Salvini ósáttur en býst ekki við sakfellingu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 13. febrúar 2020 19:00 Salvini boðaði til blaðamannafundar í dag þar sem hann tjáði sig um málið. Vísir/AP Matteo Salvini, leiðtogi ítalska öfgaþjóðernis-hyggjuflokksins Bandalagsins, sagðist í dag alsaklaus af ásökunum um að hann hefði brotið lög með því að meina flóttamönnum að yfirgefa björgunarskip í júlí á síðasta ári. Hann hefur verið sviptur þinghelgi. Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti í gær að svipta Salvini þinghelgi. Með því lagði þingið í raun blessun sína yfir að réttað verði yfir þessum fyrrverandi innanríkisráðherra. Hið meinta brot átti sér stað þegar Salvini var innanríkisráðherra í stjórn Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sem sprakk í byrjun septembermánaðar. Salvini rak afar harða stefnu í innflytjendamálum og vildi meina öllum skipum sem höfðu bjargað flóttamönnum af Miðjarðarhafi að koma til Ítalíu. Hann tók skref í þá átt í júlí 2019 þegar hann skipaði 131 flóttamanni að halda kyrru fyrir um borð í skipi utan af Sikiley þar til annað ríki en Ítalía samþykkti að taka á móti þeim. Nú stendur til að rétta yfir honum á þeim grundvelli að þetta hafi jafngilt mannráni. Ítalinn var ósáttur á blaðamannafundi í dag. „Ég minni sjálfan mig nú á 52. grein ítölsku stjórnarskrárinnar, sem ég sór embættiseið, og snýst um að Ítölum, sérstaklega ráðherrum, sé skylda að huga að vörnum þjóðarinnar. Ég trúi því að ég hafi unnið eftir þessari grein þegar ég stóð vörð um öryggi, landamæri og virðingu landsins. Ég tel því að þetta muni ekki leiða til sakfellingar.“ Flóttamenn Ítalía Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Matteo Salvini, leiðtogi ítalska öfgaþjóðernis-hyggjuflokksins Bandalagsins, sagðist í dag alsaklaus af ásökunum um að hann hefði brotið lög með því að meina flóttamönnum að yfirgefa björgunarskip í júlí á síðasta ári. Hann hefur verið sviptur þinghelgi. Öldungadeild ítalska þingsins samþykkti í gær að svipta Salvini þinghelgi. Með því lagði þingið í raun blessun sína yfir að réttað verði yfir þessum fyrrverandi innanríkisráðherra. Hið meinta brot átti sér stað þegar Salvini var innanríkisráðherra í stjórn Bandalagsins og Fimm stjörnu hreyfingarinnar, sem sprakk í byrjun septembermánaðar. Salvini rak afar harða stefnu í innflytjendamálum og vildi meina öllum skipum sem höfðu bjargað flóttamönnum af Miðjarðarhafi að koma til Ítalíu. Hann tók skref í þá átt í júlí 2019 þegar hann skipaði 131 flóttamanni að halda kyrru fyrir um borð í skipi utan af Sikiley þar til annað ríki en Ítalía samþykkti að taka á móti þeim. Nú stendur til að rétta yfir honum á þeim grundvelli að þetta hafi jafngilt mannráni. Ítalinn var ósáttur á blaðamannafundi í dag. „Ég minni sjálfan mig nú á 52. grein ítölsku stjórnarskrárinnar, sem ég sór embættiseið, og snýst um að Ítölum, sérstaklega ráðherrum, sé skylda að huga að vörnum þjóðarinnar. Ég trúi því að ég hafi unnið eftir þessari grein þegar ég stóð vörð um öryggi, landamæri og virðingu landsins. Ég tel því að þetta muni ekki leiða til sakfellingar.“
Flóttamenn Ítalía Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Fleiri fréttir Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent