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherrann. Anne Schuchat, aðstoðarforstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), sagðist einnig búast við fleiri smitum. Tilkynnt var um fyrsta smitið sem greinst hefur í Bandaríkjunum og ekki hefur verið tengt beint við ferðalög erlendis í Kaliforníu í gær. Sóttavarnastofnunin telur það fyrstu vísbendinguna um að veiran sé mögulega byrjuð að breiðast út þar í landi. Átti þátt í að ágera HIV-faraldur í Indiana Ákvörðun Trump um að setja Pence yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum hefur reynst umdeild. Pence hefur ítrekað vefengt vísindaleg gögn og bent er á að þegar hann var ríkisstjóri í Indiana hafi ákvarðanir hans átt þátt í að HIV-faraldur braust út þar árið 2015. Sem ríkisstjóri neitaði Pence að samþykkja tillögur sérfræðinga um að hreinum sprautunálum væri komið til fíkla með verkefni þar sem þeim væri gert kleift að skila notuðum sprautunálum í skiptum fyrir nýjar þrátt fyrir að tæplega tvöhundruð ný HIV-smit hefðu greinst í Scott-sýslu á nokkrum mánuðum. Indiana var þá á meðal ríkja sem bannaði dreifingu eða eign á sprautunálum án lyfseðlis. Tveimur mánuðum eftir að faraldurinn hófst sagðist Pence ætla að biðja fyrir lausn á faraldrinum. Hann lét á endanum undan og samþykkti að leyfa nálaskiptin. Nýjum smitum fækkaði í kjölfarið. Árið 2000 skrifaði Pence skoðanagrein þar sem hann hélt því ranglega fram að reykingar yllu ekki mannslátum. „Mike mun svara beint til mín en hann hefur sannarlega ákveðinn hæfileika í þessum efnum,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um að hann hefði sett Pence yfir kórónuveirumál í gær. Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti gerði lítið úr mögulegri hættu af kórónuveirunni sem hefur breiðst víða um heim um leið og hann setti Mike Pence, varaforseta sinn, yfir aðgerðir ríkisstjórnarinnar vegna hennar. Yfirlýsingar Trump um veiruna stönguðust á við það sem sérfræðingar stjórnvalda höfðu áður sagt opinberlega. Á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gærkvöldi talaði Trump af bjartsýni um ástandið og lofaði viðbrögð ríkisstjórnar sinnar við veirunni. Hélt hann því fram að Bandaríkjamönnum stafaði „mjög lítil“ hætta af henni og að faraldurinn ætti fljótt eftir að réna, að sögn Washington Post. „Við erum mjög, mjög undirbúin fyrir þetta,“ fullyrti forsetinn sem notaði fundinn einnig til að ráðast á pólitíska keppinauta sína og spá uppsveiflu á hlutabréfamörkuðum. Sakaði hann demókrata um að bera hluta ábyrgðar á falli á mörkuðum sem hefur verið rakið til veirunnar undanfarna daga. Sérfræðingar stjórnvalda í sóttvörnum hafa engu síður varað við því undanfarna daga að kórónuveiran sem veldur Covid-19-sjúkdómnum eigi óumflýjanlega eftir að berast til Bandaríkjanna og setja daglegt líf fólks úr skorðum. Þegar hefur verið staðfest að sextíu manns í Bandaríkjunum eru smitaðir af veirunni. Jafnvel þeir embættismenn sem deildu sviðinu með Trump forseta á blaðamannafundinum drógu upp dekkri mynd en hann af horfum í Bandaríkjunum. „Við getum búist við fleiri tilfellum í Bandaríkjunum,“ sagði Alex Azar, heilbrigðisráðherrann. Anne Schuchat, aðstoðarforstjóri Sóttvarnarstofnunar Bandaríkjanna (CDC), sagðist einnig búast við fleiri smitum. Tilkynnt var um fyrsta smitið sem greinst hefur í Bandaríkjunum og ekki hefur verið tengt beint við ferðalög erlendis í Kaliforníu í gær. Sóttavarnastofnunin telur það fyrstu vísbendinguna um að veiran sé mögulega byrjuð að breiðast út þar í landi. Átti þátt í að ágera HIV-faraldur í Indiana Ákvörðun Trump um að setja Pence yfir viðbrögð ríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum hefur reynst umdeild. Pence hefur ítrekað vefengt vísindaleg gögn og bent er á að þegar hann var ríkisstjóri í Indiana hafi ákvarðanir hans átt þátt í að HIV-faraldur braust út þar árið 2015. Sem ríkisstjóri neitaði Pence að samþykkja tillögur sérfræðinga um að hreinum sprautunálum væri komið til fíkla með verkefni þar sem þeim væri gert kleift að skila notuðum sprautunálum í skiptum fyrir nýjar þrátt fyrir að tæplega tvöhundruð ný HIV-smit hefðu greinst í Scott-sýslu á nokkrum mánuðum. Indiana var þá á meðal ríkja sem bannaði dreifingu eða eign á sprautunálum án lyfseðlis. Tveimur mánuðum eftir að faraldurinn hófst sagðist Pence ætla að biðja fyrir lausn á faraldrinum. Hann lét á endanum undan og samþykkti að leyfa nálaskiptin. Nýjum smitum fækkaði í kjölfarið. Árið 2000 skrifaði Pence skoðanagrein þar sem hann hélt því ranglega fram að reykingar yllu ekki mannslátum. „Mike mun svara beint til mín en hann hefur sannarlega ákveðinn hæfileika í þessum efnum,“ sagði Trump þegar hann tilkynnti um að hann hefði sett Pence yfir kórónuveirumál í gær.
Bandaríkin Donald Trump Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33 Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44 Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Erlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Fleiri fréttir Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Cruz sagði hótanir Carr líkt og frá mafíósa í Goodfellas Eistar óska eftir samráði NATO eftir að Rússar rufu lofthelgi þeirra Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Sjá meira
Yfir 1.100 smitaðir af kórónuveiru í Suður-Kóreu Alls eru tilfellin í landinu orðin rúmlega 1100. 26. febrúar 2020 06:45
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Sakar fjölmiðla um að grafa undan mörkuðum með umfjöllun um veiruna Áhrif kórónuveirufaraldursins á efnhagshorfur í Bandaríkjunum á kosningaári valda Hvíta húsinu áhyggjum. Trump forseti og sérfræðingar ríkisstjórnar hafa talað í kross um alvarleika faraldursins undanfarna daga. 26. febrúar 2020 16:33
Ekkert búið að ákveða um Eurovision vegna kórónuveirunnar Samband evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) hefur ekki tekið neinar ákvarðanir um Eurovision í tengslum við kórónuveiruna, sem nú dreifist hratt um Evrópu. 26. febrúar 2020 07:44
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna