Afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilunni: Deilan bitnar á börnunum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 12. febrúar 2020 18:45 Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á Rofaborg hefur áhyggjur af kjaradeilu Reykjavíkurborgar og Eflingar. Vísir/Baldur Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. Leikskólinn Rofaborg var barnlaus eftir hádegi en þá var búið að senda öll börn heim vegna verkfallsins. Aðeins var þó tekið á móti hluta barnanna í morgun vegna verkfallsins svo flest barnanna á leikskólanum voru heima allan daginn. „Verkfallið hefur veruleg áhrif á þær níutíu og átta fjölskyldur sem við erum með hérna hjá okkur. Af þrjátíu starfsmönnum sem starfa hér þá eru tuttugu starfsmenn í verkfalli,“ Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Rofaborg. Síðasti fundur samninganefndanna var á föstudaginn í síðustu viku. Til stóð að funda á mánudaginn áður en verkfallið hófst. Af þeim fundi varð ekki. Hjá Ríkissáttasemjara fengust þær upplýsingar í dag að enginn fundur hefði verið boðaður í kjaradeilunni. Ljóst er því að áfram verður verkfall á morgun með tilheyrandi lokunum á leikskólum og skertri þjónustu við skólabörn og aldraða. Þórunn segir slæmt að heyra af því að deiluaðilar séu ekki að funda til að reyna að leysa deiluna. „Það er alveg afleitt að heyra það og líka höfum við áhyggjur af okkar vinnufélögum sem þurfa að vera heima vegna verkfalls. Þetta hefur heldur ekki góð áhrif á þau og þetta er líka afar slæmt fyrir börnin að missa svona úr leikskólanum,“ segir Þórunn. Hún vonast til að boðað verði til samningafundar fljótlega og að deilan leysist. „Deiluaðilar þurfa að ræða saman. Það er alveg forsenda fyrir því að verkfallið leysist að fólk sé að ræða saman,“ segir Þórunn. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla en tveir starfsmenn skólans eru í Eflingu og í verkfalli.Vísir/Guðlaug Skólastjórendur, sem rætt var við í dag, lýstu allir yfir áhyggjum af stöðunni en einn þeirra er Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri í Ingunnarskóla. „Hjá okkur eru tveir starfsmenn sem eru í Eflingu og þeir starfa báðir í mötuneyti skólans. Þannig að þetta hefur áhrif á þjónustu hvað varðar mat að gera. Bæði fellur niður hafragrautur, þessa daga sem eru verkfallsdagar, sem við bjóðum upp á á morgnana og einnig verðum við að takmarka hvaða árgangar geta borðað hverju sinni. Í dag eru það unglingarnir sem koma með nesti og á morgun eru það bara unglingarnir sem fá að borða og 1. til 7. bekkur kemur með nesti,“ segir Guðlaug Erla. Þá segir Guðlaug Erla að ef verkfallið geti farið að hafa áhrif á kennslu. „Ég hef áhyggjur af stöðunni og ef að verkfallið dregst á langinn þá getur það farið að hafa áhrif á heimilisfræðikennslu af því annar starfsmaðurinn ræstir heimilisfræðistofu og ræstir mötuneytið“ segir Guðlaug Erla. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem sinnt hefur verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag.Vísir/Baldur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem hefur sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. Hún segir verkfallið að mestu leyti hafa farið vel fram. „Það er mjög mikil samstaða. Við höfum bara orðnar varar við eitt verkfallsbrot eins og er en það hefur ekkert verið eitthvað gert viljandi,“ segir Ingibjörg Þóra. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira
