Sér eftir því hvernig Liverpool tæklaði kynþáttaníð Suarez á sínum tíma Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 1. mars 2020 09:00 Patrice Evra fagnar sigri Man Utd á Liverpool fyrir framan Suarez. Vísir/Getty Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segist sjá eftir því hvernig félagið höndlaði atvikið þegar Luis Suarez gerðist sekur um kynþáttaníð í garð Patrice Evra, þáverandi leikmanns Manchester United. Comolli var í starfi hjá Liverpool frá árinu 2010 til 2012. Fór hann yfir tíma sinn hjá félaginu í hlaðvarpsþætti David Ornstein sem starfar á The Athletic. Comolli, sem er franskur ríkisborgari líkt og Evra, segir að dómgreind allra sem tengdust Liverpool á þessum tíma hafi litast af rígnum á milli félaganna. Í kjölfar atviksins hafi Liverpool mætt út í upphitun gegn Wigan Athletic í sérstökum bolum sem sýndu að þeir studdu allir við bakið á Suarez. Þá hélt Liverpool áfram að verja framherjann þó svo að enska knattspyrnusambandið væri búið að dæma hann vegna málsins. Fresh detail from Damien Comolli on: - Suarez/Evra storm - FSG takeover (says in podcast Gordon tried to buy #LFC previously) - Henry, Werner + rise of Edwards - Inside Henderson signing - How Torres/Carrol happened With @JamesPearceLFC for @TheAthleticUKhttps://t.co/hR6MbapsrH— David Ornstein (@David_Ornstein) February 27, 2020 „Viðbrögð okkar voru þúsund sinnum verri en þau hefðu átt að vera þar sem þetta var Manchester United,“ sagði Comolli til að mynda um viðbrögð Liverpool við atvikinu. Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Suarez var á endanum dæmdur í átta leikja bann. Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, fékk sömu refsingu nú á dögunum en hann var dæmdur í átta leikja bann eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garð Jonathan Leko, leikmanns Charlton Athletic, í september á síðasta ári. „Ég sé eftir öllu. Ég sé eftir hugarfari okkar, hvernig við nálguðumst atvikið í fjölmiðlum.“ sagði Comolli við Ornstein áður en hann hélt áfram. „Þetta var það versta sem ég hef upplifað í starfi. Við einangruðum okkur frá umheiminum og það var það versta sem við gátum gert. Við hefðum átt að fá utanaðkomandi aðila til að aðstoða okkur. Bæði sviði lögfræðinnar sem og með ímynd okkar,“ sagði Comolli enn fremur. Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og varafyrirliði liðsins á þessari örlagaríku leiktíð, bað Evra opinberlega afsökunar fyrr í vetur og lýsti stuttermabolunum sem „skelfilegum mistökum.“ Evra fékk einnig skriflega afsökunarbeiðni frá Peter Moore, núverandi framkvæmdastjóra Liverpool. „Eina afsökunin sem ég finn, ef afsökun skyldi kalla, er sú að enginn okkar hafði lent í atviki sem þessu áður og við vissum því ekki hvernig við áttum að bregðast við. Við höfðum ekkert til að byggja á. Meira að segja eigendurnir stóðu með Suarez. Þetta var rangt í alla staði,"“ sagði Comolli að lokum. Comolli átti vissulega erfitt uppdráttar hjá Liverpool en hann var þó í starfi þegar liðið keypti Suarez sem var frábær fyrir félagið þrátt fyrir þetta umdeilda atvik. Þá var Comolli einnig einn af þeim sem gaf grænt ljós á að kaupa Jordan Henderson frá Sunderland. Enski miðjumaðurinn var lengi vel í ónáð stuðningsmanna félagsins en nú er hann fyrirliði og stefnir í að hann lyfti enska meistaratitlinum á komandi vikum. Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira
