Biden í bölvuðum vandræðum Samúel Karl Ólason skrifar 12. febrúar 2020 16:48 Biden með stuðningsmönnum sínum í Suður-Karólínu. AP/Gerald Herbert Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafnaði í fimmta sæti í forvali Demókrataflokksins í New Hampshire í gær. Hann fékk enga landsfundarfulltrúa fyrir landsfund Demókrata og framboð hans til forseta Bandaríkjanna er mögulega í hættu. Honum gekk ekki heldur vel í Iowa í síðustu viku. Skammt er síðan Biden mældist með mest fylgi í flestum könnunum Bandaríkjanna. Á nokkrum dögum hafa líkur hans á því að ná meirihluta af landsfundarfulltrúa í forvalinu farið úr tæpum 50 prósentum í 17, samkvæmt líkani FiveThirtyEight. Í stað þess að fylgjast með stöðu mála í New Hampshire í gær fór Biden til Suður-Karólínu og stappaði stálinu í stuðningsmenn sína þar og bakhjarla. Biden sagði stuðningsmönnum sínum að nánast allir svartir og þeir sem eru af rómönsku bergi brotnir hefðu ekki enn greitt atkvæði í forvalinu. „Þessu er ekki lokið enn. Við erum rétt að byrja,“ sagði Biden. Kannanir sýna að svartir kjósendur í Bandaríkjunum, sem hafa studd Biden dyggilega, eru farnir að svipast um eftir nýjum frambjóðenda sem þeir telja geta velt Donald Trump úr sessi. Einn ráðgjafi Biden, sem ræddi við Politico undir nafnleynd, segir ástandið hræðilegt fyrir framboðið. Hann efast um að Biden eigi enn möguleika á sigri. Næsta forval Demókrataflokksins fer fram í Nevada þann 22. febrúar. Því næst Suður-Karólínu þann 29. febrúar. Þann þriðja mars er svokallaður „ofurþriðjudagur“ þar sem forvöl eiga sér stað í fjölda ríkja. Fjárhagsstaða Biden hefur einnig vakið athygli en hann honum hefur ekki gengið vel að afla fjár og framboð hans varði sex milljónum dala í Iowa, þar sem Biden endaði í fjórða sæti. CNN setur stöðu Biden í sögulegt samhengi en engum forsetaframbjóðanda í hans stöðu hefur tekist að snúa þróun sem þessari við og tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, eða komist nærri því. Það hafi ekki gerst í 40 ár. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hafnaði í fimmta sæti í forvali Demókrataflokksins í New Hampshire í gær. Hann fékk enga landsfundarfulltrúa fyrir landsfund Demókrata og framboð hans til forseta Bandaríkjanna er mögulega í hættu. Honum gekk ekki heldur vel í Iowa í síðustu viku. Skammt er síðan Biden mældist með mest fylgi í flestum könnunum Bandaríkjanna. Á nokkrum dögum hafa líkur hans á því að ná meirihluta af landsfundarfulltrúa í forvalinu farið úr tæpum 50 prósentum í 17, samkvæmt líkani FiveThirtyEight. Í stað þess að fylgjast með stöðu mála í New Hampshire í gær fór Biden til Suður-Karólínu og stappaði stálinu í stuðningsmenn sína þar og bakhjarla. Biden sagði stuðningsmönnum sínum að nánast allir svartir og þeir sem eru af rómönsku bergi brotnir hefðu ekki enn greitt atkvæði í forvalinu. „Þessu er ekki lokið enn. Við erum rétt að byrja,“ sagði Biden. Kannanir sýna að svartir kjósendur í Bandaríkjunum, sem hafa studd Biden dyggilega, eru farnir að svipast um eftir nýjum frambjóðenda sem þeir telja geta velt Donald Trump úr sessi. Einn ráðgjafi Biden, sem ræddi við Politico undir nafnleynd, segir ástandið hræðilegt fyrir framboðið. Hann efast um að Biden eigi enn möguleika á sigri. Næsta forval Demókrataflokksins fer fram í Nevada þann 22. febrúar. Því næst Suður-Karólínu þann 29. febrúar. Þann þriðja mars er svokallaður „ofurþriðjudagur“ þar sem forvöl eiga sér stað í fjölda ríkja. Fjárhagsstaða Biden hefur einnig vakið athygli en hann honum hefur ekki gengið vel að afla fjár og framboð hans varði sex milljónum dala í Iowa, þar sem Biden endaði í fjórða sæti. CNN setur stöðu Biden í sögulegt samhengi en engum forsetaframbjóðanda í hans stöðu hefur tekist að snúa þróun sem þessari við og tryggja sér tilnefningu Demókrataflokksins, eða komist nærri því. Það hafi ekki gerst í 40 ár.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Erlent Alelda bíll á Reykjanesbraut Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Erlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Fleiri fréttir Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Sjá meira
Bernie Sanders efstur í forvali Demókrata í New Hampshire Öldungadeildarþingmaðurinn Bernie Sanders varð efstur í forvali Demókrata í New Hampshire fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum en forvalið fór fram í gær. 12. febrúar 2020 06:15