Greindist með kórónuveiru í annað sinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 27. febrúar 2020 11:35 Íbúar í Osaka með grímur fyrir vitunum fyrr í mánuðinum. Vísir/getty Japönsk kona greindist í gær með kórónuveiru í annað sinn. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af þessu tagi í Japan en fregnir hafa þó borist af sambærilegum tilfellum í Kína. Konan er á fimmtugsaldri, býr í Osaka og hefur starfað sem leiðsögumaður hjá ferðaþjónustufyrirtæki í borginni. Hún greindist með kórónuveiru í gær eftir að hafa fengið hálsbólgu og verið með verki fyrir brjósti. Konan greindist áður með kórónuveiru þann 29. janúar síðastliðinn. Hún var svo útskrifuð af sjúkrahúsi þremur dögum síðar og sýni sem tekin voru úr henni 6. febrúar reyndust neikvæð. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Japanska heilbrigðisráðuneytið staðfesti að um væri að ræða fyrsta tilfellið þar í landi þar sem sjúklingur hafi jafnað sig af veirunni, verið útskrifaður af spítala og greinst svo aftur með veiruna. Guardian greinir frá því að talið sé að slík tilfelli hafi einnig komið upp í Kína. Haft er eftir Philip Tierno, prófessor við læknadeild New York-háskóla, í frétt Guardian að veiran geti legið einkennalaus í dvala en blossað upp aftur ef hún kemst í tæri við lungun. Þá leggur hann áherslu á að enn sé afar lítið vitað um nýju kórónuveiruna. Fjöldi smitaðra í Japan er nú orðinn 186, auk þeirra 704 sem greindust með veiruna um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Stjórnvöld í höfuðborginni Tókýó hafa fyrirskipað að fjölmennum viðburðum í borginni skuli aflýst næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Tengdar fréttir Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Um 400 Íslendingar hafa skráð sig í veirugagnagrunninn Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar. 27. febrúar 2020 07:58 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Japönsk kona greindist í gær með kórónuveiru í annað sinn. Um er að ræða fyrsta staðfesta tilfellið af þessu tagi í Japan en fregnir hafa þó borist af sambærilegum tilfellum í Kína. Konan er á fimmtugsaldri, býr í Osaka og hefur starfað sem leiðsögumaður hjá ferðaþjónustufyrirtæki í borginni. Hún greindist með kórónuveiru í gær eftir að hafa fengið hálsbólgu og verið með verki fyrir brjósti. Konan greindist áður með kórónuveiru þann 29. janúar síðastliðinn. Hún var svo útskrifuð af sjúkrahúsi þremur dögum síðar og sýni sem tekin voru úr henni 6. febrúar reyndust neikvæð. Sjá einnig: Spurt og svarað um kórónuveiruna Japanska heilbrigðisráðuneytið staðfesti að um væri að ræða fyrsta tilfellið þar í landi þar sem sjúklingur hafi jafnað sig af veirunni, verið útskrifaður af spítala og greinst svo aftur með veiruna. Guardian greinir frá því að talið sé að slík tilfelli hafi einnig komið upp í Kína. Haft er eftir Philip Tierno, prófessor við læknadeild New York-háskóla, í frétt Guardian að veiran geti legið einkennalaus í dvala en blossað upp aftur ef hún kemst í tæri við lungun. Þá leggur hann áherslu á að enn sé afar lítið vitað um nýju kórónuveiruna. Fjöldi smitaðra í Japan er nú orðinn 186, auk þeirra 704 sem greindust með veiruna um borð í skemmtiferðaskipinu Diamond Princess. Stjórnvöld í höfuðborginni Tókýó hafa fyrirskipað að fjölmennum viðburðum í borginni skuli aflýst næstu tvær vikurnar til að stemma stigu við útbreiðslu veirunnar.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Japan Tengdar fréttir Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25 Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32 Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34 Um 400 Íslendingar hafa skráð sig í veirugagnagrunninn Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar. 27. febrúar 2020 07:58 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Rektor HÍ beinir því til starfsfólks og nemenda að fylgja ráðleggingum um sóttkví Jón Atli Benediktsson, rektor Háskóla Íslands, beinir því til nemenda og starfsfólks skólans að fylgja ráðleggingum sóttvarnalæknis um sóttkví vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 10:25
Kórónuveiran farin að hafa áhrif á íslenska kvennalandsliðið í fótbolta Berglind Björg Þorvaldsdóttir verður ekki með íslenska kvennalandsliðinu á Pinatar Cup æfingamótinu á Spáni sem hefst í byrjun næsta mánaðar. 27. febrúar 2020 10:32
Kórónuveiran komin til Danmerkur Maðurinn sem greindist með veiruna er starfsmaður dönsku sjónvarpsstöðvarinnar TV 2 og var nýkominn heim úr skíðaferð á Norður-Ítalíu. 27. febrúar 2020 06:34
Um 400 Íslendingar hafa skráð sig í veirugagnagrunninn Um fjögur hundruð Íslendingar sem staddir eru erlendis hafa skráð sig í gagnagrunn utanríkisráðuneytisins vegna kórónuveirunnar. 27. febrúar 2020 07:58