Sinn Féin hlaut flest atkvæði en verður næst stærstur á þingi Atli Ísleifsson skrifar 11. febrúar 2020 08:22 Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, fagnaði þegar úrslit lágu fyrir. Getty Þjóðernisflokkurinn Sinn Féin hlaut flest fyrsta vals atkvæði í írsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Flokkurinn þarf þó að sætta sig við að verða annar stærsti flokkur á þingi. Þegar búið er að telja öll atkvæði liggur fyrir að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Fianna Fáil, hlaut 38 þingsæti, og Sinn Féin 37 þingsæti. Fine Gael, flokkur Leo Varadkar forsætisráðherra, verður þriðji stæsti flokkurinn á þingi með sína 35 þingmenn. Ljóst má vera að komandi ríkisstjórn mun þurfa að saman standa af tveimur af þremur stærstu flokkunum, auk þess að þeir munu þurfa að reiða sig á stuðning einhverra smáflokka. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, hefur lýst yfir sigri og kallað eftir viðræðum við fulltrúa Fianna Fáil og Fine Gael um myndun mögulegrar stjórnar. Nærri tvöfaldaði fylgi sitt Sinn Féin nærri tvöfaldaði fylgi sitt frá kosningunum 2016, en í kosningabaráttunni lagði flokkurinn sérstaka áherslu á að bæta aðstæður heimilislausra, bentu á áhrif hækkunar leiguverðs síðustu misserin og hrakandi þjónustu hins opinbera. Flokkurinn hefur lengi verið á jaðri írskra stjórnmála, en hann býður einnig fram á Norður-Írlandi. Þannig á flokkurinn sæti á bæði breska og írska þinginu og hefur það markmið að sameina Írland og Norður-Írland. Kjörsókn í landinu var 62,9 prósent og nokkuð minni en í síðustu kosningunum þar sem hún var 65,2 prósent. Írland Tengdar fréttir Útlit fyrir snúna stjórnarmyndun á Írlandi eftir sigur þjóðernissinna Þjóðernisflokkurinn Sinn Féin hlaut flest atkvæði þegar fyrsta val kjósenda hefur verið talið. Ólíklegt er þó að flokkurinn nái að vera sá stærsti á þingi vegna þess hversu fáum frambjóðendum hann stillti upp á landsvísu. 10. febrúar 2020 10:23 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Þjóðernisflokkurinn Sinn Féin hlaut flest fyrsta vals atkvæði í írsku þingkosningunum sem fram fóru um helgina. Flokkurinn þarf þó að sætta sig við að verða annar stærsti flokkur á þingi. Þegar búið er að telja öll atkvæði liggur fyrir að stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Fianna Fáil, hlaut 38 þingsæti, og Sinn Féin 37 þingsæti. Fine Gael, flokkur Leo Varadkar forsætisráðherra, verður þriðji stæsti flokkurinn á þingi með sína 35 þingmenn. Ljóst má vera að komandi ríkisstjórn mun þurfa að saman standa af tveimur af þremur stærstu flokkunum, auk þess að þeir munu þurfa að reiða sig á stuðning einhverra smáflokka. Mary Lou McDonald, leiðtogi Sinn Féin, hefur lýst yfir sigri og kallað eftir viðræðum við fulltrúa Fianna Fáil og Fine Gael um myndun mögulegrar stjórnar. Nærri tvöfaldaði fylgi sitt Sinn Féin nærri tvöfaldaði fylgi sitt frá kosningunum 2016, en í kosningabaráttunni lagði flokkurinn sérstaka áherslu á að bæta aðstæður heimilislausra, bentu á áhrif hækkunar leiguverðs síðustu misserin og hrakandi þjónustu hins opinbera. Flokkurinn hefur lengi verið á jaðri írskra stjórnmála, en hann býður einnig fram á Norður-Írlandi. Þannig á flokkurinn sæti á bæði breska og írska þinginu og hefur það markmið að sameina Írland og Norður-Írland. Kjörsókn í landinu var 62,9 prósent og nokkuð minni en í síðustu kosningunum þar sem hún var 65,2 prósent.
Írland Tengdar fréttir Útlit fyrir snúna stjórnarmyndun á Írlandi eftir sigur þjóðernissinna Þjóðernisflokkurinn Sinn Féin hlaut flest atkvæði þegar fyrsta val kjósenda hefur verið talið. Ólíklegt er þó að flokkurinn nái að vera sá stærsti á þingi vegna þess hversu fáum frambjóðendum hann stillti upp á landsvísu. 10. febrúar 2020 10:23 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Sjá meira
Útlit fyrir snúna stjórnarmyndun á Írlandi eftir sigur þjóðernissinna Þjóðernisflokkurinn Sinn Féin hlaut flest atkvæði þegar fyrsta val kjósenda hefur verið talið. Ólíklegt er þó að flokkurinn nái að vera sá stærsti á þingi vegna þess hversu fáum frambjóðendum hann stillti upp á landsvísu. 10. febrúar 2020 10:23