Leikskólastjóri í Reykjavík segir afleitt að ekki séu haldnir samningafundir í kjaradeilu borgarinnar og Eflingar. Deilan bitni á börnunum en á sumum leikskólum voru engin börn hluta af deginum vegna verkfalls Eflingar. Þá eru skólastjórnendur margir hverjir áhyggjufullir vegna ástandsins. Leikskólinn Rofaborg var barnlaus eftir hádegi en þá var búið að senda öll börn heim vegna verkfallsins. Aðeins var þó tekið á móti hluta barnanna í morgun vegna verkfallsins svo flest barnanna á leikskólanum voru heima allan daginn. „Verkfallið hefur veruleg áhrif á þær níutíu og átta fjölskyldur sem við erum með hérna hjá okkur. Af þrjátíu starfsmönnum sem starfa hér þá eru tuttugu starfsmenn í verkfalli,“ Þórunn Gyða Björnsdóttir leikskólastjóri á leikskólanum Rofaborg. Síðasti fundur samninganefndanna var á föstudaginn í síðustu viku. Til stóð að funda á mánudaginn áður en verkfallið hófst. Af þeim fundi varð ekki. Hjá Ríkissáttasemjara fengust þær upplýsingar í dag að enginn fundur hefði verið boðaður í kjaradeilunni. Ljóst er því að áfram verður verkfall á morgun með tilheyrandi lokunum á leikskólum og skertri þjónustu við skólabörn og aldraða. Þórunn segir slæmt að heyra af því að deiluaðilar séu ekki að funda til að reyna að leysa deiluna. „Það er alveg afleitt að heyra það og líka höfum við áhyggjur af okkar vinnufélögum sem þurfa að vera heima vegna verkfalls. Þetta hefur heldur ekki góð áhrif á þau og þetta er líka afar slæmt fyrir börnin að missa svona úr leikskólanum,“ segir Þórunn. Hún vonast til að boðað verði til samningafundar fljótlega og að deilan leysist. „Deiluaðilar þurfa að ræða saman. Það er alveg forsenda fyrir því að verkfallið leysist að fólk sé að ræða saman,“ segir Þórunn. Guðlaug Erla Gunnarsdóttir er skólastjóri Ingunnarskóla en tveir starfsmenn skólans eru í Eflingu og í verkfalli.Vísir/Guðlaug Skólastjórendur, sem rætt var við í dag, lýstu allir yfir áhyggjum af stöðunni en einn þeirra er Guðlaug Erla Gunnarsdóttir skólastjóri í Ingunnarskóla. „Hjá okkur eru tveir starfsmenn sem eru í Eflingu og þeir starfa báðir í mötuneyti skólans. Þannig að þetta hefur áhrif á þjónustu hvað varðar mat að gera. Bæði fellur niður hafragrautur, þessa daga sem eru verkfallsdagar, sem við bjóðum upp á á morgnana og einnig verðum við að takmarka hvaða árgangar geta borðað hverju sinni. Í dag eru það unglingarnir sem koma með nesti og á morgun eru það bara unglingarnir sem fá að borða og 1. til 7. bekkur kemur með nesti,“ segir Guðlaug Erla. Þá segir Guðlaug Erla að ef verkfallið geti farið að hafa áhrif á kennslu. „Ég hef áhyggjur af stöðunni og ef að verkfallið dregst á langinn þá getur það farið að hafa áhrif á heimilisfræðikennslu af því annar starfsmaðurinn ræstir heimilisfræðistofu og ræstir mötuneytið“ segir Guðlaug Erla. Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem sinnt hefur verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag.Vísir/Baldur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir er ein þeirra sem hefur sinnt verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. Hún segir verkfallið að mestu leyti hafa farið vel fram. „Það er mjög mikil samstaða. Við höfum bara orðnar varar við eitt verkfallsbrot eins og er en það hefur ekkert verið eitthvað gert viljandi,“ segir Ingibjörg Þóra.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Fleiri fréttir Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Fer ekki aftur fram fyrir Samfylkinguna Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Nærri 400 leitarbeiðnir vegna 95 týndra barna á árinu Bein útsending: Innflytjendur og samfélagið Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Seyðisfjörður á varaafli eftir rafmagnsleysi í nótt Fjarðarheiði lokuð og óvissustig suðaustantil Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Sjá meira