100 þúsund hungruðum öndum ætlað að tækla engisprettufaraldur Atli Ísleifsson skrifar 27. febrúar 2020 14:52 Endur geta étið rúmlega 200 engisprettur á dag. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Getty Stjórnvöld í Kína vilja stöðva „innrás“ engispretta frá Pakistan með „lífrænum vopnum“ í formi anda. Engisprettur í milljarðavís hafa valdið miklum usla þar sem þær herja á plöntur og akra í Austur-Afríku, Miðausturlöndum, Indlandi og Pakistan. Pakistanar og Kínverjar hafa nú hafið samstarf til að taka á þessari skæðu pest sem leitt getur til uppskerubrests og hungursneyðar á stórum landssvæðum sé ekkert að gert. Lu Lizhi, sérfræðingur hjá Landbúnaðarakademíu Zhejiang, segir að lausnin kunni að felast í að gera út endur til að ráðast gegn óværunni. Leiðir hann nú áætlun stjórnvalda sem felur í sér aðkomu 100 þúsund anda. Kínverski fjölmiðillinn CGTN hefur birt myndband af einni andaherdeildinni sem um ræðir. "Duck troops" gather at the border to face locust swarms pic.twitter.com/1J4r3dmmJk— CGTN (@CGTNOfficial) February 19, 2020 „Önd getur étið rúmlega 200 engisprettur á dag,“ segir hann í samtali við Time Magazine. Hann segir endurnar skilvirkari en notkun skordýraeiturs. Tilraunir verða gerðar í Xinjiang í vesturhluta Kína, áður en andaherinn verði gerður út af örkinni í Pakistan. Dýr Kína Pakistan Tengdar fréttir Fordæmalaus engisprettuplága veldur usla í Afríku og Asíu Sameinuðu þjóðirnar biðla til þjóða heims um aukið fjármagn til að hjálpa ríkjunum að glíma við faraldurinn sem gæti orðið enn verri fyrir sumarið. 26. febrúar 2020 13:32 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira
Stjórnvöld í Kína vilja stöðva „innrás“ engispretta frá Pakistan með „lífrænum vopnum“ í formi anda. Engisprettur í milljarðavís hafa valdið miklum usla þar sem þær herja á plöntur og akra í Austur-Afríku, Miðausturlöndum, Indlandi og Pakistan. Pakistanar og Kínverjar hafa nú hafið samstarf til að taka á þessari skæðu pest sem leitt getur til uppskerubrests og hungursneyðar á stórum landssvæðum sé ekkert að gert. Lu Lizhi, sérfræðingur hjá Landbúnaðarakademíu Zhejiang, segir að lausnin kunni að felast í að gera út endur til að ráðast gegn óværunni. Leiðir hann nú áætlun stjórnvalda sem felur í sér aðkomu 100 þúsund anda. Kínverski fjölmiðillinn CGTN hefur birt myndband af einni andaherdeildinni sem um ræðir. "Duck troops" gather at the border to face locust swarms pic.twitter.com/1J4r3dmmJk— CGTN (@CGTNOfficial) February 19, 2020 „Önd getur étið rúmlega 200 engisprettur á dag,“ segir hann í samtali við Time Magazine. Hann segir endurnar skilvirkari en notkun skordýraeiturs. Tilraunir verða gerðar í Xinjiang í vesturhluta Kína, áður en andaherinn verði gerður út af örkinni í Pakistan.
Dýr Kína Pakistan Tengdar fréttir Fordæmalaus engisprettuplága veldur usla í Afríku og Asíu Sameinuðu þjóðirnar biðla til þjóða heims um aukið fjármagn til að hjálpa ríkjunum að glíma við faraldurinn sem gæti orðið enn verri fyrir sumarið. 26. febrúar 2020 13:32 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Fleiri fréttir Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Sjá meira
Fordæmalaus engisprettuplága veldur usla í Afríku og Asíu Sameinuðu þjóðirnar biðla til þjóða heims um aukið fjármagn til að hjálpa ríkjunum að glíma við faraldurinn sem gæti orðið enn verri fyrir sumarið. 26. febrúar 2020 13:32