Bandamaður Macron heltist úr lestinni vegna kynlífsmyndbands Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2020 10:54 Benjamin Griveaux var áður talsmaður ríkisstjórnar Macron forseta. AP/Thibault Camus Frambjóðandi flokks Emmanuels Macron Frakklandsforseta til borgarstjóra í París hefur dregið framboð sitt til baka eftir að fregnir bárust um kynlífsmyndband sem var lekið á netið. Flokkurinn er því án frambjóðanda þegar aðeins mánuður er til kosninga. Benjamin Griveaux hefur verið náinn bandamaður Macron forseta og var meðal annars talsmaður ríkisstjórnarinnar um tíma. Hann dró framboð sitt til baka í dag vegna þess sem hann kallaði „auðvirðilegra árása“ á einkalíf hans. AP-fréttastofan segir að Pjotr Pavlenskíj, rússneskur listamaður sem sé þekktur fyrir pólitíska gjörninga, hafi lýst yfir ábyrgð á samfélagsmiðlafærslum sem leiddu til afsagnar Griveaux. Pavlenskíj hafi hringt í dagblaðið Liberation í gærkvöldi og sagst hafa fengið myndband af Griveaux frá ónefndum heimildarmanni sem hafi átt í sambandi við frambjóðandann. Griveaux fullyrti í dag að hann og fjölskylda hans hefðu sætt rógi, lygum, nafnlausum árásum og morðhótunum í meira en ár. Árásirnar hafi náð nýjum lægðum með árásum fjölmiðla og á samfélagsmiðlum á einkalíf hans. Ekki liggur fyrir hver verður frambjóðandi LREM-flokks Macron fyrir borgarstjórakosningarnar sem var fram um miðjan mars. Griveaux hlaut tilnefninguna fram yfir Cedric Villani, þingmanni sem var vísað úr flokknum í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að flokkurinn lýsi nú yfir stuðningi við framboð Villani. Frakkland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira
Frambjóðandi flokks Emmanuels Macron Frakklandsforseta til borgarstjóra í París hefur dregið framboð sitt til baka eftir að fregnir bárust um kynlífsmyndband sem var lekið á netið. Flokkurinn er því án frambjóðanda þegar aðeins mánuður er til kosninga. Benjamin Griveaux hefur verið náinn bandamaður Macron forseta og var meðal annars talsmaður ríkisstjórnarinnar um tíma. Hann dró framboð sitt til baka í dag vegna þess sem hann kallaði „auðvirðilegra árása“ á einkalíf hans. AP-fréttastofan segir að Pjotr Pavlenskíj, rússneskur listamaður sem sé þekktur fyrir pólitíska gjörninga, hafi lýst yfir ábyrgð á samfélagsmiðlafærslum sem leiddu til afsagnar Griveaux. Pavlenskíj hafi hringt í dagblaðið Liberation í gærkvöldi og sagst hafa fengið myndband af Griveaux frá ónefndum heimildarmanni sem hafi átt í sambandi við frambjóðandann. Griveaux fullyrti í dag að hann og fjölskylda hans hefðu sætt rógi, lygum, nafnlausum árásum og morðhótunum í meira en ár. Árásirnar hafi náð nýjum lægðum með árásum fjölmiðla og á samfélagsmiðlum á einkalíf hans. Ekki liggur fyrir hver verður frambjóðandi LREM-flokks Macron fyrir borgarstjórakosningarnar sem var fram um miðjan mars. Griveaux hlaut tilnefninguna fram yfir Cedric Villani, þingmanni sem var vísað úr flokknum í síðasta mánuði. Reuters-fréttastofan segir að ekki sé ljóst hvort að flokkurinn lýsi nú yfir stuðningi við framboð Villani.
Frakkland Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Innlent Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Innlent Fleiri fréttir Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi Sjá meira