Handbolti

Handboltastórveldið Vardar riðar til falls

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Vardar vann Meistaradeild Evrópu í fyrra.
Vardar vann Meistaradeild Evrópu í fyrra. vísir/getty

Norður-makedónska handboltastórveldið Vardar riðar nú til falls.

Vardar vann Meistaradeild Evrópu í fyrra auk þess sem liðið vann SEHA-deildina, þar sem bestu lið Austur-Evrópu mætast.

Vardar á í miklum fjárhagsvandræðum og lykilmenn eru byrjaðir að stökkva frá borði.

Lettinn risavaxni Dainis Kristopans er farinn frá Vardar til Füchse Berlin þar sem hann mun leika út tímabilið. Að því loknu gengur hann í raðir Paris Saint-Germain.

Þá er rússneski leikstjórnadinn Pavel Atman farinn til Spartak Moskvu.

Vardar hefur orðið norður-makedónskur meistari fimm sinnum í röð. Liðið vann Meistaradeildina 2017 og 2019 og hefur unnið SEHA-deildina þrisvar sinnum í röð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×