Ákæra Kínverja vegna meiriháttar gagnastulds frá Equifax Kjartan Kjartansson skrifar 10. febrúar 2020 16:24 William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti um ákærurnar á blaðamannafundi í dag. Vísir/EPA Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf út ákærur á hendur fjórum liðsmönnum kínverska hersins vegna innbrots í tölvukerfi lánshæfisfyrirtækisins Equifax árið 2017. Persónuupplýsingum um nærri því helming bandarísku þjóðarinnar var stolið í innbrotinu. Þjófarnir komust meðal annars yfir kennitölu og fæðingardegi um 145 milljóna Bandaríkjamanna í innbrotinu auk viðskiptaleyndarmála Equifax. Fyrirtækið féllst á að greiða Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) 700 milljónir dollara, jafnvirði um 89 milljarða íslenskra króna, til að bæta viðskiptavinum þess tjónið í fyrra. Ákæran sem var gefin út í dag er í níu liðum og snýr að stuldi á persónuupplýsingum og viðskiptaleyndarmálum. William Barr, dómsmálaráðherrann, sagði innbrotið „vísvítandi og víðtæka innrás í persónuupplýsingar bandarísku þjóðarinnar“, að því er segir í frétt Washington Post. Í ákærunni kemur fram að kínversku tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í tölvukerfi Equifax sem fyrirtækið hafði ekki látið laga þrátt fyrir því hafi verið gert viðvart um gallann. Komust hakkararnir þannig yfir gríðarlegt magn persónuupplýsinga. Kínverjarnir eru sagðir hafa reynt að fela slóð sína með því að beina netumferð í gegnum 34 netþjóna í tuttugu löndum. Þeir hafi jafnframt notað dulkóðaðar samskiptarásir og eytt skrám til að má út spor sín. Litlar líkur er á því að fjórmenningarnir komi nokkurn tímann fyrir bandarískan dómstól. Ferðist þeir einhvern tímann til Bandaríkjanna gætu þeir þó átt á hættu að vera handteknir. Grunnt hefur verið á því góða á milli bandarískra og kínverskra stjórnvalda undanfarin misseri. Þau hafa staðið í viðskiptastríði og skellt innflutningstollum á vörur hvorra annarra. Barr varaði jafnframt við því í síðustu viku ríki heims við því að taka við 5G-tækni frá Kína því þá ættu þau á hættu að „leggja efnahagsleg örlög sín í hendur Kína“. Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Persónuupplýsingum um tæplega helming Bandaríkjamanna var stolið í tölvuinnbroti hjá lánshæfisfyrirtækinu. 26. september 2017 13:54 Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum Bandarískra ráðgjafafyrirtækið Equifax beið í sex vikur með að tilkynna að nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleiri upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins komust í hendur hakkara. 8. september 2017 08:15 Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 7. september 2017 22:55 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Bandaríska dómsmálaráðuneytið gaf út ákærur á hendur fjórum liðsmönnum kínverska hersins vegna innbrots í tölvukerfi lánshæfisfyrirtækisins Equifax árið 2017. Persónuupplýsingum um nærri því helming bandarísku þjóðarinnar var stolið í innbrotinu. Þjófarnir komust meðal annars yfir kennitölu og fæðingardegi um 145 milljóna Bandaríkjamanna í innbrotinu auk viðskiptaleyndarmála Equifax. Fyrirtækið féllst á að greiða Viðskiptastofnun Bandaríkjanna (FTC) 700 milljónir dollara, jafnvirði um 89 milljarða íslenskra króna, til að bæta viðskiptavinum þess tjónið í fyrra. Ákæran sem var gefin út í dag er í níu liðum og snýr að stuldi á persónuupplýsingum og viðskiptaleyndarmálum. William Barr, dómsmálaráðherrann, sagði innbrotið „vísvítandi og víðtæka innrás í persónuupplýsingar bandarísku þjóðarinnar“, að því er segir í frétt Washington Post. Í ákærunni kemur fram að kínversku tölvuþrjótarnir hafi nýtt sér veikleika í tölvukerfi Equifax sem fyrirtækið hafði ekki látið laga þrátt fyrir því hafi verið gert viðvart um gallann. Komust hakkararnir þannig yfir gríðarlegt magn persónuupplýsinga. Kínverjarnir eru sagðir hafa reynt að fela slóð sína með því að beina netumferð í gegnum 34 netþjóna í tuttugu löndum. Þeir hafi jafnframt notað dulkóðaðar samskiptarásir og eytt skrám til að má út spor sín. Litlar líkur er á því að fjórmenningarnir komi nokkurn tímann fyrir bandarískan dómstól. Ferðist þeir einhvern tímann til Bandaríkjanna gætu þeir þó átt á hættu að vera handteknir. Grunnt hefur verið á því góða á milli bandarískra og kínverskra stjórnvalda undanfarin misseri. Þau hafa staðið í viðskiptastríði og skellt innflutningstollum á vörur hvorra annarra. Barr varaði jafnframt við því í síðustu viku ríki heims við því að taka við 5G-tækni frá Kína því þá ættu þau á hættu að „leggja efnahagsleg örlög sín í hendur Kína“.
Bandaríkin Kína Tengdar fréttir Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Persónuupplýsingum um tæplega helming Bandaríkjamanna var stolið í tölvuinnbroti hjá lánshæfisfyrirtækinu. 26. september 2017 13:54 Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum Bandarískra ráðgjafafyrirtækið Equifax beið í sex vikur með að tilkynna að nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleiri upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins komust í hendur hakkara. 8. september 2017 08:15 Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 7. september 2017 22:55 Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Forstjóri Equifax hættir í kjölfar tölvuinnbrots Persónuupplýsingum um tæplega helming Bandaríkjamanna var stolið í tölvuinnbroti hjá lánshæfisfyrirtækinu. 26. september 2017 13:54
Persónuupplýsingum 143 milljóna stolið af hökkurum Bandarískra ráðgjafafyrirtækið Equifax beið í sex vikur með að tilkynna að nöfn, kennitölur, heimilisföng og fleiri upplýsingar um viðskiptavini fyrirtækisins komust í hendur hakkara. 8. september 2017 08:15
Hakkarar komust yfir upplýsingar 140 milljóna viðskiptavina Equifax Þetta tölvuinnbrot er sagt það stærsta sem tilkynnt hefur verið um í Bandaríkjunum. 7. september 2017 22:55