Damien Comolli, fyrrum yfirmaður knattspyrnumála hjá Liverpool, segist sjá eftir því hvernig félagið höndlaði atvikið þegar Luis Suarez gerðist sekur um kynþáttaníð í garð Patrice Evra, þáverandi leikmanns Manchester United. Comolli var í starfi hjá Liverpool frá árinu 2010 til 2012. Fór hann yfir tíma sinn hjá félaginu í hlaðvarpsþætti David Ornstein sem starfar á The Athletic. Comolli, sem er franskur ríkisborgari líkt og Evra, segir að dómgreind allra sem tengdust Liverpool á þessum tíma hafi litast af rígnum á milli félaganna. Í kjölfar atviksins hafi Liverpool mætt út í upphitun gegn Wigan Athletic í sérstökum bolum sem sýndu að þeir studdu allir við bakið á Suarez. Þá hélt Liverpool áfram að verja framherjann þó svo að enska knattspyrnusambandið væri búið að dæma hann vegna málsins. Fresh detail from Damien Comolli on: - Suarez/Evra storm - FSG takeover (says in podcast Gordon tried to buy #LFC previously) - Henry, Werner + rise of Edwards - Inside Henderson signing - How Torres/Carrol happened With @JamesPearceLFC for @TheAthleticUKhttps://t.co/hR6MbapsrH— David Ornstein (@David_Ornstein) February 27, 2020 „Viðbrögð okkar voru þúsund sinnum verri en þau hefðu átt að vera þar sem þetta var Manchester United,“ sagði Comolli til að mynda um viðbrögð Liverpool við atvikinu. Sjá einnig: Dæmdur í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð Suarez var á endanum dæmdur í átta leikja bann. Kiko Casilla, markvörður Leeds United í ensku B-deildinni, fékk sömu refsingu nú á dögunum en hann var dæmdur í átta leikja bann eftir að hafa gerst sekur um kynþáttaníð í garð Jonathan Leko, leikmanns Charlton Athletic, í september á síðasta ári. „Ég sé eftir öllu. Ég sé eftir hugarfari okkar, hvernig við nálguðumst atvikið í fjölmiðlum.“ sagði Comolli við Ornstein áður en hann hélt áfram. „Þetta var það versta sem ég hef upplifað í starfi. Við einangruðum okkur frá umheiminum og það var það versta sem við gátum gert. Við hefðum átt að fá utanaðkomandi aðila til að aðstoða okkur. Bæði sviði lögfræðinnar sem og með ímynd okkar,“ sagði Comolli enn fremur. Jamie Carragher, fyrrum varnarmaður Liverpool og varafyrirliði liðsins á þessari örlagaríku leiktíð, bað Evra opinberlega afsökunar fyrr í vetur og lýsti stuttermabolunum sem „skelfilegum mistökum.“ Evra fékk einnig skriflega afsökunarbeiðni frá Peter Moore, núverandi framkvæmdastjóra Liverpool. „Eina afsökunin sem ég finn, ef afsökun skyldi kalla, er sú að enginn okkar hafði lent í atviki sem þessu áður og við vissum því ekki hvernig við áttum að bregðast við. Við höfðum ekkert til að byggja á. Meira að segja eigendurnir stóðu með Suarez. Þetta var rangt í alla staði,"“ sagði Comolli að lokum. Comolli átti vissulega erfitt uppdráttar hjá Liverpool en hann var þó í starfi þegar liðið keypti Suarez sem var frábær fyrir félagið þrátt fyrir þetta umdeilda atvik. Þá var Comolli einnig einn af þeim sem gaf grænt ljós á að kaupa Jordan Henderson frá Sunderland. Enski miðjumaðurinn var lengi vel í ónáð stuðningsmanna félagsins en nú er hann fyrirliði og stefnir í að hann lyfti enska meistaratitlinum á komandi vikum.
Enski boltinn Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Sjáðu markaveisluna hjá Chelsea í Austur-Lundúnum Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Chelsea svaraði með fimm mörkum og pressan á Potter eykst Framlengir við City: „Ég elska Manchester“ Palmer meiddist í upphitun og ekki með gegn West Ham Rodri og Foden klárir í slaginn Viljum ekki leikmenn sem vilja ekki Spurs Ósáttur við aðgerðaleysið: Dreg fram skóna sjálfur Ófriðarbál hjá Forest og stjórinn mögulega rekinn Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Tottenham beinir sjónum sínum að besta unga leikmanninum Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Sjá meira