Greindist með kórónuveiru í annað sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 11:35 Íbúar í Osaka með grímur fyrir vitunum fyrr í mánuðinum. Vísir/getty Japönsk kona greindist í gær með kórónuveiru í annað sinn. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af þessu tagi í Japan en fregnir hafa þó borist af sambærilegum tilfellum í Kína. Konan er á fimmtugsaldri, býr í Osaka og hefur starfað sem leiðsögumaður hjá ferðaþjónustufyrirtæki í borginni. Hún greindist með kórónuveiru í gær eftir að hafa fengið hálsbólgu og verið með verki fyrir brjósti. Konan greindist áður með kórónuveiru þann 29. janúar síðastliðinn. Hún var svo útskrifuð af sjúkrahúsi þremur dögum síðar og sýni sem tekin voru úr henni 6. febrúar reyndust neikvæð. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Japanska heilbrigðisráðuneytið staðfesti að um væri að ræða fyrsta tilfellið þar í landi þar sem sjúklingur hafi jafnað sig af veirunni, verið útskrifaður af spítala og greinst svo aftur með veiruna. Guardian greinir frá því að talið sé að slík tilfelli hafi einnig komið upp í Kína. Haft er eftir Philip Tierno, prófessor við læknadeild New York-háskóla, í frétt Guardian að veiran geti legið einkennalaus í dvala en blossað upp aftur ef hún kemst í tæri við lungun. Þá leggur hann áherslu á að enn sé afar lítið vitað um nýju kórónuveiruna. Fjöldi smitaðra í Japan er nú orðinn 186, auk þeirra 704 sem greindust með veiruna um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Stjórnvöld í höfuðborginni Tókýó hafa fyrirskipað að fjölmennum viðburðum í borginni skuli aflýst næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Tengdar fréttir Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Um 400 Íslendingar hafa skráð sig í veirugagnagrunninn Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar. 27. febrúar 2020 07:58 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Japönsk kona greindist í gær með kórónuveiru í annað sinn. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af þessu tagi í Japan en fregnir hafa þó borist af sambærilegum tilfellum í Kína. Konan er á fimmtugsaldri, býr í Osaka og hefur starfað sem leiðsögumaður hjá ferðaþjónustufyrirtæki í borginni. Hún greindist með kórónuveiru í gær eftir að hafa fengið hálsbólgu og verið með verki fyrir brjósti. Konan greindist áður með kórónuveiru þann 29. janúar síðastliðinn. Hún var svo útskrifuð af sjúkrahúsi þremur dögum síðar og sýni sem tekin voru úr henni 6. febrúar reyndust neikvæð. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Japanska heilbrigðisráðuneytið staðfesti að um væri að ræða fyrsta tilfellið þar í landi þar sem sjúklingur hafi jafnað sig af veirunni, verið útskrifaður af spítala og greinst svo aftur með veiruna. Guardian greinir frá því að talið sé að slík tilfelli hafi einnig komið upp í Kína. Haft er eftir Philip Tierno, prófessor við læknadeild New York-háskóla, í frétt Guardian að veiran geti legið einkennalaus í dvala en blossað upp aftur ef hún kemst í tæri við lungun. Þá leggur hann áherslu á að enn sé afar lítið vitað um nýju kórónuveiruna. Fjöldi smitaðra í Japan er nú orðinn 186, auk þeirra 704 sem greindust með veiruna um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Stjórnvöld í höfuðborginni Tókýó hafa fyrirskipað að fjölmennum viðburðum í borginni skuli aflýst næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Tengdar fréttir Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Um 400 Íslendingar hafa skráð sig í veirugagnagrunninn Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar. 27. febrúar 2020 07:58 Mest lesið Veðurvaktin: Snjókoman rétt að byrja og víða erfið færð Veður Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Innlent Fleiri fréttir Áfrýjar sakfellingu í þagnargreiðslumálinu Sakar Evrópu um stríðsæsingu Musk í samkeppni við Wikipedia Búast við hamförum vegna Melissu Van de Velde bannað að ferðast til Ástralíu til að keppa á heimsmeistaramótinu Segja Rússa elta almenna borgara með drónum Játar að hafa myrt Shinzo Abe Undirrituðu samkomulag um fágæta málma Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Sjá meira
Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Um 400 Íslendingar hafa skráð sig í veirugagnagrunninn Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar. 27. febrúar 2020 07:58