Fórnarlamb stunguárásarinnar á Kópaskeri á gjörgæslu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 29. febrúar 2020 08:03 Sérsveit Ríkislögreglustjóra tók þátt í aðgerðunum í gærkvöldi og nótt. Vísir/Vilhelm Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi á Kópaskeri í gærkvöldi. Hann var í nótt handtekinn ásamt tveimur öðrum. Fórnarlambið, karlmaður, liggur á gjörgæslu en líðan hans er sögð stöðug. Klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði verið stunginn með hnífi í heimahúsi á Kópaskeri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu, en Vísir greindi frá málinu í nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að árásarmaðurinn hafi brotið sér leið inn í húsið, en hafi verið farinn af vettvangi þegar tilkynnt var um árásina. Maður og kona hafi verið á heimilinu þegar árásin átti sér stað. Konan, sem tilkynnti um málið, hafi verið ómeidd en maðurinn alvarlega særður. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn stunginn allt að sex sinnum og er um sextugt. Vont veður var á svæðinu í nótt og vegir að Kópaskeri ófærir. Þess var óskað eftir útkalli sérsveitar Ríkislögreglustjóra með þyrlu. Þá voru starfsmenn Vegagerðarinnar einnig ræstir út til þess að opna vegi að þorpinu fyrir lögreglunni, en lögreglumenn frá Húsavík og Akureyri fóru á vettvang ásamt rannsóknarlögreglumönnum. Fyrstu menn voru komnir á vettvang um 22:50, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. „Læknir sinnti þá þeim slasaða, sem var með takmarkaða meðvitund. Þyrla lenti með sérsveitarmenn á Kópaskeri um kl. 23:40. Sá slasaði var þá þegar fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er þar á gjörgæsludeild og er líðan hans sögð stöðug,“ segir einnig í tilkynningu lögreglu. Þá kemur fram að á meðan þetta fór fram hafi staðið yfir leit að árásarmanninum. Um klukkan eitt hafi meintur gerandi verið handtekinn á Kópaskeri, en sá er eins og áður sagði karlmaður á fimmtugsaldri. Tvennt annað var einnig handtekið og hin handteknu flutt í fangageymslu á Akureyri, þar sem það bíður nú yfirheyrslu. Í tilkynningu lögreglu er tekið fram að ljóst sé að málsaðilar hafi ekki verið allsgáðir. Eins kemur fram að frekari vettvangsrannsókn komi til með að fara fram og að lögreglan meti hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingum. Hér að neðan má lesa tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra. Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Karlmaður á fimmtugsaldri er grunaður um að hafa stungið annan mann með hnífi á Kópaskeri í gærkvöldi. Hann var í nótt handtekinn ásamt tveimur öðrum. Fórnarlambið, karlmaður, liggur á gjörgæslu en líðan hans er sögð stöðug. Klukkan níu í gærkvöldi barst lögreglunni á Norðurlandi eystra tilkynning um að maður hefði verið stunginn með hnífi í heimahúsi á Kópaskeri. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögregluembættinu, en Vísir greindi frá málinu í nótt. Í tilkynningu lögreglunnar segir að árásarmaðurinn hafi brotið sér leið inn í húsið, en hafi verið farinn af vettvangi þegar tilkynnt var um árásina. Maður og kona hafi verið á heimilinu þegar árásin átti sér stað. Konan, sem tilkynnti um málið, hafi verið ómeidd en maðurinn alvarlega særður. Samkvæmt heimildum Vísis var maðurinn stunginn allt að sex sinnum og er um sextugt. Vont veður var á svæðinu í nótt og vegir að Kópaskeri ófærir. Þess var óskað eftir útkalli sérsveitar Ríkislögreglustjóra með þyrlu. Þá voru starfsmenn Vegagerðarinnar einnig ræstir út til þess að opna vegi að þorpinu fyrir lögreglunni, en lögreglumenn frá Húsavík og Akureyri fóru á vettvang ásamt rannsóknarlögreglumönnum. Fyrstu menn voru komnir á vettvang um 22:50, samkvæmt tilkynningu lögreglunnar. „Læknir sinnti þá þeim slasaða, sem var með takmarkaða meðvitund. Þyrla lenti með sérsveitarmenn á Kópaskeri um kl. 23:40. Sá slasaði var þá þegar fluttur með þyrlunni á Sjúkrahúsið á Akureyri. Hann er þar á gjörgæsludeild og er líðan hans sögð stöðug,“ segir einnig í tilkynningu lögreglu. Þá kemur fram að á meðan þetta fór fram hafi staðið yfir leit að árásarmanninum. Um klukkan eitt hafi meintur gerandi verið handtekinn á Kópaskeri, en sá er eins og áður sagði karlmaður á fimmtugsaldri. Tvennt annað var einnig handtekið og hin handteknu flutt í fangageymslu á Akureyri, þar sem það bíður nú yfirheyrslu. Í tilkynningu lögreglu er tekið fram að ljóst sé að málsaðilar hafi ekki verið allsgáðir. Eins kemur fram að frekari vettvangsrannsókn komi til með að fara fram og að lögreglan meti hvort farið verði fram á gæsluvarðhald yfir einstaklingum. Hér að neðan má lesa tilkynningu lögreglunnar á Norðurlandi eystra.
Lögreglumál Norðurþing Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira