Var með fjölskyldunni og fleiri Íslendingum í skíðaferð á Norður-Ítalíu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. febrúar 2020 16:18 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, og Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, framkvæmdastjóri meðferðarsviðs Landspítala, á fundinum nú síðdegis. vísir/vilhelm Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. Smitið kom upp í Reykjavík. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi um kórónuveiruna sem haldinn var nú síðdegis. Maðurinn var í bænum Andalo í Trentino-héraði sem ekki er skilgreint sem svæði þar sem smitáhætta er mikil. Það má hins vegar segja að Trentino-hérað sé umkringt þeim fjórum héruðum á Ítalíu þar sem smitáhætta er talinn mikil. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, fór til Ítalíu þann 15. febrúar og kom heim þann 22. febrúar en veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Maðurinn var í skíðaferðalagi á skíðasvæðinu í Andalo, sem er í Trentino-héraði sem ekki er talið sem svæði í mikilli smitáhættu. Sýnataka sem tekin var í gær staðfesti smit mannsins og er nú verið að rannsaka eiginkonu hans og dóttur sem og fleiri einstaklinga í kringum manninn. Maðurinn er í einangrun á smitsjúkdómadeild og er það í samræmi við áætlun Landspítalans um það hvernig bregðast ætti við þegar fyrsti einstaklingurinn myndi greinast með veiruna hér á landi. Að því er fram kom í máli Þórólfs leitaði maðurinn til kerfisins vegna veikinda sinna fyrir tveimur dögum. Smithættan er ekki nærri jafnmikil áður en viðkomandi verður veikur en nú er verið að skoða betur hópinn sem maðurinn ferðaðist með og það fólk sem hann umgekkst eftir að hann veiktist. Fólk sem tengist manninum er ekki komið í sóttkví en eftir að það hefur verið skoðað verður lagt mat á það hverjir þurfa að fara í sóttkví. Fram kom á fundinum að maðurinn væri við ágæta heilsu og ekki bráðveikur. Þá tóku hann og fjölskyldan hans tíðindunum af æðruleysi og gáfu heilbrigðisyfirvöldum sérstaklega greinargóðar upplýsingar. Fréttin hefur verið uppfærð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Íslenski maðurinn sem greindist með kórónuveiruna sem veldur sjúkdómnum COVID-19 var á skíðaferðalagi með fjölskyldu sinni, eiginkonu og dóttur, á Norður-Ítalíu ásamt fleiri Íslendingum fyrr í þessum mánuði. Smitið kom upp í Reykjavík. Þetta kom fram í máli Þórólfs Guðnasonar, sóttvarnalæknis, á blaðamannafundi um kórónuveiruna sem haldinn var nú síðdegis. Maðurinn var í bænum Andalo í Trentino-héraði sem ekki er skilgreint sem svæði þar sem smitáhætta er mikil. Það má hins vegar segja að Trentino-hérað sé umkringt þeim fjórum héruðum á Ítalíu þar sem smitáhætta er talinn mikil. Maðurinn, sem er á fimmtugsaldri, fór til Ítalíu þann 15. febrúar og kom heim þann 22. febrúar en veiktist nokkrum dögum eftir heimkomu. Maðurinn var í skíðaferðalagi á skíðasvæðinu í Andalo, sem er í Trentino-héraði sem ekki er talið sem svæði í mikilli smitáhættu. Sýnataka sem tekin var í gær staðfesti smit mannsins og er nú verið að rannsaka eiginkonu hans og dóttur sem og fleiri einstaklinga í kringum manninn. Maðurinn er í einangrun á smitsjúkdómadeild og er það í samræmi við áætlun Landspítalans um það hvernig bregðast ætti við þegar fyrsti einstaklingurinn myndi greinast með veiruna hér á landi. Að því er fram kom í máli Þórólfs leitaði maðurinn til kerfisins vegna veikinda sinna fyrir tveimur dögum. Smithættan er ekki nærri jafnmikil áður en viðkomandi verður veikur en nú er verið að skoða betur hópinn sem maðurinn ferðaðist með og það fólk sem hann umgekkst eftir að hann veiktist. Fólk sem tengist manninum er ekki komið í sóttkví en eftir að það hefur verið skoðað verður lagt mat á það hverjir þurfa að fara í sóttkví. Fram kom á fundinum að maðurinn væri við ágæta heilsu og ekki bráðveikur. Þá tóku hann og fjölskyldan hans tíðindunum af æðruleysi og gáfu heilbrigðisyfirvöldum sérstaklega greinargóðar upplýsingar. Fréttin hefur verið uppfærð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00 Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Innlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Úrskurðarnefnd vísar máli Búseta frá Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Sjá meira
Vinsælustu skíðasvæðin meðal Íslendinga utan svæða með mikla smitáhættu Þau skíðasvæði á Norður-Ítalíu sem eru vinsælust á meðal Íslendinga, Madonna og Selva, eru utan þeirra svæða í landinu sem skilgreind eru sem svæði með mikla smitáhættu vegna kórónuveirunnar sem veldur sjúkdómnum COVID-19. 27. febrúar 2020 15:00