Arsenal er úr leik í Evrópudeildinni þetta árið eftir að hafa farið alla leið í úrslitaleikinn á síðasta ári.
Skytturnar töpuðu í kvöld fyrir Olympiacos 2-1 eftir að hafa unnið fyrri leikinn 1-0. Leikurinn fór í framlengingu og réðust úrslitin á lokamínútum leiksins.
Staðan var markalaus í hálfleik en á áttundu mínútu síðari hálfleiks kom Pape Abou Cisse Grikkjunum yfir eftir hornspyrnu. 1-0 eftir venjulegum leiktíma og samanlagt 1-1. Því þurfti að framlengja.
Á 113. mínútu skoraði Pierre-Emerick Aubameyang og virtist vera skjóta Arsenal áfram. Eftir fyrirgjöf klippti hann boltann skemmtilega í netið með glæsilegri bakfallsspyrnu.
Arsenal have been knocked out of a European club competition having won the first leg away from home for the first time in the club's history.
— Squawka Football (@Squawka) February 27, 2020
A Greek tragedy at the Emirates. pic.twitter.com/qBEwt4LiV0
Fjörinu var hins vegar ekki lokið. Í uppbótartíma skoraði Youssef El Arabi sigurmarkið sem skaut Olympiacos áfram í 16-liða úrslitin. Vandræðalegur varnarleikur Arsenal í markinu.
Aubameyang fékk hins vegar tækifæri á síðustu sekúndu leiksins til að skjóta Arsenal áfram en brenndi af algjöru dauðafæri. Allt kom fyrir ekki og Arsenal er úr leik.
Our Europa League campaign ends with defeat to Olympiacos.
— Arsenal (@Arsenal) February 27, 2020
#UEL