Sósíalistar með þrjá menn á þingi samkvæmt nýrri könnun Jakob Bjarnar skrifar 12. febrúar 2020 15:19 Sósíalistar. Frá síðustu borgarstjórnarkosningum en þá kom flokkurinn einum manni að í borgarstjórn. visir/rakel Sósíalistaflokkurinn fengi þrjá þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri könnun sem MMR var að gefa út, sem gerð var dagana 6. til 10. febrúar. Flokkur fólksins myndi detta út af þing. „Það hefur ekki gerst áður að grasrótarsamtök utan þings, sem ekki urðu til af klofningi þingflokks, mælist aftur og aftur inn á þingi á miðju kjörtímabili, óralangt frá hefðbundinni kosningabaráttu. Sósíalistaflokkur Íslands er að skrifa nýja sögu. Það er mögulegt fyrir fólk að rísa upp og byggja upp hreyfingu utan valdastofnana,“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sem er harla ánægður með könnunina. Fylgi flokka samkvæmt nýjustu skoðankönnun MMR. Annað sem heyrir heldur betur til tíðinda í könnuninni er sú að ríkisstjórnarflokkarnir tapa samkvæmt henni 8 þingmönnum: Framsókn fjórum og VG fjórum en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum. Samfylkingin bætir við sig þremur þingmönnum og Viðreisn einnig. Miðflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. Í tilkynningu MMR segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,0 prósent, sem er þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í seinni hluta janúar en 1,7 prósentustigum meira en var í upphafi janúar. Inga Sæland. Ef næstu kosningar fara eins og könnun MMR ætlar er Inga á leið af þingi.Vísir/Vilhelm „Mældist Samfylkingin með 15,1% fylgi, einu og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 13,3% fylgi, tæplega tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældust Vinstri-græn með 10,7% fylgi og Píratar með 10,4% fylgi.“ Eða eins og segir á vefsíðu MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,0% og mældist 19,0% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1% og mældist 16,6% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,3% og mældist 15,1% í síðustu könnnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 8,7% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 10,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 12,4% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,8% og mældist 7,2% í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 4,9% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,6% og mældist 3,8% í síðustu könnun. Stuðningur við aðra mældist 2,1% samanlagt. Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira
Sósíalistaflokkurinn fengi þrjá þingmenn ef gengið yrði til kosninga nú. Þetta er meðal þess sem lesa má úr nýrri könnun sem MMR var að gefa út, sem gerð var dagana 6. til 10. febrúar. Flokkur fólksins myndi detta út af þing. „Það hefur ekki gerst áður að grasrótarsamtök utan þings, sem ekki urðu til af klofningi þingflokks, mælist aftur og aftur inn á þingi á miðju kjörtímabili, óralangt frá hefðbundinni kosningabaráttu. Sósíalistaflokkur Íslands er að skrifa nýja sögu. Það er mögulegt fyrir fólk að rísa upp og byggja upp hreyfingu utan valdastofnana,“ segir Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins. Sem er harla ánægður með könnunina. Fylgi flokka samkvæmt nýjustu skoðankönnun MMR. Annað sem heyrir heldur betur til tíðinda í könnuninni er sú að ríkisstjórnarflokkarnir tapa samkvæmt henni 8 þingmönnum: Framsókn fjórum og VG fjórum en Sjálfstæðisflokkurinn heldur sínum. Samfylkingin bætir við sig þremur þingmönnum og Viðreisn einnig. Miðflokkurinn bætir við sig tveimur þingmönnum. Í tilkynningu MMR segir að fylgi Sjálfstæðisflokksins mælist nú 22,0 prósent, sem er þremur prósentustigum meira en í síðustu könnun MMR sem gerð var í seinni hluta janúar en 1,7 prósentustigum meira en var í upphafi janúar. Inga Sæland. Ef næstu kosningar fara eins og könnun MMR ætlar er Inga á leið af þingi.Vísir/Vilhelm „Mældist Samfylkingin með 15,1% fylgi, einu og hálfu prósentustigi minna en við síðustu mælingu en Miðflokkurinn mældist með 13,3% fylgi, tæplega tveimur prósentustigum minna en við síðustu mælingu. Þá mældust Vinstri-græn með 10,7% fylgi og Píratar með 10,4% fylgi.“ Eða eins og segir á vefsíðu MMR: Fylgi Sjálfstæðisflokksins mældist nú 22,0% og mældist 19,0% í síðustu könnun. Fylgi Samfylkingarinnar mældist nú 15,1% og mældist 16,6% í síðustu könnun. Fylgi Miðflokksins mældist nú 13,3% og mældist 15,1% í síðustu könnnun. Fylgi Vinstri grænna mældist nú 10,7% og mældist 8,7% í síðustu könnun. Fylgi Pírata mældist nú 10,4% og mældist 10,6% í síðustu könnun. Fylgi Viðreisnar mældist nú 9,7% og mældist 12,4% í síðustu könnun. Fylgi Framsóknarflokksins mældist nú 6,8% og mældist 7,2% í síðustu könnun. Fylgi Sósíalistaflokks Íslands mældist nú 5,3% og mældist 4,9% í síðustu könnun. Fylgi Flokks fólksins mældist nú 4,6% og mældist 3,8% í síðustu könnun. Stuðningur við aðra mældist 2,1% samanlagt.
Alþingi Skoðanakannanir Mest lesið Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Innlent Vill losna við tálma úr vegi sínum Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir hafa verið njósnað um son hans Innlent „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Fleiri fréttir Ekki púað á Snorra „Ásakanir Svandísar í minn garð eru lygi frá rótum“ „Ásakanir Jóns Gunnarssonar eru rangar“ Elduðu úti, óðu yfir vaktstjórann og fylltu matsalinn Nauðsynlegt að sameinast um aðgerðir í jafnréttismálum Tálbeita á Edition og vegklæðning flettist af í Öxnadal Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga Settur forstjóri skipaður forstjóri Sautján sóttu um embætti skrifstofustjóra fjármála Fimm prósent segja innflytjendamálin mikilvægust Verðlaunuð fyrir að berjast gegn slúðri Tveir af fimm telja hvalveiðar veikja stöðu Íslands í alþjóðlegum viðskiptum Ósammála því að skoðanakannanir séu ekki nákvæmar Óvenju margar bilanir í götulýsingu í Kópavogbæ Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir hafa verið njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitabæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Sjá meira