Örtröð og tómar hillur í aðdraganda sprengilægðarinnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 13. febrúar 2020 20:33 Sérstaklega þykir eftirtektarvert að brauðhillur hafi tæmst. Slíkt gerist venjulega ekki á fimmtudögum, að sögn framkvæmdastjóra Krónunnar. Myndin er tekin í Krónunni á Granda síðdegis í dag. Vísir/Kolbeinn Tumi Íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu margir leið sína í kjörbúðir eftir vinnu í dag og birgðu sig upp af matvælum fyrir sprengilægðina sem skellur á strax í nótt. Brauðhillur tæmdust og langar biðraðir mynduðust í verslunum, sem margar gerðu sérstakar óveðursráðstafanir. „Það er búið að vera alveg „crazy“ að gera.núna seinni partinn. Sérstaklega brauðhillurnar, sem eru ekki venjulega að tæmast á fimmtudögum, eru orðnar tómar,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Vísi. Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út Hún segir þau hjá Krónunni hafa verið ágætlega í stakk búin fyrir óveðrið og fylgst vel með veðurspám. Kauphegðunin í dag sé sambærileg og í fyrri lægðum. Hamfarainnkaup í Fjarðarkaup #lægðin pic.twitter.com/Q800hYDkqX— Óskar Steinn (@oskasteinn) February 13, 2020 „Við vissum af veðrinu og vorum búin að undirbúa okkur til dæmis í kjötvörum,“ segir Gréta, sem kveðst skilja vel að fólk birgi sig upp af mat fyrir morgundaginn. „Fjölskyldurnar vilja vera heima saman á morgun og fólk gerir kannski aðeins vel við sig. Það eru engar æfingar og engar tómstundir og þá er frábært að fjölskyldan nýti þennan tíma saman.“ Þjónusta verður skert víða á landinu á morgun. Gréta segir að forsvarsmenn Krónunnar muni taka stöðuna snemma í fyrramálið og meta hvort opnað verði á venjulegum opnunartíma eða jafnvel eftir hádegi. Brauðið búið í verslun Krónunnar í Skeifunni um kvöldmatarleytið.Aðsend Úr sömu verslun.Aðsend Mannmergð í verslun Bónus í Skipholti nú síðdegis.Vísir/hjalti Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Verslun Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu lögðu margir leið sína í kjörbúðir eftir vinnu í dag og birgðu sig upp af matvælum fyrir sprengilægðina sem skellur á strax í nótt. Brauðhillur tæmdust og langar biðraðir mynduðust í verslunum, sem margar gerðu sérstakar óveðursráðstafanir. „Það er búið að vera alveg „crazy“ að gera.núna seinni partinn. Sérstaklega brauðhillurnar, sem eru ekki venjulega að tæmast á fimmtudögum, eru orðnar tómar,“ segir Gréta María Grétarsdóttir framkvæmdastjóri Krónunnar í samtali við Vísi. Sjá einnig: Óveðursvaktin - Rauð viðvörun gefin út Hún segir þau hjá Krónunni hafa verið ágætlega í stakk búin fyrir óveðrið og fylgst vel með veðurspám. Kauphegðunin í dag sé sambærileg og í fyrri lægðum. Hamfarainnkaup í Fjarðarkaup #lægðin pic.twitter.com/Q800hYDkqX— Óskar Steinn (@oskasteinn) February 13, 2020 „Við vissum af veðrinu og vorum búin að undirbúa okkur til dæmis í kjötvörum,“ segir Gréta, sem kveðst skilja vel að fólk birgi sig upp af mat fyrir morgundaginn. „Fjölskyldurnar vilja vera heima saman á morgun og fólk gerir kannski aðeins vel við sig. Það eru engar æfingar og engar tómstundir og þá er frábært að fjölskyldan nýti þennan tíma saman.“ Þjónusta verður skert víða á landinu á morgun. Gréta segir að forsvarsmenn Krónunnar muni taka stöðuna snemma í fyrramálið og meta hvort opnað verði á venjulegum opnunartíma eða jafnvel eftir hádegi. Brauðið búið í verslun Krónunnar í Skeifunni um kvöldmatarleytið.Aðsend Úr sömu verslun.Aðsend Mannmergð í verslun Bónus í Skipholti nú síðdegis.Vísir/hjalti
Óveður 14. febrúar 2020 Reykjavík Veður Verslun Tengdar fréttir Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05 Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04 Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55 Mest lesið „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Erlent Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Erlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Fleiri fréttir Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Sjá meira
Vefur Veðurstofunnar bilaður í aðdraganda óveðursins "Stundum gerist allt í einu,“ segir í tilkynningu á Facebook-síðu Veðurstofu Íslands. Bilun er í tölvukerfi Veðurstofunnar sem veldur því að spár birtast ekki á vef Veðurstofunnar. 13. febrúar 2020 12:05
Strekkingsvindur mun væntanlega virðast sem logn eftir sprengilægðina Lægðin sem valda mun miklu óveðri um land allt á morgun er nú stödd 850 kílómetra austur af Nýfundnalandi. 13. febrúar 2020 07:04
Ákveðið að fresta Milljarði rís Óveðrið sem spáð er á landinu öllu frá miðnætti hefur sín áhrif. 13. febrúar 2020 11:55